19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1963, Qupperneq 27

19. júní - 19.06.1963, Qupperneq 27
Frú Teresía Guðmundsson, veðurstofustjóri, er m það bil að hætta störfum við veðurþjónustu á íslandi eftir 33 ár, þar af 17 ár sem forstöðumað- ur Veðurstofu Islands. Hafa ekki margar konur unnið jafn mikið starf í íslenzku embætti sem þessi norska kona, er hér eyddi sínum beztu starfsárum og lét nýtt föðurland njóta menntun- ar sinnar og starfskrafta. Teresía kom til Islands árið 1928 og byrjaði að vinna á Veðurstofunni nokkrum dögum eftir að hún steig á land. Eiginmaður hennar, Barði Guð- mundsson, hafði farið á undan fjölskyldu sinni heim og kenndi í Menntaskólanum í Reykjavík. Teresía varð eftir í Noregi með börn þeirra tvö og hafði beðið hann um að svipast um eftir starfi handa sér t.d. við efnarannsóknir, því ekki hvarfl- aði að henni annað en finna sér verkefni í nýju landi. Hún var þá búin að taka háskólapróf í stærðfræði, efnafræði og stjórnufræði og hafði lesið eðlisfræði við Oslóarháskóla í þeim tilgangi að gerast menntaskólakennari. En svo hafði hún gifst þessum unga íslenzka menntamanni og átti nú tvö ung börn, dreng og stúlku. Áður en hún færi til íslands, ætlaði hún að dvelja fram yfir jól með börnin heima í Kristiansand, þar sem faðir hennar, Ingebert And, var yfirkennari við Kennaraskólann. En þá kom einn góðan veður- dag í október skeyti. Eiginmaður hennar hafði frétt, að starf væri laust á veðurstofunni í Reykja- vík og ráðið hana þangað umsvifalaust, nú yrði hún að koma undir eins. Teresía hafði reyndar áður látið sér detta í hug VEÐURÞJDNUSTA í 33 ÁR að vinna við veðurþjónustu. Hún hafði sótt um stöðu aðstoðarstúlku á veðurstofunni í Noregi en þótt „óþarflega mikið menntuð í starfið“, að því er henni var sagt. Telur hún, að hefði hún þá fengið kynni af þessari fræðigrein, þá hefði hún senni- lega strax hafið veðurfræðinámið. Og nú var hún komin á veðurstofu, þó seinna væri og í öðru landi. Þar unnu fyrir utan forstjórann, einn veðurfræð- ingur, tveir loftskeytamenn og ein aðstoðarstúlka. Teresía átti að sjá um útgáfu á veðurskýrslum og þess háttar. Við það starfaði hún svo, auk þess sem hún greip í að spá um veður, þegar á þurfti að halda, þar til hún tók við stjórn stofnunarinn- ar. Hún fékk strax áhuga á starfinu og fór að lesa veðurfræði með vinnunni og heimilishaldinu, og árið 1937 skilaði hún tilskildum ritgerðum og tók embættispróf við Oslóarháskóla með veður- fræði sem aðalnámsgrein — fyrsta konan sem það gerði. Tímamót í veðurþjónustu Á þeim tíma sem Teresía hefur verið forstjóri Veðurstofu íslands, hafa veðurþjónusta og veður- vísindi verið í gífurlegri aukningu um allan heim og ekki síður á íslandi en annars staðar. Einkum þandist þetta starfssvið mjög út eftir heimsstyrj- öldina við tilkomu flugsamgangna milli landa. Og um það leyti var Teresía einmitt að taka við stjórn íslenzku veðurstofunnar. Á stríðsárunum hafði herinn séð um veðurspár og veðurþjónustu fyrir millilandaflugið, enda þá mikið um herflug að ræða. En við brottför hans tók Veðurstofa íslands við, og annaðist bæði þjón- ustu við erlendar flugvélar, sem hér komu við og einnig íslenzkt millilandaflug, og hafðar voru vaktir allan sólarhringinn. Þetta krafðist mikils undirbúningsstarfs, sem auðvitað lenti mikið á veðurstofustjóranum. Strax þurfti að fjölga starfs- liði og finna lausn á fjármálahliðinni, sem ekki var létt verk í litlu og fátæku landi. Flugmála- stjóri vann að þessum málum með póst- og síma- málastjóra og veðurstofustjóra. Strax á fyrsta 19. JÚNÍ 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.