19. júní


19. júní - 19.06.1963, Page 12

19. júní - 19.06.1963, Page 12
Svar: í lögum um vernd barna og ungmenna nr. 29 9. apríl 1947. 32. gr. segir: „Áður en ættleið- ing er veitt, skal ráðherra leita umsagnar barna- verndarnefndar“. Hlutverk barnaverndarnefndar er að meta hæfni kjörforeldra til barnauppeldis, er því leitað allra fáanlegra upplýsinga um þá, saka- vottorð athugað og annar fyrri ferill. Ekki tel ég, að ráðherra sé skylt að fara eftir umsögn nefndar- innar, en þó tel1 ég að eftir henni sé farið. Fyrir 1947 þurfti aðeins meðmæli sóknarprests. 3. Er nefndinni skylt að fylgjast með líðan bam- anna eftir að ættleiðingin hefur farið fram og ef svo er, hve lengi? Svar: Þar sem nefndin mælir ekki með nema hæfum heimilum til ættleiðinga, er ekki fast eftirlit með þeim, en persónulega hef ég reynt að fylgjast með þeim og er mér ekki kunnugt um nein ákvæði um þetta. Hins vegar er haft eftirlit með öllum þeim börnum, sem barnaverndarnefnd kemur fyrir í fóstur til' lengri tíma, allt að 16 ára aldurs. Á árinu 1962 kom nefndin í fóstur 9 börnum, þar sem vonlaust þótti, að aðstandend- ur gætu annast þau á viðunandi hátt. Á sl. tíu árum (1952—1961) hefur nefndin komið samtals 82 börnum í fóstur á einkaheimili, eða til jafn- aðar um 8 börnum á ári. 4. Vitið þér til, að kjörbömum hafi verið skilað aftur? — Væri skylt að leita álits barnaverndar- nefndar í slíkum tilfellum? Svar: Mér er ekki kunnugt um að ættleiddum börnum hafi verið skilað aftur, en hafi slíkt kom- ið fyrir, hefur okkur ekki verið tilkynnt um það. Aftur á móti hefur fósturbörnum verið skilað aft- ur af ýmsum ástæðum. 5. Eru nokkrar sérstakar hömlur á því, að er- lendir ríkisborgarar geti ættleitt íslenzk börn? Svar: Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur ekki um langan tíma mælt með ættleiðingum til' erlendra ríkisborgara, nema þá þeirra sem hafa verið búsettir hér um lengri tíma. Til hermanna hefur nefndin ekki mælt mð ættleiðingum, nema þegar konan hefur verið íslenzk og augljóst þætti að það væri barninu fyrir beztu að fylgja móður sinni. ★ Sigurður Olason hæstaréttarlögm. svarar spurn- ingum um ýms lögfræðileg atriði: 1. Getur ógift móðir, sem ekki er lögráða, tekið á eindæmi ákvarðanir um að láta ættleiða barn sitt (þ.e. án vitundar og vilja foreldra eða for- ráðamanna) ? Svar: Samkvæmt lögum virðist ólögráða stúlka mega ættleiða barn sitt án vitund- ar og vilja foreldra en í reyndinni myndi ráðuneyt- ið þó varla samþykkja slíka ættleiðingu. 2. Er skriflegt loforð móður varðandi ætt- leiðingu ófædds barns hennar bindandi, þótt hún skipti um skoðun eftir fæðingu barnsins? Svar: Slíkt loforð myndi ekki verða talið gild- andi nema eftirfarandi samþykki kæmi til, í ein- hverri mynd. 3. Eru nokkrir möguleikar á því að ógilda ættleiðingu eftir stuttan (vissan) tíma, ef aðstæður móðurinnar breytast, svo sem ef hún giftist föður barnsins? Svar: Mikil vandkvæði eru á slíku, og myndu síðari breytingar á högum móðurinnar út af fyrir sig litla þýðingu hafa í því sambandi. 4. getur ættleiðandi fengið ættleiðingu ó- gilda og skilað bami aftur? Svar: Ættleiðandi getur þetta, ef aðstæður breyt- ast, svo sem ef barnið reynist háð siðferðislegum vanköntum, að ráði. 5. Eru fyrirmæli um það í Iögum, að raunveru- legur uppruni bams, sem er ættleitt, skuli skráð- ur í opinber skjöl? Svar: Engin bein fyrirmæli munu vera um þetta. Eftir að ættleiðing er hins vegar komin í kring munu kynforeldrar yfirleitt ekki gefnir upp í opin- berum skjölum, svo sem skírnarvottorðum. 6. sp a) Getur móðir ráðstafað barni án vitund- ar föður, sem greitt hefir með barninu, eða jafn- vel gegn vilja hans? b) Hefir faðir óskilgetins barns forgangsrétt til að taka barnið að sér, sé hann fær um það að dómi þeirra, sem til eru kvaddir, ef móðirin hef- ir ákveðið að láta það frá sér? c) Hver er réttur föður skilgetinna barna, ef hjónin hafa skilið samvistum og börnin fylgt móð- urinni? Svar: a) Samkv. lögum á móðirin ekki að geta gert þetta, án vitundar föðurins. Hins vegar er ráðuneytinu ekki skylt að fara að vilja barnsföð- ur, þótt hann setti sig á móti ættleiðingu. b) Þetta er vafamál að núgildandi lögum, en 10 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.