19. júní - 19.06.1957, Page 14
því, Halldór á Hlöðum byggði hana.“ Þá þurfti
ekki frekar vitnanna við.
Alltaf átti Ólöf eitthvert sælgæti til að gæða
gestum sínum á; var hún fljót að bera á borð það
bezta, sem til var í „kotinu“ hverju sinni. Þegar
setzt var að borðum, þurfti engum að leiðast. Ólöf
hafði frá mörgu að segja, hún las mikið og hafði
áhuga á því helzta, er fór fram með þjóðinni.
Hún fylgdist vel með öllu, er gerðist á sviði bók-
mennta og lista, en hún átti lika sjálf skapandi
gáfu.
Ólöf var mjög næm fyrir fegurð himins og jarð-
ar, gróðurinn á vorin veitti henni gleði, og skaf-
renningurinn, sem skauzt við húshornið hennar,
leikandi léttur, hóf sál hennar til flugs.
Eins og flestum mun kunnugt, var Ólöf ljós-
móðir í sveit sinni. Lærði hún ung Ijósmóðurstörf
í Reykjavík og fór svo utan til frekara náms.
Þótti hún mjög lagin við ljósmóðurstörfin, enda
hefur hún vafalaust verið varfærin að eðlisfari.
Oft var til hennar leitað, ef sjúkdóma bar að hönd-
um i sveitinni, og var hún fús til að veita þá
lijálp eftir beztu getu. Sjálf hafði hún reynt mikil
veikindi, vissi hvað það var að vera hneppt á
sjúkrabeði.
1 veikindum hennar hjúkraði Halldór henni
eins og bezta móðir barni sínu, og fyrir það hlaut
hann nafnið „fóstri“. Þegar Ólöf komst aftur á
fætur var bakið hnýtt, svo að hún gekk aldrei upp-
rétt eftir það. Er grös fóru að gróa á vorin, sást
Ólöf oft á ferð út um grundir og móa; var hún
þá að safna jurtum i safnið sitt. Þegar haustaði,
tíndi hún fræ ýmissa fóðurjurta fyrir Ræktunar-
félag Norðurlands.
Otivist á sumrin var henni heilsubót, að hún
sagði. Þá heyjaði hún einnig handa skepnum þeirra
Halldórs. Áttu þau nokkrar kindur og einn hest.
Fékk hún að heyja í hvömmunum suður með
Hörgá; var mjög gaman að koma til hennar í
slægjuna. Lagði hún þá frá sér orfið og kveikti
á hlóðunum. Við krakkarnir rifum hrís og köst-
uðum á eldinn, svo að logaði sem lengst. Reykur-
inn var svo töfrandi, hann tók á sig alls konar
myndir, svo heil saga sást í reyknum, þar sem
hann hnyklaði sig út um móana og börðin. Pott-
krili var sett á hlóðirnar með einhverju góðgæti í.
Það var eins og fagurt ævintýri að koma í hvamm-
inn til Ólafar. Klæðaburður skáldkonunnar var
talsvert frábrugðinn því, sem þá gerðist. Hún skóp
sér sjálf sína tízku. Við sláttinn var hún oftast í
móröndóttri prjónaklukku og prjónakoti, sem
hneppt var upp i háls, og með prjónahúfu á höfði.
Allt voru þetta listavel unnir munir, úr hárfínu
þelbandi.
Stundum bar það við, þegar við krakkarnir sát-
um yfir kúnum úti í Flóa, í kalsaveðri, að sást til
mannaferða handan yfir Hörgá. Lyftist heldur á
okkur brúnin, þegar við þekktum, að þar var Ólöf
á ferð. Við vissum, að hún var á leið til okkar,
vildi gleðja okkur börnin, sem sátum í hnipri í
byrgi okkar og reyndum að halda á okkur hita
milli þess, sem hlaupið var fyrir kýrnar. Þegar
Ólöf hafði yfir ljóð sín, raulaði hún lag við þau,
sem hún bjó til um leið.
Ólöf unni mjög söng og hljómlist, og á síðari
árum á Hlöðum keypti hún sér „grammófón", á
þann hátt gat hún náð til sin heim í „kotið“ svo-
litlu broti af hljómlist hinnar víðu veraldar. Vms-
ir urðu til þess að hjálpa henni um plötur, og tók
hún þeim fegins hendi. Stundum kom það fyrir á
vetrum, að Ólöf lagði af stað með „söngvarana“
sína, en svo nefndi hún „fóninn“, ók hún þeim á
litlum sleða milli bæjanna, svo fleiri gætu notið
þeirra en hún.
Sjálfsagt hefur Ólöf oft átt í sáru striði við sjálfa
sig og umhverfi sitt. Henni fannst hún ekki eigu
samleið með nema svo fáum, og hún var aldrei
við alþýðuskap. Einmanaleiki ásótti hana og þorst-
inn kvaldi hana, en það hráði fljótt af henni, ef
hún hitti þá, sem henni þótti vænt um, en þeir
voru bara svo fáir, að ég hygg.
Eftir að skólinn brann á Möðruvöllum og er
byggður á Akureyri, finnst Ólöfu fokið í flest skjól.
Saknar hún skólans og fólksins frá Möðruvöllum,
eins og skýrt kemur fram í vísum hennar:
Hjúpar njóla höfuðból,
hvergi Ólafs getur.
Enginn skóli og engin sól
og engin jól í vetur.
Eins og ég gat um hér að framan var Ólöf tíður
gestur heima á Möðruvöllum og hélzt það, þó heim-
ili okkar væri flutt til Akureyrar. Og aldrei brást
það, að mamma gerði ekki boð að Hlöðum eða
sendi hest út eftir, ef gestir komu í bæinn, sem
hún hélt, að Ólöf hefði ánægju af að hitta. Þá voru
stundum með skipunum stjórnmálaskörungar, skáld
og listamenn, er létu ljós sitt skina i litla bænum
við Eyjafjörð, og var þá sjálfsagt að gera Ólöfu
aðvart.
Enginn simi var þá á Hlöðum né brunandi bil-
ar á ferð. Var þvi lagt á reiðskjótana og hleypt út
12
19. JtJNl