19. júní


19. júní - 19.06.1963, Side 5

19. júní - 19.06.1963, Side 5
Kveðjuorð lesenda Það er venja, þegar samvinna hættir, að þakka fyrir samstarfið, einkum ef það hefur verið gott. Ég vil þakka konum, sem störfuðu með mér í ritnefnd 19. júní síðastliðin fimm ár, ég þakka þeim konum, sem að beiðni minni skrifuðu greinar í bl'aðið, og ég þakka lesendum þessa rits. Ég er þeirrar skoðunar, að konur geti gefið sig meir að skrifum og ritstörfum en þær gera nú. Áður en ritöld hófst og fornsögur og fornkvæði varðveittust í munnlegri geymd, gegndu konur mikilvægu hlutverki í varðveizlu þeirra og áttu mikinn þátt í að flytja hinn dýra arf milli kyn- slóðanna. í fyrsta íslenzka sagnfræðiritinu, íslendingabók, nefnir Ari fróði konu, Þuríði Snorradóttur goða, meðal heimildarmanna sinna og getur þess, að hún hafi bæði verið margspök og óljúgfróð. Mörgum öldum síðar voru margar þjóðsögur skráðar eftir Ingibjörgu Pálsdóttur. Það hefur þótt tíðindum sæta á þeim tímum, þegar nýbak- aður stúdent úr Hafnarháskóla settist niður og skráði eftir henni fornan fróðleik. Á öl'lum tímum hefur íslenzka konan búið yfir miklum fróðleik, og oft hefur verið til hennar leitað í þeim efnum. Þessi staðreynd er okkur konum hvatning enn í dag. Islenzkum skáldkon- um allra alda hefur verið of lítill gaumur gefinn allt fram á okkar dag. Vegna anna minna og erfiðs útgáfutíma þessa blaðs, sem prentað er í miðjum prófönnum mín- um, læt ég af ritstjórn 19. júní. Það er ekki með öllu sársaukalaust. Mér er annt um, að hagur blaðsins verði sem mestur, mér er annt um, að íslenzka konan haldi áfram að vera margspök og láti ekki aðra um að skrásetja fróðleik sinn, held- ur hætti sér örlítið meir út á ritvöllinn. Að lokum óska ég ritnefnd og lesendum 19. júní alls góðs í framtíðinni. Guðrún P. Helgadóttir. 3

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.