19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 13

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 13
væntanlega kæmi þó til greina „lögjöfnun“ frá hliðstæðum ákvæðum lögræðisl'aga um forræði óskilgetinna barna. Sjálfsagt væri að setja skýr- ari ákvæði hér um, þannig að faðirinn hafi „for- gangsrétt“ til barnsins, ef móðirin hyggst láta barnið til vandalausra. c) Sami réttur og barnsfeður hafa annars, þegar um óskilgetin börn er að ræða. Hér þyrfti þó að setja skýrari ákvæði og tilskilja föðurnum frekari rétt en nú er, ef hann sýnir vilja og getu til að sinna barninu og uppeldi þess. 7. Er sá möguleiki fyrir hendi, að sama barn- ið verði ættleitt oftar en einu sinni? 7. Þessi möguleiki mun vera fyrir hendi. 8. Eru til nokkur lög mn fóstur og fóstur- börn? Svar: Lög um þetta eru engin til, en ástæða væri að athuga um slíka lagasetningu, m.a. vegna fósturforeldra. 9. Eru nokkur ákvæði til um það, hvort ætt- leiða megi íslenzk börn til erlendra ríkisborgara og flytja þau úr landi? Svar: Engin sérákvæði gilda, þótt ættleiða eigi barn úr landi, en í reynd yrði slíkt þá væntanlega talið vandkvæðum bundið, t.d. má ætla að barna- verndarnefndir yrðu tregari til að veita samþykki sitt eða meðmæli nema þá helzt, ef barnið á að fylgja foreldri til útlanda og ættleiðing sé fyrir- huguð til1 (nýs) maka. Hér munu ættleiðingaryfir- völdin þurfa að vera vel á verði. 10. Eru nokkur fleiri atriði, sem þér teljið ástæðu til að taka sérstaklega fram um ættleið- ingar? Svar. Full ástæða væri til að endurskoða gildandi löggjöf, m.a. í þeirri veru að takmarka veitingu ættleiðingaleyfa meira en verið hefir. Aðalregl- an á að vera sú, að börn fylgi foreldrum sínum eða foreldri. Allt of lítið er gert að því, að rann- saka í hverju tilfelli, hvers vegna verið er að sækja um ættleiðingu. Sjálfsagt væri að athuga jafnan hagi móðurinnar, þar eð víst er að oft er um hreint vonleysisástand að ræða eða að móðirin gerir sér ekki grein fyrir, hvað hún er að fara. Ekki er heldur einhlítt að fara eftir því sem „ætla má að barninu sé fyrir beztu“, þó að það láti vel í eyr- um, þar sem sjaldnast er á neinu föstu að byggja í því efni, og í reyndinni eingöngu litið á ytri að- stæður, svo sem efnahag og þvílíkt. Auka þarf rétt barnsföður, frá því sem nú er, sérstaklega í sambandi við ættleiðingu á barni hans og fráskilinnar konu hans. Til þess að búa betur um þessa hnúta væri e.t.v. réttast að ættleiðing færi einungis fram eftir dóms- úrskurði, á svipaðan hátt og í sumum tilfellum samkvæmt lögræðislögum. Ekki svo að skilja, að dómsmálaráðuneytinu sé ekki út af fyrir sig fylli- lega trúandi til þess að fara með þessi mál fram- vegis, eins og hingað til. Hins vegar leiðir það af dómsmeðferð slíkra mála að þau verða rann- sökuð meira frá báðum hliðum, einnig yrði þá möguleiki til leiðréttingar með áfrýjun, ef að um mistök reyndist hafa verið að ræða. Er þessi hátt- ur á hafður sums staðar erlendis. Dr. Símon Jóh. Agústsson vsarar spurningum blaðsins á þessa leið: 1. Er eðlilegt að ætla, að móðir að fyrsta barni geri sér fulla grein fyrir því, hvað felst í ættleiðingu? Það fer meðal annars eftir greind hennar, menntun og aldri. Ef hún er mjög ung, má yfirleitt ætla, að hún geri sér þessa varla nægilega grein af sjálfs- dáðum, og verður ættleiðingarmiðlarinn (þ.e. sá, sem hefur milligöngu um ættleiðingu) ávallt að veita henni leiðbeiningar um þetta atriði og ganga úr skugga um, að henni sé Ijóst, hvað í því felst, að hún láti barn sitt til ættleiðingar. Með ættleið- ingunni eru öll tengsl hennar við barnið algerlega slitin, hún getur aldrei framar tekið það í umsjá sína. Hversu mjög sem hagir hennar kunna að breytast seinna til batnaðar, þótt hún jafnvel gift- ist síðar barnsföður sínum og eignist gott heim- ili, er ættleiðingin allt um það óriftanleg. Þótt hún komist seinna að raun um það, að hún geti ekki átt fleiri börn, þótt hún fái síðar ríka löngun til þess að kynnast barninu, er jafnvel yfirleitt fyr- ir það girt, nema þegar ættmenni eða vinafólk ættleiðir það. Þetta verður hver móðir að gera sér ljóst, áð- ur en hún lætur barn sitt til ættleiðingar. Ætt- leiðing má heita óriftanleg, þar er ekki um neina bráðabirgðaráðstöfun á barninu að ræða. Fyrsta skylda þeirra, sem hafa milligöngu um ættleiðingu, er að kanna möguleika á því, hvort unnt er að 19. JÚNÍ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.