19. júní - 19.06.1963, Síða 16
ÞAÐ SEM VERÐUR
Langur, hvítmálaður gangur, tölusettar dyr til
hægri og vinstri, sótthreinsunarlykt, nýþvegin
gólf. Elliheimili. Hér er ekkert sérlega gaman að
vinna og gangastúlkan Guðrún, sem er býsna skýr,
hugsar stundum, að ekki muni heldur vera gam-
an að búa hér.
Það gera þó margir, ýmist gamlir, lamaðir eða
vankaðir, eða þetta allt til samans. Sumir virðast
una sér ágætlega, aðrir gráta og barma sér, en
það mundu þeir nú líka gera annars staðar.
Sumt af gamla fólkinu er líka bráðskemmtilegt.
Til dæmis hún Helga gamla á stofu 8. Sú grætur
nú ekki. Prjónar sokka og gerir að gamni sínu
allan guðslangan daginn.
Guðrún kann ævisöguna hennar Helgu. Hana
kunna raunar allir á þessum gangi. Hún hafði ung
gifst þessum ágætis manni, honum Katli smiði. Það
skyggði að vísu á hamingjuna, að þau voru barn-
laus fyrstu 15 árin og löngu úrkula vonar um, að
úr því mætti rætast.
Því meiri var gleði þeirra, þegar þeim fæddist
sonur, stór og giftusamlegur drengur. En ári seinna
kom sorgin. Þá var Ketill borinn af vinnustað
beint á sjúkrahús, limlestur eftir bjálka. Þarna
hafði Helga setið hjá honum og beðið guð um hið
ómögulega. „Og allt í einu“, hafði hún sagt Guð-
rúnu, „allt í einu leit hann á mig og sagði. „Þú ger-
ir mann úr honum Nonna litla. Efnið er í honum“.
Hann sagði ekki fleiri orðin í þessu lífi“. Guðrún
hafði tárast við þessa sögu, en gamla konan brosti
bara angurvært og bætt við. „Já, víst var efnið
í honum Nonna. Og það sem verður að vera,
viljugur skal hver bera“. Síðan fór hún fljótt
yfir sögu, fulla af fiskvaski, skúringum og þvotti.
AÐ VERA
Hún nefndi aldrei kuldabólguna, sem hún fékk í
vaskinu, eða sinaskeiðabólguna, sem fylgdi hrein-
gerningunum úti í bæ. Hver hafði gaman af að
heyra um slíkt?
Nonna gekk vel í skólanum, hann var vel klædd-
ur og vinsæll meðal félaganna. Hann fór í Mennta-
skóla, lærði latínu og geometríu, „finnst þér ég
ekki muna nöfnin á þessu, Guðrún litla?“ og
hann tók ágætt stúdentspróf. „Þann dag sá ég
ekki eftir því, sem ég hafði lagt af mörkum, máttu
trúa. Eg óskaði þess alltaf að hann yrði prestur,
en nú vildi hann læra verkfræði. Og auðvitað
réði hann því, þó að sárt væri að sjá af honum
út fyrir pollinn.
En hann fékk góða styrki og ég gerði hvað ég
gat. Þetta hafðist aíit. Hann hafði efnið í sér
hann Jón Ketilsson. Ójá, það held ég. Og svo kom
hann heim með stúlku, danska prestsdóttur. Hún
var falleg hún Agnes og er enn. Þú hefur séð
hana“.,
„Já, hún er glæsileg“, segir Guðrún.
„Og það sem mest er um vert, er hún
svo góð manneskja“, segir Helga. Þetta sam-
þykkja allir. En Helga minnist aldrei á
angistina sem greip hana, þegar þessi fallega
tengdadóttir stóð í fyrsta sinn í litla eldhúsinu
hennar og leit með vanþóknun og furðu á fátæk-
lega innanstokksmunina. Maður verður að sleppa
því, sem skemmir söguna. Sleppa því.
„Já og svo fékk hann Nonni þessa ágætu vinnu
og ári seinna fæddust tvíburarnir. Og þeim fannst
ófært, að ég væri í vaskinu lengur eða í gömlu
kytrunum. Þau tóku mig heim til sín og þar fékk
ég þetta indælis herbergi“.
Hún nefndi það ekki, að þetta var skömmu eft-
ir fæðingu barnanna, sem sonur hennar hafði
komið og beðið hana að flytja til þeirra.
„011 þessi vinna er Agnesi ofraun. Þvottarnir
14
19. JÚNÍ