19. júní - 19.06.1957, Qupperneq 43
SIGRÍÐUK J. MAGNÚSSON:
A
círci
K.R.F.I. var stofnað 27. janúar 1907 fyrir for-
göngu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.
Markmið félagsins er: Að vinna að þroska og
þekkingu íslenzkra kvenna, svo að þær verði góðir
þjóðfélagsþegnar, að vinna að fullu jafnrétti kvenna
við karla að lögum og í framkvæmd, að fá bætt
kjör kvenna á allan hátt og vinna að sérmenntun
þeirra á öllum sviðum, að hvetja konur til að nota
réttindi sín og áhrif í opinberu lífi, til þess að
tryggja það, að staða hvers einstaklings ákvarðist
án tillits til kyns, kynþáttar eða trúarbragða, en
fari eftir manngildi og hæfni, og að bæta kjör ein-
stæðra mæðra og barna þeirra.
K.R.F.I. var lengi vel fámennt félag, en því
meiri var starfshugurinn. Til þess að ná sambandi
við konur utan Reykjavíkur, var stofnað til I.ands-
funda, og var sá fyrsti haldinn 1923. En 1944 var
K.R.F.l. gert að landsfélagi. Eru nú 54 félög víðs
vegar af landinu meðlimir og senda 1 fulltrúa
og síðan hefur f jölgað með hverju ári þar til 1955,
að þau voru orðin 309.
I lögunum frá 1947, sem nú eru í gildi, eru
ákvæði, sem segja fyrir um, að koma skuli á fót
vinnuskólum fyrir börn, sem lenda á glapstigum.
Fyrir þrem árum er tekinn til starfa skóli fyrir
drengi, sem gefizt hefur mjög vel. En ennþá er
enginn slikur skóli til fyrir stúlkur.
Ég hef aðeins lauslega drepið á lielztu verkefni
barnaverndarnefndanna, en verð vegna rúms að
láta hér staðar numið.
Það hefur sannarlega verið bót að starfsemi
barnaverndarnefndanna þessi fyrstu 25 ár, en við
vonum, að reynslan færi okkur enn betri og meiri
árangur í framtiðinni, einstaklingum og þjóðar-
heildinni til blessunar.
hvert á Landsfundi, sem haldnir eru reglulega
fjórða hvert ár. Hinn 9. þeirra var haldinn á síð-
astliðnu hausti. Aðalbaráttumál félagsins fyrstu ár-
in var fyrir kosningarrétti og kjörgengi, þótt það
léti mörg önnur mál til sin taka. Gekkst t. d. fyrir
að gerðir yrðu barnaleikvellir, safnaði fé til fyrsta
leikvallarins og annaðist gæzlu hans fyrst í stað.
Mörg félög og þjóðþrifafyrirtæki eru runnin
undan rótum K.R.F.I., t. d. Mæðrastyrksnefnd og
Menningar- og minningarsjóður kvenna. Hann var
stofnaður með dánargjöf B.B. 1945 og hefur þró-
att og dafnað svo i höndum félagsins, að hann er
nú um kr. 300.000,00, en búið að veita úr honum
kr. 200.000,00. Um 100 stúlkur liafa notið styrks
úr sjóðnum. Á síðastliðnu vori var gefið út 1. hefti
af æviminningabók sjóðsins. Verður það mikil bók
og merkileg, er stundir líða fram. Almannatrygg-
ingarlögin hefur félagið mjög látið til sín taka og
sent Alþingi fjölda margar tillögur og áskoranir
um endurbætur á þeim, sem sumar hafa náð fram
að ganga.
Þegar launalög ríkisins voru sett 1945, var fyrir
tilstilli K.R.F.I. 30. gr. laganna orðuð svo: „Við
skipun í starfsflokka og flutning milli launaflokka
skulu konur að öðru jöfnu hafa sama rétt og karl-
ar.“ Sömuleiðis kom félagið því ákvæði inn í lögin,
að ekkjiimenn skyldu hafa sama rétt til bóta og
ekkjur, því að það er jafnrétti, sem félagið berst
fyrir, en ekki sérréttindi konum til lianda. Samkv.
því er það ákvæði í stofnskrá Menningar- og Minn-
ingarsjóðs kvenna, að þegar konur hafa hlotið
sömu launakjör og karlar, skuli einnig heimilt að
veita piltum styrk úr sjóðnum.
Sérsköttun hjóna hefur lengi verið eitt af áhuga-
málum félagsins. Þótt hún varði í rauninni ekk-
ert frekar konur en karla, er hún talin með kven-
réttindamálum, vegna þess að K.R.F.I. hefur svo
lengi barizt fyrir henni. Réttara væri að kalla
19. JtJNl
41