19. júní


19. júní - 19.06.1963, Síða 11

19. júní - 19.06.1963, Síða 11
fósturforeldrar hafa oft fengið þung áföll, þegar fósturbörn hafa skyndilega verið rifin af þeim af ýmsum ástæðum, sem oft hafa átt lítið skylt við velferð barnanna. Löggjafinn hefur reyndar á seinni árum tryggt rétt fósturforeldra að nokkru, en það tekur nokkurn tíma að ávinna slíkan rétt, og eðlilega vilja flestir heldur fá svo dýran fjár- sjóð til eignar, en að láni, ef þeir á annað borð taka að sér uppeldi barns. Heyrt hef ég því haldið fram, að ættleiðingar rugluðu ættartölur og mundu þegar fram í sækti valda sifjaspellum, systkin mundu giftast og þar fram eftir götum. Sjálfsagt er að hafa allar skýrsl- ur í lagi við ættleiðingar og bókfæra eftir því sem unnt er uppruna barnsins, enda veit ég ekki bet- ur en að svo sé gert. En um feðranir barna hefur víst ævinlega oltið á ýmsu hér á landi, og fjöl- margir taldir rangt feðraðir bæði fyrr og síðar, sbr. tilsvar prestssonarins: „Eru þá allar ungar stúlkur í Skagafirði systur mínar“? Eg býst meira að segja við, að mikið minna sé um rangfeðranir nú en áður var, bæði af því að ekki er tekið eins hart á barneignum utan hjónabands og þær varða ekki embættis- eða álitsmissi. K.R.F.Í. hefur frá upphafi barist fyrir því, að mæður óskilgetinna barna hefðu öll umráð yfir börnunum, enda þótt meðlag væri greitt af föð- urnum. Það er áreiðanlega verk félagsins að þetta ákvæði komst inn í sifjalöggjöfina frá 1921 og það hefur létt sálarstríð ótaldra mæðra og gefið þeim öryggi, sem þær gátu ekki eignast á annan hátt. Sjálfsagt má misnota þennan laga- staf eins og allt annað og dæmi eru til að gert hefur verið, en grundvallaratriðum má ekki hagga. Móðirin er líklegri til þess að taka sínar ákvarðanir um barnið af tilliti til velferðar þess, eins og það kemur henni fyrir sjónir, heldur en faðirinn, sem of oft vill fyrst og fremst losna við meðlagsskyldu. Að hinu leytinu er sjálfsagt að endurskoðuð séu lögin um ættleiðingar og reynt að gæta sem mestrar sanngirni í allar áttir. Þetta er sjálfsagt aðkallandi, enda nú orðið fengin svo mikil reynsla um einstök tilfelli í þessu sambandi, að það ætti að vera hægt fyrir löggjafann að gera sér grein fyrir að hverju ber að stefna og hvað að varast. Þorkell Kristjánsson full- trúi Barnaverndarnefndar Reykjavíkur svarar þeim spurningum, er til hans var beint, þannig: 1. Eru mál varðandi ættleiðingar algeng hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Svar: Barnaverndarnefnd varð aðili að ættleið- ingum frá 1947 og ættleiðingar eru taldar sérstak- lega í skýrslum nefndarinnar frá 1950. Hefur þeim farið fjölgandi eins og sjá má á eftirfarandi yfir- liti. Ár rjöldi Meðalfjöldi (bæði ár mcðt.) ættleiðinga á ári 1950—1954 137 27,4 1955—1959 189 37,8 1960—1961 82 41,0 Á árinu 1962 mælti nefndin með 35 ættleiðing- um. I 14 þessara tilfella var um ættleiðingar stjúpbarna að ræða. Þá bárust, auk þessa, 5 ætt- leiðingabeiðnir, sem ekki var talið fært að mæla með. Þess skal getið að barnaverndarnefnd hefur að- eins verið beðin um ráðstöfun á 2 börnum 1962, en hinum hefur verið ráðstafað á mjög handahófs- kenndan hátt af ýmsum aðilum, þannig að vinkona hefur þekkt aðra stúlku, sem þekkir „agalega flott“ og góð hjón, er ekkert barn eiga og langar til að fá barn gefins. Þessi börn eru flutt á heim- ilin án þess að heimilin séu athuguð áður og e.t.v. eru börnin búin að dvelja þar nokkurn tíma áður en beðið er um meðmæli nefndarinnar. Þar sem mörg þessara heimila líta sæmilega út og börnin búin að dvelja á heimilinu, þykir hart að gengið að taka börnin af þeim aftur og því mælt með ættleiðingunni, þó að barnaverndarnefnd hafi tugi heimila á biðlista á skrifstofu sinni, sem eru miklu hæfari til þess að veita börnum uppeldi. 2. Hvert er hlutverk barnaverndarnefndar í þeini málum? — Hefur nefndin úrslitavaldið, er ekki yfirleitt farið eftir tillögum liennar? 19. JÚNÍ 9

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.