19. júní


19. júní - 19.06.1957, Page 41

19. júní - 19.06.1957, Page 41
aldaraðir höfðu verið undirstaða alls atvinnu- og menningarlífs í landinu. Með breyttum atvinnuháttum og flutningi þús- unda til kaupstaðanna gjörhreytast allar uppeldis- aðstæður á mjög skömmum tíma. Flestir fara til Reykjavikur. Ibúunum fjölgar ört. 1918 eru þar aðeins 15 þús. íbúar, en 1930 eru þeir orðnir 30 þús. og í dag 60 þús. eða rúmur þriðj- ungur landsmanna. Lifnaðarhættir eru enn ekki i svo föstum skorð- um, að tekizt hafi að móta heilsteypta kaupstaðar- búa með þeim skyldum og hömlum, sem því fylg- ir að búa í þéttbýli. Los það, sem virðist oft ein- kennandi, sést bezt á unglingunum. Þegar svo við bættist hið óvenjulega ástand stríðsáranna og eftir þau, .þá þarf engan að undra, þótt allfjölmennur hópur vegvilltra unglinga sé í Rejdíjavik. Það er staðreynd, að' allmörg heimili eru ekki þess megnug að veita börnum nauðsynleg upp- eldisskilyrði til þess að tryggja eðlilegan þroska þeirra. Barnaverndarnefndin hefur á hverju ári haft af- skipti af tugum heimila, sem af ýmsum ástæðum hafa verið ófær til þess að annast börn. Húsnæðis- vandræði, hjónaskilnaðir og drykkjuskapur hefur oftast verið aðalorsökin fyrir upplausn heimilanna og óreglu á börnum. Hlutverk barnaverndarnefnda er aðallega þrí- þætt, i fyrsta lagi, að útvega samastað munaðar- og umkomulausum börnum og fylgjast með líðan þeirra, — að vernda börn og forða þeim frá þvi að lenda á villigötum, — og í þriðja lagi, að beina á réttar brautir einstaklingum, sem afvega hafa farið. Um munaSarlaus börn. Því yngri sem börnin eru, þess auðveldara er að fá þeim varanlegt fóstur. 1 Reykjavík hafa alltaf verið langir biðlistar af hjónum, sem reiðubúin eru til þess að taka fósturbörn. Nefndin hefur að- stoðað hundruð hjóna við ættleiðingar á þessum ár- um. Fósturforeldrar hafa undantekningarlaust ann- azt fósturbörnin sem sín eigin börn. Þegar stálpuð börn verða munaðarlaus, er oft miklu erfiðara að lítvega þeim fósturforeldra. Þau börn, sem muna sína eigin foreldra, eiga erfitt með að komast í náin tengsl við vandalausa. Söknuður situr í þeim og mótar oft skapgerð þeirra. Þegar barnakona fellur frá stórum bamahóp, er 19. JÚNÍ föðurnum sjaldan mögulegt að halda saman heim- ili með ráðskonum, sem oft ráða sig aðeins til nokkurra mánaða í senn. Þegar ókunnug kona kemur á heimilið haust og vor, kynnist hún börn- um litið og getur lítil áhrif haft á uppeldi þeirra. Af þessum ástæðum tíðkast það ennþá, að systkina- hópi er tvístrað í marga staði, og eykur það mikið á einstæðingsskap barnanna. Barnaverndarnefnd- inni er þó fyllilega ljóst, hvaða afleiðingar slikt hefur fyrir bömin. Þegar bezt lætur er börnunum komið á bamaheimili til bráðabirgða. Hér fer því oft svo, að yngstu bömin komast til fósturforeldra, 5—6—7 ára börnin verða eftir á barnaheimilunum, en þau elztu, 11—12—13 ára komast á sveitaheimili. Ég þekki mörg dæmi þess, að elztu börnin dreym- ir um að ná saman systkinahópnum, til þess að halda heimili með þeim. Dæmi eru þess, að 12 —13 ára telpa hefur lagt allt upp úr því að fá að halda heimili fyrir yngri systkini, gleymt öllu öðm en þvi, að vera systkinunum forsjá. Barnaverndar- nefndin studdi það svo sem hægt var. Annað dæmi er af telpu úr 9 barna hópi. Þegar hún var orðin 18 ára hafði hún með bréfaskriftum og ferðalög- um kynnzt öllum systkinum sínum og ráðgerði að ná þeim saman. Hafði hópurinn þá verið dreifður i 9 ár. Þess em lika dæmi, að fósturforeldrar, sem tóku eitt barn af s}rstkinahóp, kynntust hinum með bréfaskriftum, og þegar þau fundu inn á það óyndi, sem þjáði börnin sitt á hvorum stað, leiddi það til þess, að þau fóm að safna börnunum til sín og hafa nú fjögur þeirra á heimili sínu. Ótal dæmi mætti nefna, sem sanna, að breyt- inga þarf við á uppeldisháttum munaðarlausra barna. Hér er ekki rúm til þess að fara frekar út í það. Rannsóknir síðari tíma liafa leitt í ljós, að fjöl- mennar stofnanir virðast sjaldan þess megnugar að veita börnum það öryggi og þá ró, sem þau þurfa til þess að þroskast eðlilega og verða hæfir og heilbrigðir einstaklingar, þegar út i lífið kemur. Víða er farið að hafa heimilin smá — aðeins 7 til 10 börn saman hjá fóstrum eða fósturforeldrum, sem annast allt uppeldi og fylgjast með barninu, allt til þess tíma, að það er orðið sjálfstæður ein- staklingur. Nvi stendur fyrir dyrum að byggja heimili fyr- ir munaðarlaus börn á vegum Reykjavíkurbæjar, en heimilið, sem starfrækt hefur verið fyrir allt að 20 börn, er í húsnæðishraki. Vonandi verður hægt að hagnýta reynslu annarra þjóða og að byggð 39 L

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.