19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 24
hverjum aflögufærum bónda falin allt að árlöng
fyrirsjá eins eða fleiri manneldisómaga, sem svo
voru nefndir þá. Og enn var þeim ætluð för um
hreppinn. Þetta hlutskipti aldraðs fólks og ann-
arra, sem lítils máttu sín í þá daga, lítur hryggi-
lega út í okkar augum, en aðstæður voru aðrar
á þessum tímum og þjóðin fátæk. Gat fyrirbæri
þetta valdið stórkostlegum vandamálum, því að
göngumenn urðu oft ekki aðeins þeir, sem gaml-
ir voru og lasburða, heldur gátu heilar sveitir
flosnað upp og farið á vergang, ef hart var í ári.
Reynt var á 17. öld að banna húsgang að við-
lögðum refsingum, og þeim hörðum, ef um var
að ræða vinnufæra menn. Lasburða og fátæku
fólki var þó almennt leyft flakk innan sýslu, en
skyldi hafa vitnisburð sóknarprests og hrepp-
stjóra.
I opnu bréfi frá 10. marz 1784 er lagt algert
bann við flakki, nema til kæmi leyfi og vegabréf
sýslumanns. Var þetta bann endurnýjað 1834
með fátækratilskipun, en það var ekki fyrr en
1905, að þetta fyrirbæri í íslenzkri löggjöf varð
alveg úr sögunni.
Lagaskylda ættingja til framfærslu fór einnig
smám saman að takmarkast. I fátækratilskipun-
inni frá 1834 var ákveðið, að foreldrum og böm-
um skyldi að vísu skylt að framfæra hvert ann-
að, en hins vegar ekki firnari ættingjum. Þessi
minnkaða framfærsluskylda ættingja kallaði á aðr-
ar ráðstafanir.
Með lögum nr. 29 frá 1890 var ákveðin stofnun
ellistyrktarsjóða, og lög voru sett um almennan
ellistyrk árið 1909. Síðar tóku við lög um al-
þýðutryggingar 1936. Úr því hafa ellitryggingar
aukizt stig af stigi, unz náð er þeim almenna elli-
lífeyri, sem, aldrað fólk nýtur nú með hinum víð-
tæku almannatryggingum.
Á okkar dögum er litið á aldrað fólk sem nýta
þjóðfélagsborgara, sem hefur laun fyrir það starf,
sem það hefur unnið í þágu þjóðfélagsins. Nú fær
aldrað fólk 1515 kr. í lífeyri á mánuði, og hækk-
un, ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi.
í dag horfa vandamál aldraðra við á annan veg
en áður. Nú eldist fólk betur en áður var, heldur
lengur starfsþreki. Þótt mannsævin hafi ekki lengst
í þeim skilningi, að elztu menn nú verði eldri
en elztu menn áður, geta þó fleiri búizt við langri
ævi á okkar dögum en á dögum langömmu okk-
ar og langafa. Hér vega þó nokkuð á móti menn-
ingar- eða hraðasjúkdómar, sem oft verða mönn-
um nú ungum að aldurtila. Það fer ekki einasta
stækkandi sá hópur, sem kemst á efstu ár. Um
miðja síðustu öld var meðalævi karlmanns á Is-
landi 31,8 ár, en konu 38,7 ár. Hundrað árum síð-
ar var meðalaldurinn kominn yfir 60 ár. Á þessu
sama tímabili jókst langlífi þeirra íslendinga, sem
komust yfir 60 ára aldur, um fjögur ár að meðal-
tali. Árið 1960 voru átta af hverjum 100 íslend-
ingum yfir 65 ára, en 1980 verður sá hópur til-
tölulega ennþá stærri. Má búast við, að þá verði
15 hverra 100 íslendinga yfir 65 ára að aldri.
Svipuð er þróunin meðal annarra þjóða, sem
búa við líka menningu og við. Fyrir einum ára-
tug var t.d. á það bent í Danmörku, að þá hefði
komið í hlut hverra 6 manna á fullum starfsaldri,
eða 20—64 ára, að sjá fyrir einu gamalmenni, en
að liðnum einum mannsaldri yrðu aðeins 3 eða
4 til að sjá um hvert gamalmenni í þjóðfélaginu.
Um er að ræða vandamál, sem skapazt hefur af
velmegun og menningu nútímans. Vandinn kemur
ekki sízt fram í því, að gera þarf hinu aldraða fólki
kleift að njóta þeirrar hamingju, sem felst í því
að fullnægja starfsviljanum án þess að þrekinu
sé misboðið. Á þessum vanda bar síður fyrr á
tímum, þegar aldrað fólk dvaldist á heimilum, sem
hvert um sig var eins og smáríki með svo mörg-
um og margvíslegum verkefnum, að þar gat hver
starfsfús hönd haft þarft verk að vinna og við
sitt hæfi. Tóvinna og slíkt gat vel hæft hinu aldr-
aða fólki og leysti líka úr brýnum þörfum heim-
ilisins. Ometanlegt athvarf áttu líka börn þess-
ara heimila hjá hinu gamla fólki, sem talaði við
þau og sagði sögur, þegar aðrir gáfu sér ekki
tíma til þess frá dagsins önn .
Þeir sem höfðu starfsvilja og nokkurt starfs-
þrek, þurftu því ekki að vera haldnir því hugar-
víli, sem stundum hrjáir aldrað fólk, hryggð yf-
ir eigin hrörnun, áhyggjur af að vera engum til
gagns og öllum til byrði, beiskju yfir „gamals
þegns gengisleysi“, eins og Egill sagði. Slíkt er
jafnömurlegt og hitt er ánægjulegt og lærdómsríkt
að fylgjast með lífi aldraðs fólks, sem starfar
og hugsar af gleði og áhuga, unz yfir lýkur. í
hversdagsstarfi þessa fólks og kannski nálsporum
og prjónuðum lykkjum kemur fram reisn og
æðruleysi líkt því sem Marteinn Lúther sýndi
með þessum orðum: „Þótt ég vissi að heimurinn
færist á morgun, myndi ég gróðursetja tré í garð-
inn minn í kvöld“. Þetta vitra gamla fólk er að
gróðursetja tré í garðinn sinn af því, að það horf-
22
19. JÚNÍ