19. júní


19. júní - 19.06.1957, Síða 6

19. júní - 19.06.1957, Síða 6
kom þá að góðu haldi tungumálanám Laufeyjar. Þegar frú Bríet kom heim af alþjóðafundinum 1906 byrjaði hún að undirbúa stofnun Kvenrétt- indafélags fslands. Var það stofnað af 15 konum á heimili hennar, Þingholtsstræti 18, þ. 27. janúar 1907 og var því 50 ára nú í vetur. Lög Kvenrétt- indafélagsins voru miðuð við það, að það gæti gengið í Alþjóðakvenréttindasambandið, og var það aðili að því frá upphafi og er enn. Frú Bríet varð auðvitað fyrsti formaður félagsins og var það nær óslitið til ársins 1926, en þá tók við Laufey dóttir hennar og var formaður þess til dauðadags. Sum- arið 1908 ferðaðist frú Bríet um landið, flutti fyr- irlestra um kvenréttindamálið og stofnaði sam- bandsdeildir á nokkrum stöðum. Ekki urðu þó þau félög langlíf, það var aðeins Kvenréttindafélagið í Reykjavík, sem alla tíð hélt fánanum á lofti, og hefur nú verið gert að landsfélagi. Til þess að við- halda sambandinu við konur út um land var stofn- að til Landsfunda K.R.F.Í., sem nú hafa verið haldnir 9 sinnum, 4. hvert ár. Eitt hið fyrsta, sem Kvenréttindafélagið beitti sér fyrir, var að fá konur til að nota kosningar- rétt sinn og kjörgengi í bæjarmálum, en lög um það efni gengu í gildi 1908. Var settur upp kvenna- listi í Reykjavik og fleiri kaupstöðum landsins. Kom mönnum það mjög á óvart, að samvinna kvennanna var svo góð, að þær komu að konum, þar sem þær buðu fram kvennalista. I Reykjavík voru kosnar fjórar konur og var Bríet ein þeirra. Komu konurnar ýmsum góðum og þarflegum mál- um fram í bæjarstjórn, aðallega á sviði skólamála og heilsugæzlu. Síðar hættu konur sem kunnugt er að hafa sérstaka kvennalista, en kjósa með stjórnmálaflokkum sínum; hefur sama þróun átt sér stað annars staðar. Konur fengu sem kunnugt er fullan kosningarrétt og kjörgengi árið 1918 og árið 1922 var fyrsta konan kosin til Alþingis, frk. Ingibjörg Bjarnason; var hún kosin á ópóli- tískum kvennalista, en gekk í stjórnmálaflokk eftir að hún kom á þing. Kvenréttindafélagið hafði stutt kosningu hennar, en þótti það mjög miður, að hún skyldi binda sig við flokk þegar á Alþing kom. Árið 1926 hafði frú Bríet enn forgöngu í því, að borinn var fram kvennalisti, og var nafn hennar efst. Um 800 meðmælendur fengust víðs vegar um land, en ekki fékk listinn nema um 400 atkvæði. Þótti þá sýnt, að stjórnmálaflokkarnir hefðu náð þeim tökum á konunum, að ekki þýddi að hafa sérstaka kvennalista, hefur það ekki verið reynt siðan. Briet tók sér þessi kosningaúrslit mjög nærri, henni fannst konurnar hafa brugðizt sér, og það var sárast af öllu. Ég kynntist Bríetu fyrst per- sónulega i kosningaleiðangri hennar þetta vor, því við urðum samferða á strandferðaskipi, en fundir voru haldnir með kjósendum á höfnunum, á með- an skipið stóð við. Hún var þá nýkomin af skurðar- borði, 70 ára gömul, en logandi af áhuga og þrek- ið enn ótrúlegt, og svo rökvís var hún og fundvís á aðalatriði, að ekki sóttu hinir frambjóðendurnir, sem líka ferðuðust með skipinu, neitt gull í greip- ar henni á framboðsfundunum. f þessari sömu ferð stýrði hún Landsfundi kvenna á Akureyri, sem margar konur telja bezta Landsfundinn, sem haldinn hefur verið, og ógleymanlegt er mér, hversu mjög sópaði að henni þar í forsætinu. Kosn- ingavonbrigðin urðu henni þó sú raun, að hún lét af formennsku í K.R.F.f. og dró sig þá að mestu í hlé frá daglegum störfum og framkvæmdum í fé- laginu. Þó má geta hinna siðustu sterku átaka, þegar frú Bríet, 76 ára gömul, tók sér ferð á hend- ur með skipum í kringum land allt um hávetur og í vondu veðri, til þess ef svo mætti segja að kveðja sína gömlu samherja, konur og kvenfélög, sem hún liafði kynnzt og haft bréfaskipti við, eða höfðu verið útsölumenn Kvennablaðsins. Jafnframt flutti hún alls staðar erindi, þar sem hún eggjaði konur lögeggjan til nýrra og sterkari átaka og hvatti þær sérstaklega til að leggja allt kapp á að eignast aft- ur sitt eigið blað. Ég var fylgdarmaður Bríetar í þessari ferð, og hún er mér ógleymanleg, því þá kynntist ég fyrst konunni Bríetu Bjamhéðinsdótt- ur í stað valkyrjunnar á vígvellinum, enda var hún þá, ef svo mætti segja, að syngja sitt síðasta lag, þótt hún lifði enn í nokkur ár. Hún dó 17. marz 1940, 84 ára gömul. Um starf K.R.F.f. undir forustu Bríetar mætti margt segja, og mörg eru þau lög eða lagabreyt- ingar, sem á þessum árum áttu að einhverju leyti rætur sínar að rekja til félagsins og þeirra mæðgna Bríetar og Laufeyjar. Var það allt í sambandi við hagsmuna- og réttindamál kvenna og barna, en út í það er ekki tími til að fara hér. Aftur á móti vil ég nefna nokkur félög, sem beint eða óbeint eru runnin frá K.R.F.f. Er þá fyrst að nefna Verka- kvennafélagið Framsókn, en það er stofnað, eftir því sem frú Jónínu Jónatansdóttur, fyrsta formanni félagsins, segist frá, að tilhlutan Kvenréttindafé- lagsins. Þá varð Lestrarfélag kvenna til út frá les- hring eða lestrarstofu í Kvenréttindafélaginu. Þá gekkst K.R.F.f. og fyrir rekstri fyrsta barnaleik- vallarins hér i bæ og rak Vinnumiðstöð kvenna í 4 19. JtJNÍ

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.