19. júní


19. júní - 19.06.1963, Page 10

19. júní - 19.06.1963, Page 10
ÆTTLEIÐINGAR í janúar i vetur flutti Hákon Guðmundsson haestaréttar- ritari erindi um ættleiðingar á fundi KFRÍ. Svo sem vænta mátti var crindið mjög fróðlegt og fjallaði það bæði um sögulega og lagalega lilið málsins. Ennfremur um ættleiðing- ar í reynd, og gaf Hákon upplýsingar um það, hversu mjög ættleiðingum hefði fjölgað undanfarið. Að erindinu loknu urðu miklar umræður og var mörgum fyrirspurnum beint að fyrirlesaranum, sem gaf við þeim greið svör. Fréttir af fundi þessum vöktu talsverða athygli og komu af stað umræðum manna á milli. Er hér um mjög viðkvæmt og margþætt mál að ræða og því taldi „19. júni" vel við eig- andi að gefa lesendum sfnum kost á að fræðast um málið frá sem flestum hliðum og leitaði blaðið í því skyni upplýs- inga hjá lögfræðingi, sálfræðingi og starfsmanni Barnavernd- arnefndar Reykjavíkur. Brugðust þeir allir vel við og kann blaðið þeim beztu þökk fyrir. Einnig fór „19 júní“ þess á leit við fr. Aðalbjörgu Sigurðardóttur, að hún skýrði les- endum blaðsins viðhorf sitt til ættleiðinga. Varð hún fús- lega við þeim tilmælum. Aðalbjörg Sigurðardóttir skrifar Ég hef verið beðin um að l'áta í ljós mína skoð- un á ættleiðingum og geri ég það með ánægju. Þar sem ég var ekki á fundi þeim í K.R.F.I., sem ræddi þetta mál í vetur, mun ég ekki blanda mér í þær umræður, sem þar urðu, en aðeins ræða málið frá mínu sjónarmiði. Á því er enginn vafi, að ættleiðingum hefur á seinni árum mjög fjölgað. Ég lít svo á, að það sé eðlileg afleiðing af stórbættum kjörum og efna- hag almennings, flestir áttu áður nóg með að koma fram sínum eigin börnum. Að vísu voru börn oft tekin til fósturs, en vanalega var gefið með þeim eitthvert lítilræði. Oft voru börn og unglingar á hálfgerðum flækingi, komið fyrir þar sem minnst var gefið með þeim, boðin niður, sem kallað var, eða stundum með mæðrum sínum í einni vistinni á fætur annarri. Þeir, sem betur voru efnaðir, ólu reyndar oft upp umkomulaus börn án meðgjafar, en sjaldnast voru þau ætt- leidd, líklega bæði af því, að öryggisleysið var svo mikið í afkomu manna, að flestum hefur fundist nóg að taka á sig ábyrgð á að koma upp sínum eigin börnum og svo var þetta blátt áfram ekki tízka, að minnsta kosti ekki til sveita. Ég man ekki eftir einni einustu ættleiðingu í minni sveit, þegar ég var að alast upp, en fósturbörn voru á nokkrum stöðum, jafnvel frá fæðingu, og allt of margir umkomuleysingjar á hrakningi. Þær tvær ættleiðingar, sem ég minnist frá þessum tíma, voru barnlausir embættismenn á Akureyri og á Möðruvöllum í Hörgárdal, sem ættleiddu sína stúlkuna hvor. Ég held að slíkt hafi verið talið svona eins konar yfirstéttarfyrirbæri. Ég held því ekki að fjölgun ættleiðinga nú á dögum sanni eitt eða neitt, annað en betri afkomu og sérstak- lega meira öryggi, ekki sízt vegna almannatrygg- inganna. Eins og við vitum eru þjóðfélagsbættir nú ákaf- lega breyttir. Nú eru hjón ekki lengur í vinnu- mennsku eða húsmennsku, hjá öðrum. Allt gift fólk reynir að koma sér upp sínu eigin heimili og lifa út af fyrir sig. Það er mannlegt eðli að vilja hafa börn í kringum sig, og þegar hjónin eignast ekki börn, sem alloft skeður, þá vilja þau venjulega gjarnan fá barn eða börn til ætt- leiðingar — og taka ekki að sér börn til fósturs öðruvísi en til eignar. Þessi þróun til ættleiðinga hefur líka sjálfsagt orðið hraðari vegna þess, að 8 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.