19. júní - 19.06.1957, Page 4
landsins. En alltaf var allur hugur hennar við
það bundinn að geta aflað sér einhverrar mennt-
unar, og fékk hún nú upp úr þessu tækifæri til
þess að dveljast einn vetur á hinum nýstofnaða
kvennaskóla að Laugalandi i Eyjafirði. Frá þess-
um árum fær hún þann vitnisburð, að hún hafi
um tvítugsaldur verið svo fróð og víðlesin, að þess
hafi verið fá dæmi, námsgáfurnar frábærar, skiln-
ingur skarpur og minnið óskeikult, en jafnframt
þessu hafi viljaþrekið verið óbilandi.. Mun hún
hafa þurft á öllum þessum góðu gáfum að halda
á sinni stormasömu ævi. Frá Laugalandi réðist Brí-
et nú fyrst sem heimiliskennari hjá Þórði Guð-
johnsen, kaupmanni á Ftúsavík, en síðan var hún
nokkur ár þar uppi í sveitunum á ýmsum stöð-
um, vann við heyskap á sumrum, en að saumum
eða kennslu á vetrum. Man ég, að sem ung stúlka
heyrði ég oft fólk úr Þingeyjarsýslunni minnast
þessarar dvalar hennar þar, þvi hún hafði hið
mesta gaman af kappræðum við þá menn, sem þá
bar mest á þar í sveit, svo sem Jón frá Múla, Þor-
gils gjallanda og Jakob Hálfdanarson; lét hún
aldrei sinn hlut, en áheyrendur skemmtu sér hið
bezta. Mátu þessir menn Bríetu jafnan mikils og
tókst ævilöng vinátta á milli hennar og ýmsra
þeirra.
Árið 1884 fluttist Bríet til Reykjavikur og átti
þar heima það sem eftir var ævinnar. Mun hún
þá fljótlega hafa kynnzt manninum, sem varð lífs-
förunautur hennar og baráttufélagi á meðan hon-
um entist líf, en það var Valdemar Ásmundsson,
ritstjóri Fjallkonunnar. Hann ritaði grein um kven-
frelsi í 1.—2. tbl. Fjallkonunnar 1885. Var þetta
óvenjulega frjálslynd og vel rituð grein, og hefur
orðið Bríetu hrein opinberun að kynnast slíkum
skoðunum hjá ungum menntamanni. Upp úr því
hófust kynni þeirra. Bríet skrifaði nú sjálf sína
fyrstu blaðagrein, sem birtist í Fjallkonunni vorið
1885 og hét: „Nokkur orð um frelsi og menntun
kvenna“, og 30. des. 1887 heldur hún svo fyrsta
opinbera fyrirlesturinn, sem kona hefur haldið á
íslandi og nefndi hann: „Nokkur orð um frelsi og
menntun kvenna. Fyrirlestur um hagi og réttindi
kvenna“. Var fyrirlesturinn síðar sérprentaður.
Vafalaust hefur þessi framhleypni ungrar stúlku,
að fara að tala opinberlega og gera kröfur fyrir
hönd kvenna, mætt mjög misjöfnum dómum, en
hitt er og víst, að það vakti mikla athygli og um-
tal, enda fara nú kvenréttindamál upp úr þessu
að verða sífellt umræðuefni manna á meðal.
Þau Bríet og Valdemar giftist árið 1888 og hófst
þá samstarf þeirra við blaðamennskuna, sem hún
mun alltaf hafa látið sig miklu skipta. Hún segir
um mann sinn í minningargrein eftir hann látinn,
að hann hafi hafið kvenréttindafánann á loft með
ritgerðum sínum í Fjallkonunni, og að honum hafi
verið eins annt um framfarir kvenna sem karla.
Hún segir líka í æviminningum sinum, að hún
hafi átt honum mikið að þakka í sambandi við
þroskaferil sinn, sambúðin við hann hafi opnað
sér nýjan menntaheim, þar sem hún fékk aðgang
að innlendum og útlendum bókum, blöðum og
timaritum, og aukið tækifæri til að umgang-
ast náið frjálslynda og víðsýna gáfumenn, sem
marga hverja bar þá hæst í íslenzku þjóðlífi. Hún
segist jafnan hafa getað borið allt undir hann og
hann hafi kennt sér það lítið, sem hún kunni i
blaðamennsku. Hún segir líka, að rétt eftir að þau
giftust hafi hann stungið upp á, að hún færi að
gefa út kvennablað, en sér hafi þá fundizt það
óhugsandi, en 6 árum seinna tók hún hugmynd-
ina upp og fór þá að gefa út Kvennablaðið árið
1895.
Sama árið og Kvennablaðið hóf göngu sína byrj-
aði að koma út á Seyðisfirði annað kvennablað,
Framsókn; ritstjórar þess voru þær mæðgur Sig-
riður og Ingibjörg Skaftason. Var Framsókn hreint
kvenréttindablað, en hafði jafnframt bindindismál
á stefnuskrá sinni. Taldi Bríet rétt, að blöðin skiptu
með sér verkum, og lét því Kvennablaðið fyrst
framan af gefa sig mest að málum heimilanna og
menntun kvenna, enda var í þá daga greiðari að-
gangur að konunum í gegnum þau mál, en gefa
þá jafnframt smáinntökur af kvenfrelsismálunum.
Eftir að Framsókn hætti að koma út, tók Kvenna-
blaðið að fullu upp merki kvenréttindanna og hélt
áfram þeirri baráttu, þangað til konur höfðu hlot-
ið kosningarrétt og kjörgengi, fyrst 1915, en með
sömu skilyrðum og karlmenn með fullveldisstjóm-
arskránni 1918. Kvennablaðið kom út i 25 ár, eða
til ársins 1920, treysti frú Bríet sér þá ekki
til að standa lengur undir því fjárhagslega. Er
þetta því átakanlegra sem blaðið var mjög vinsælt
meðal íslenzkra kvenna, en innheimta tókst svo
treglega, að skuldir söfnuðust upp og varð ekki
við ráðið, enda peningaráð kvenna lítil í þá daga,
og ekki var blaðið alls staðar vel séð af bændun-
um. Alla ævi þaðan í frá harmaði Bríet að hafa
þurft að hætta við útgáfu Kvennablaðsins og
dreymdi um, að K.R.F.I. hæfi útgáfu nýs blaðs.
Kaupendur blaðsins munu og margir hafa saknað
þess mjög.
2
19. JtJNl