19. júní


19. júní - 19.06.1957, Side 42

19. júní - 19.06.1957, Side 42
verði smá hús, sem næst gætu komizt því að veita einstaklingum fjölskyldu-uppeldi. Þetta er líka skoðun þess fólks, sem annast þessi mál hér á landi, og hefur alltaf verið, það sést bezt á greinargerð þeirri, sem fylgdi lagafrumvarp- inu um bamavernd, þegar það var lagt fram 8. marz 1932. 1 þeirri undirbúningsnefnd áttu þessir menn sæti: Aðalbjörg Sigurðardóttir, Asmundur Guðmundsson, Helgi Hjörvar, Jónína Jónatans- dóttir, Margrét Jónsdóttir og Sigurbjörn Á. Gísla- son. AnnaS áSalhlutverk barnaverndarnefndanna. aS vernda börn og unglinga frá óhollu umhverfi og forSa þeim frá áföllum, sem hindra eSlilegan þroska. Það eru því miður mörg heimili, sem ekki virð- ast hæf til þess að láta börn fá það uppeldi, sem þau þurfa til þess að verða nýtir menn. Til þessa liggja margar og margvislegar orsakir. Bamaverndarnefndin hafði á fyrsta starfsári sínu afskipti af 33 heimilum einstaklinga, vegna misfellna á heimilisháttum. En árið 1955 voru heimilin 153. Á kreppuárunum voru aðalorsakirnar fátækt, veikindi og þrekleysi. Drykkjuskapur hefur einnig, og ef til vill oftast, verið aðalorsökin. Á stríðsár- unum vom hjónaskilnaðir og húsnæðisvandræði auk lauslætis mjög algengar ástæður fyrir því, að foreldrar vanræktu böm sín eða höfðu skaðleg áhrif á þau með framferði sínu. Verk barnaverndamefndanna urðu því þau, að ráðstafa börnum til lengri eða skemmri tíma í hollara umhverfi, á bamaheimili eða í sveit. Börn, sem þannig hafa verið tekin frá foreldr- um sínum, líða oft við það, enda þótt reynt sé að bæta þeim á nýja staðnum upp vanrækslu. Þau eru bitur, ásaka foreldrana fyrir að hafa sig ekki heima. Þau bíða líka í von um að þau fari heim, því engin móðir er svo aum, að hún eigi ekki rúm í hjarta barnsins. Vandræði fyrnast eða börnin hafa aldrei skynjað þau nema að litlu leyti. Barna- verndarnefndirnar reyna að leiðbeina foreldmm og aðstoða heimilin, því öllum er ljóst, að það er neyðarúrræði að taka börn frá foreldrum og koma þeim til vandalausra. Þar sem börn em andlega eða likamlega miður sín, er oft svo, að heimilin geta ekki veitt barninu þá meðferð og aðhlynningu, sem barnið þarf, af eigin rammleik, og er þá nauðsynlegt að koma þeim á hæli eða á annan hátt til læknis eða sér- fræðinga. Hæli fyrir vangefin börn og fávita hafa verið mjög ófullkomin hér á landi og fá. Ennþá eru engin heimili eða vinnuskólar fyrir fötluð börn eða taugaveikluð, og er því oft erfitt að leysa slík fyr- irbæri á viðunandi hátt. Eftirlit með börnum á heimilum og stofnunum er stór þáttur í starfi nefndanna. Fulltrúi nefnd- anna ferðast á milli heimila, sem hafa börn, til þess að fylgjast með líðan þeirra. Enda þótt eina úrræðið hafi oftast verið að fá eitthvert sveitaheimili til þess að taka slik van- rækt börn að sér, þá er varla að vænta, að það sé einhlít ráðstöfun til bóta. I skýrslum Barnaverndarnefndar Þjóðabanda- lagsins, sem út var gefin á árinu 1936—37, kom í ljós, að fengnum skýrslum frá ýmsum löndum, að varað var við því að láta börn á sveitaheimili, bæði munaðarlaus og miður sín, vegna þess að skýrslur frá ýmsrnn löndum sýndu, að tökubörn- um var mjög oft íþyngt með of mikilli vinnu. Hér á landi hefur það verið hreint einsdæmi, að börn- um sé þrælað út. Þó minnist ég þess, að þrisvar kom það fyrir þann tíma, sem ég fylgdist með störfum Barnaverndarnefndar, að nefndin lét taka barn af heimili, þar sem sannað þótti, að barninu var misboðið með vinnu. ViSleitni barnaverndarnefndanna til bess aS koma börnum, sem lent hafa í afbrotum, á rétta braut. Þessi þáttur er oft sá hluti starfsins, sem mest ber á út á við og umtal vekur, þótt hljóðast þyrfti að vera um slikt. Við athugun þeirra mála kemur skýrast í ljós, að til allra atvika liggja orsakir. Misferli barna má oftast rekja til umhverfisins, til misgjörða full- orðna fólksins, drykkjuskapar, ráðleysis og kæru- leysis um uppeldi og aðbúð barnanna. Þegar litið er á töflu, er sýnir fjölda þeirra barna, sem gerzt hafa á einhvern hátt brotleg, má sjá, að allar sveiflur þar sýna og sanna, að atvinnu- ástandið á hverjum tíma hafa afgjörandi áhrif á brotafjöldann. Árið 1933 hafði nefndin afskipti af 50 börnum, sem brotleg höfðu orðið við lög. Á árunum 1938 —39 var fjölgun afbrota barna mjög mikil, úr 172 í 257 börn, en þau ár var einna mest atvinnuleysi í Beykjavík. Á stríðsárunum dró aftur úr afbrot- um, og 1951 var fjöldinn aftur kominn i 171 bai'n, 40 19. JCNl

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.