19. júní


19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 32

19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 32
rættu barni er gefin, er rugluð og skemmd með alls konar áróðri, — eins og áður er getið, þar sem haldið er að baminu glæstum en spilltum fyrir- myndum. Því segi ég: Burt með sorpritin, og glæpa- og daðurskvikmyndimar og leikritin, — að minnsta kosti á barnasýningum. Því eins og það er sann- leikur, að góð og göfug list hefur sínu ágæta þjóð- félagslega hlutverki að gegna, er bæði þroskandi og lærdómsrík og leiðbeinir í áttina til þess, sem betur má fara, þá er hitt jafnvíst, að sorprit og glæpakvikmyndir og leikrit orka beinlínis sem námskeið í illu líferni, og er það hörmulega farið. Það em margir litlir drengir, sem bófahetjumar hafa töfrað með frækni sinni, og sem dreymir um það í vöku og svefni að líkjast þeim til þess að verða „miklir menn“. Vitanlega þarf stundum að berjast fyrir málsstað þess góða. ef hann á ekki að verða kaffærður, en böm geta ekki gert greinar- mun á því, hvort málsstaðurinn er illur eða góður, fyrr en þau eru orðin það stór, að þau skilja text- ann eða hvað talað er, — með öðmm orðum, eru hætt að vera böm, svo að ofbeldis- og bardaga- myndir ættu börn að mínu áliti aldrei að sjá. En á því er mikill misbrestur, að framfylgt sé fyrir- skipuðum reglum um, hvað bannað sé fyrir börn, og yfirleitt allt of vægt á þeim málum tekið, og látið reka á reiðanum, hvort börnin slæðist inn á bannaðar kvikmyndir eða ekki. Kæruleysið í þess- um efnum er yfirgengilegt. Ef hægt væri að sjá inn í sálir barnanna, eftir að þau hafa annaðhvort lesið um glæpi á litskrúðugu og myndauðugu máli hazarblaðanna, sorpritanna, eða horft á leiklistina þjóna þeim tilgangi að æsa upp illar og ofbeldis- legar tilfinningar, þá mundi manni blöskra að sjá, hve miklu eitri og illsku hefur verið sáð í bams- sálimar, sem ef til vill, því miður, á eftir að bera ávöxt fyrr eða síðar, eftir atvikum. Það þarf sterk áhrif heimanað í góða átt til þess að vinna á móti hinum sterku áhrifum í neikvæða átt, og varla hægt að ætlast til, að hin góðu geri alltaf sigur úr býtum, þegar um óþroskuð börn er að ræða', — sérstaklega ef veganestið að heiman er af lélegra taginu, eins og því miður oft vill brenna við, og ber margt til þess. Þó er það skoðun mín, að ekki séu til svo kærulausir foreldrar, að þeir fái ekki sting í hjartað, ef barnið þeirra lendir á villigötum. En betra er að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í, og þar ber þjóðfélagið allt ábyrgðina. Stöndum vörð um æskuna, hlúum að henni á allan hátt, ekki með heimskulegu dekri, heldur 30 með því að reyna að vera henni sjálf þær fyrir- myndir, sem vert sé að líkjast, og hættum að túlka og vera umbjóðendur þess sjónarmiðs, bæði á prenti og í leik og allri list, að hið illa og spillta eigi nokkum rétt á sér til aðdáunar og eftirlík- ingar. Verum samtaka í því að skapa sterkt almenn- ingsálit gegn sölu og útbreiðslu hazarblaða og annarra sorprita, úr því að lögin ná ekki yfir að banna þau, — og ef ekki er hægt að stemma stigu við innflutningi mannskemmandi kvikmynda, þá reynum að minnsta kosti að sjá um, að börnin okkar horfi ekki á þær, — og heimtum sterkt og trúverðugt eftirlit með því, að það geti ekki kom- ið fyrir að nokkurt barn sjái þá mynd, sem bönn- uð er fyrir böm. Að vanrækja og láta reka á reið- anum um þessi mál, gengur að mínu áliti glæpi næst, — svo alvarlegt er það, og svo mikið er í húfi, — framtíð Islands. JAKOBlNA SIGURÐARDÖTTIR: Hausí. Lagðahvítar heim um hraunin hjarðir fráar renna. Hinzta sinni, sumargamlar, sceldar fjörsins kenna. Feykir hríðar köldum kornum kulsár norðanvindur og við hóglátt helstrið grasa hugi dapra bindur. Bregða lit við faðmlög frostsins fjöllin unaðsbláu. Lind og vatn með tregatónum tjalda svörtu og gráu. Rekur þrœði yndi og angurs ósk í hugarleynum. Loga mun í löngu myrkri Ijós í kletti einum. Látum vötn og lindir frjósa, látum grasið sölna. Sumarblómin mér i minni munu ekki fölna. Sól mun heimta hjörð og gróður húms úr fangi svörtu. Á mig skína enn með degi augun geislabjörtu. 19. JÚNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.