19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1963, Qupperneq 17

19. júní - 19.06.1963, Qupperneq 17
eyðileggja líka hendurnar á henni. Ég held, mamma mín, að geymslan niðri geti orðið ágætt herbergi handa þér, ef við málum hana“. Allir á ganginum hafa margsinnis hrifist af um- hyggju sonarins, og fólkið segir hvað við annað, að sannarlega launi ekki öll börn foreldrum sín- um svona vel. Þá ljómar Helga og segir, að hann Nonni hafi nú alltaf verið svo sérstakur. Og svo heldur sagan áfram. „Börnin urðu fleiri og það má nú segja, að þarna fylgdi blessun barni hverju. Þau fluttu í stórt nýtt hús og ég með. Og þar var ég svo hjá þeim, blessuðum þangað til ég bilaðist í mjöðm- inni. Þá tók ég það í mig að fara. Akvað það sjálf og réði því. Það held ég. Ójá. En þau hafa ekki gleymt mér, eins og þið vitið, koma alltaf annað veifið, sækja mig margan sunnudaginn og allar stórhátíðar.“ Og þetta samþykkja allir, þetta hafa þeir séð. Þess er ekki getið, enda veit það enginn nema Helga, að þegar hún lá í mjaðmargigtinni kom hún litla Helga einu sinni sem oftar að rúminu hennar og sagði döpur í bragði: „Amma mín, ferð þú bráðum á elliheimili?“ „Því heldur þú það, barnið mitt?“ hafði hún spurt. „Hún mamma sagði það áðan“, hafði telp- an þá sagt. Það var ekki meira, en um kvöldið sagði hún við hann Nonna, að nú hefði hún verið að hugsa sitthvað í dag og ákveðið að fara á elli- heimili. Nonni hafði orðið undrandi og þunglegur á svipinn, hann mótmælti ofurlítið, en hálfum mánuði seinna fylgdu þau henni hingað hjónin og Agnes grét ofurlítið, þegar hún kvaddi. Sjálf táraðist hún ekki. Enginn hafði séð hana gráta. Vinnukona flutti í herbergið hennar og hjónin komu oft í heimsókn, börnin líka. Þetta var vel klætt fólk, glæsilegt ásýndum og starfsfólk og vistfólk þekktu vel fólkið hennar Helgu. Næsti kafli þessarar sögu og jafnframt síðasti hefst svo eitt kvöldið, er Guðrún mætir einmitt Jóni Ketilssyni, vörpulegum manni í klæðskera- saumuðum frakka, og sem hann gengur fram hjá henni brosir hann, ber hönd að hattinum og býður gott kvöld. Og Guðrún brosir líka, því að hér brosa allir til sonar hennar Helgu. Þetta bros var þó aðeins á vörum verkfræð- ingsins. í raun og veru var hann hræddur. Hrædd- ur við að segja móður sinni, að um mánaðamótin ÉG VISSI NAUMAST AF ÞVÍ Eg vissi naumast aj pvi, að komið vœri kvöld. — Keppni min við dagsverkið mun að pessu völd. Eg tóli naumast eftir pví, að sólin vœri að síga, — i sccdjúp að siga. Ég vissi naumast af pvi — er hár mitt orðið hvitt? Ég hefi máski gleymt — var pað eitt sinn dökkt og sítt? Ég tók naumast eftir pví, er pyngra varð mér sporið, — svo pungt. sérhvert sporið. Hve Ijúft er, að hafgolan leikur mér um kinn. Nú liður bráðum að pvi, að vængina ég finn og hverfi úr augsýn þangað, er sólin sezt ei framar; — sezt aldrei framar. Jakobína Johnson, Seattle, Washington. færi hann til Kanada með fjölskylduna til að vinna þar við virkjunarframkvæmdir. Stundum var það hreinlega óréttlátt að vera einbirni. Hefði hann nú átt systkini til að líta til með þeirri gömlu þessi tvö ár, sem verkið myndi taka. En því var ekki að heilsa. Hálftíma seinna gengur hann aftur fram gang- inn. Nú var brosið ósvikið og í gleði sinni kveður hann Guðrúnu með handabandi, er þau hittast frammi. Hann er raunar svo glaður, að hann er nærri búinn að kyssa hana. Blessuð gamla mamma. Enginn var eins og hún. Hún hafði brosað og fyllst eldlegum áhuga. Auðvitað gæti hann ekki sleppt svona tækifæri. Hann skyldi svei mér ekki hafa áhyggjur af henni. Tvö ár eru svo sem engin eilífð. Hann myndi skrifa og börnin líka. Það yrði gaman að fá svona mörg bréf frá Ameríku. En þegar Guðrún kemur inn með vatnsglasið hennar Helgu, bregður henni í brún. Gamla kon- an situr í hnipri á stólnum, rauðeygð og með vot- ar kinnar. Hún Helga er þó ekki að gráta? En þá lítur hún upp og eins konar bros, næstum gremju- legt, breiðist yfir hrukkótt andlitið og hún segir næstum reiðilega: „Ja, hérna, Guðrún mín. Held- urðu ekki að ég hafi rekið stafinn minn beint hérna ofan á líkþornið mitt“. Ragnheiður Sveinbiörnsdóttir. 19. JÚNÍ 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.