19. júní


19. júní - 19.06.1963, Page 19

19. júní - 19.06.1963, Page 19
Gamalt eldhús. þá eins sjálfsögð og ómissandi og aðkeyptu þægind- in þykja nú. Þegar litið var inn í hlóðahús, sem var vel búið áhöldum, að þeirra tíma kröfum, blasti fyrst við augum gegnt inngöngudyrum fyrir stafni hússins, hlúðastæðið, tvennar og jafnvel þrennar hlóðir, með öllum sínum frumstæða og einfalda útbúnaði, sem var oftast með svipuðu sniði. Það sem mest bar á, þegar inn var gengið, var hórinn, sem hékk niður úr ræfrinu miðju, eða niður úr strompinum. Nú er hórinn orðinn sjaldséður mun- ur, svo að unglingar hafa fæstir séð hó. Vegna þeirra ætla ég að lýsa honum. Þessi þarfi og virðu- legi þjónn, var mjög rammbyggilegur að smíð, enda átti hann að bera uppi mikinn þunga oft og tíðum, og vera fær um að þola frost og funa um langan aldur. Vandaður viðarbútur var höggv- inn til og gerður ferkantaður. Hann var svo járn- varinn að mestu a.m.k. á hornum og endum, eink- um efst og neðst. Á miðjum trébútnum voru göt, sem ætluð voru til að stytta hann og lengja eða færa ketilinn upp og niður eftir vild og velþókn- un eldakonunnar. Við járnið var svo tengd festi með járngaddi, sem stungið var í götin, þegar átti að færa hóinn til. Við enda hans voru tengdir rammgerðir járnkrókar. Á öðrum króknum hékk hann í ræfrinu en hinn var ætlaður til að hengja á ketil eða pott. Væri pottur hengdur á hóinn, þurfti að smeygja járnhöldu í potteyrun og var hún víða við hendina, þar sem hórinn var notaður á annað borð. Það gat verið töluvert ævintýra- leg sjón að sjá inn í hlóðaeldhús, þar sem þrír eld- ar brunnu, aðal'eldurinn undir potti, sem hengdur var á hóinn, og smærri eldar til beggja handa. En það var ekki nema við hátíðlegustu tækifæri, sem svo mikið var um að vera, einkum ef stórveizla var í aðsigi eða við frammistöðu í fjölmennum veizlum. — Þetta er nú útbúnaður sá, sem fyrst blasti við augum, fyrir stafni eldhússins. Væri svo farið að líta upp í ræfrið, mátti sjá þar sitt af hverju, sem ekki var gott að gizka á hvað vera myndi. Innan til í rótinni héngu kjötkrof, ganglim- ir, bringukollar, magálar og stórgripatungur í bréf- 19. JÚNÍ 17

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.