19. júní - 19.06.1957, Page 27
Kletturinn er svartur og kaldur, það fer um hana
hrollur í sólskininu, ef hún bara lítur þangað. Þó
getur hún ekki varizt að gefa því auga í laumi,
hvort ekki mundi einhvers staðar hægt að fóta sig.
En það er ekki af því, að hún ætli að reyna það,
nei nei, hara sjá hvort það væri nokkur leið,
kannski fyrir fullorðna. Hún ætlar upp fyrir foss-
inn og fara þar yfir, götuslóðann.
En það getur ekki gert neitt til, þótt hún fari
aðeins snöggvast fram á gilbarminn, hérnamegin
er hann svo lágur. Það liggja skáhallar kinda-
slóðir niður í gilið hér og þar og vísa henni leið-
ina, sumstaðar eru grashnottar í hallanum, og ef
hún þræðir aðeins lengra á ská og styður annarri
hendi við klettinn, sem skagar lengst fram, þá
kemst hún á sylluna fyrir framan hann, og þar
eru hvannir og burknar i sprungum og skútum
undir klettinum, þar getur hún sezt og hengt fæt-
urna fram af, og það er bæli í lágu grasinu, því
kindur hafa sofið þar nýlega.
Það er alls ekki af því að hún ætli að fara þarna
yfir ófæruna, að hún heldur áfram að þræða sig
niður grasgeirana, þegar hún stendur upp aftur,
en það hefur aldrei verið bannað að fara niður
þarna megin, og það er svo lafhægt, að það getur
hver sem er komizt upp aftur.
Það er hinumegin sem það er háskalegt, þar
seytlar víða vatn um bergið, vatn, sem ekki renn-
ur, en heldur berginu alltaf röku, og það er skreipt
þar, enda ætlar hún ekkert þangað, en það dregur
að sér augun, það ætti þó ekki að gera neitt til,
það er svo gaman að sjá hvernig kletturinn breyt-
ist, þegar komið er nær honum. Henni finnst
hann vilja lokka hana til sín og hremma hana,
en hún ætlar ekki að láta hann ná í sig, bara koma
svolítið nær til að stríða lionum og hlaupa svo
í burtu.
Nú er hún komin. alla leið niður að læknum
og hann er svo lítill að hún gæti stokkið yfir hann
á flúðinni, ef hún kærði sig um, en hún kærir
sig ekkert um það, því hún ætlar ekki lengra en
að læknum, stanza þar ögn og sömu leið til baka.
Hún sér ekki lengur heim, sólskinið nær ekki þarna
niður, það fer kaldur súgur um gilið og niður
vatnsins verður ágengari.
Hún hysjar beizlinu betur upp á öxlina og lield-
ur járnmélunum föstum svo þau sláist ekki við
hana, mælir breidd lækjarins með augunum. Svo
stekkur hún yfir flúðina. Það var ekkert, lítið meira
en bæjarlækurinn, og hún ætlar strax yfrum aftur
og sömu leið til baka uppúr gilinu. Hún kann und-
arlega við sig svona nálægt klettaveggnum, vald
hans ógnar henni, og hún er bæði hrædd og heilluð.
Hún horfir uppeftir gljúfurveggnum og reynir að
gizka á, hvað hann muni vera margar mannhæðir
hennar, sex? — eða átta? Það er ekki gott að sjá
það svona uppfyrir sig.
En það eru skriður neðst við lækinn, og það
væri vel hægt að komast eftir þeim að klottabelt-
inu, ef maður ætti bara nokkurt erindi þ<.ngað,
en það á hún ekki og ætlar ekkert þarna upp.
En þó byrjaði hún að feta sig upp skriðuna, af
eintómri rælni. Hún studdi sig með höndunum,
því grjótið var laust og rann til undir fótum henn-
ar. Þegar hún leit við sýndist henni láta nærri,
að hún væri komin eina hæð sína, hún ætlaði að-
eins að fara aðra til, þá væri hægra að gizka á,
hvað hátt væri uppá brún, hún var svo vön að
klifra, að ennþá var ekkert vont að horfa niður.
Og hún fikraði sig lítið eitt til hliðar, meðfram
klettaveggnum, studdi höndunum við hann hrjúf-
an og nakinn og nú var hún komin að þröngri
geil, sem náði alveg uppúr gilinu, en græna víði-
flækju bar við himin. Hún mundi eiga eftir minnst
fjórar eða fimm lengdir sínar, ef hún væri á leið
þarna upp, en hún var ekki á leið þarna upp. Það
var bara af því að hún var nú komin svona langt
að hana langaði rétt að vita, hvernig það væri að
troða sér inní geilina, áður en hún sneri við, og
fann þá, að vel mátti troða sér uppeftir henni,
með því að spyrna höiidum og fótum í klettana
beggja vegna.
En nú sneri hún við, óður en það 3rrði um sein-
an. Hún renndi í síðasta sinn augunum uppeftir
19. JONl
25