19. júní


19. júní - 19.06.1963, Page 25

19. júní - 19.06.1963, Page 25
ist í augu við framvindu lífsins og trúir á tilgang þess. Margir eru svo gerðir, að þá skortir aldrei gimi- leg verkefni, enda er aðalviðfangsefni okkar í dag ekki skortur á verkefnum heldur á aðstöðu aldraðs fólks til að sinna hæfilegu starfi, þótt það sé jafnvel ekki í öðru fólgið en að sinna eigin daglegum þörfum. I þeim ráðstöfunum, sem hið opinbera gerir til aðstoðar öldruðu fólki, gætir vaxandi viðleitni til, að þær aðgerðir lami ekki um leið starfsvilj- ann. Nefna má hér sem dæmi, þegar ákvæði tryggingarlaganna um að miða heimild til töku ellilífeyris við efnahag var úr gildi felld. Alkunna er, að stundum sleppti heilbrigt, aldrað fólk starfi alveg vegna þess, að tekjurnar af því úti- lokuðu ellilífeyrinn. Nú fá hins vegar allir jafnt í ellilífeyri, hinn ríki, bjargálna og snauði. Auk þess hafa fríðindi verið aukin til þeirra, sem fresta töku ellilífeyris fram yfir 67 ára aldur. Stundum er rætt um, að heppilegt gæti verið, bæði þjóð og einstaklingum, að hækka aldurs- hámark opinberra starfsmanna. Til þess gætu bent rannsóknir, sem gerðar voru í Noregi fyrir tveim árum. En á vegum atvinnumálaráðuneytis- ins þar í landi fór fram athugun á starfsgetu og starfsvilja fólks, sem tekið var að nálgast eftir- launaaldur. Þessi athugun var gerð hjá 107 at- vinnufyrirtækjum, sem höfðu um 5000 manns í vinnu og tók til karla eldri en 60 ára og kvenna eldri en 55 ára. Læknisrannsókn fór fram á 685 manns, sem láta áttu af störfum eftir tvö ár eða skemmri tíma. Varð niðurstaðan sú, að 87 af hundraði af þeim gætu haldið áfram starfi, 79 af hundraði fullan starfstíma, en 8 af hundraði við léttari störf eða styttri vinnutíma. Af þessum 685 manns töldu læknarnir, að aðeins 13 af hundr- aði ættu að hætta störfum, er þeir næðu eftir- launaaldri. 26 af hundraði óskuðu að hætta þá, en 70 af hundraði vildu halda áfram, og 4 af hundr- aði óskuðu eftir styttri vinnutíma. Nú vil ég víkja nokkuð að þeim ráðstöfunum, sem gera þyrfti hér á landi í þessum efnum. Nefnd, kjörin af Alþingi hefur gert athugun á þessum málum, og eru niðurstöður henn- ar í samræmi við þau sjónarmið, sem ég hef áður lýst, að lífsorka og hamingja gamals fólks endist bezt með því að búa því skilyrði til að lifa sem lengst starfandi og sjálfstæðu lífi, búa að sínu, meðan heilsa og þrek leyfir, en í sem nánustum tengslum við vandamenn sína og það umhverfi og andrúmsloft, sem það hefur vanizt. Gera mætti flokkun á öldruðu fólki, byggða á þessum sjónar- miðum, á þennan hátt: 1) aldrað fólk með fulla starfsgetu, 2) þeir sem hafa orku til að starfa hluta úr degi, 3) þeir sem hafa litla starfsgetu og þurfa sérstök vinnuskilyrði, 4) þeir sem enga starfsgetu hafa um fram það að geta annazt eigin daglegar þarfir sjálfir eða með aðstoð vandamanna, 5) þeir sem þurfa sérstaka hjúkrun vegna líkamlegs eða andlegs ástands. Um fjóra fyrstu flokkana er það að segja, að þeir eiga sameigin- legt, að þeir geta hagnýtt sér allar ráðstafanir, sem gerðar yrðu til að aðstoða aldrað fólk, sem dvelst utan vistheimila. Með því nýtur þjóðfélag- ið starfsorku þess í því, að ekki þarf að annast það á sérstofnunum. Til aðstoðar þessu fólki ætti að gera eftirfarandi ráðstafanir: Aðstoða það við útvegun hentugs húsnæðis, ef þörf krefur, út- vega því hjálparfólk til ræstinga, sendiferða o.s. frv., sjá fyrir vinnumiðlun eða milligöngu um að útvega þeim, er þess æskja, starf við sitt hæfi, koma á starfsleiðbeiningum um, hvaða starf hæfa þeim, er starfs óska, og vinnulækningum og end- urhæfingu. Með þessum ráðstöfunum er stefnt að því, að aðeins þeir, sem nefndir voru í 5. flokki það er að segja þeir, sem þurfa sérstaka hjúkrun vegna líkamlegs eða andlegs ástands, hafi þörf fyrir hælisvist. Æskilegt væri að lögfesta stofnun sérstaks sjóðs, er geri fólki yfir 67 ára aldur fjárhagslega léttara að búa í þægilegu húsnæði, svo lengi kostur er annarra hluta vegna. Um ráðstöfun á slíkum íbúðum, sem fyrst og fremst væru ætlaðar öldruðu fólki, kæmi til greina sala á íbúðinni. Væri þá kaupandanum kostur meðal annars á láni með hagstæðum kjörum. Einnig kæmi til greina leiga á íbúðinni, eða samningur um lífstíðar íbúðarrétt gegn ákveðinni stofn- greiðslu, t.d. 10—15% af byggingarkostnaði, en síðan mánaðargreiðslum. Slíkir samningar gætu verið mjög æskilegir, þar sem svo stæði á, að sami aðilinn gæti einnig látið í té ýmsa þjónustu með húsnæðinu. Þá hefur verið bent á, að þörf væri á starfrækslu sérstakrar heimilishjálpar fyr- ir aldrað fólk, en margt af því leitar fyrr eftir vist á dvalarheimili en því sjálfu þykir æskilegt vegna þess, að ógerlegt reynist að fá nokkra að- stoð við heimilisstörf, eins og t.d. ræstingu, sendi- ferðir eða matreiðslu. Víða erlendis skipuleggja bæjar- og sveitarfélög slíka heimilisaðstoð, á öðr- 19. JÚNÍ 23

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.