19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1963, Qupperneq 30

19. júní - 19.06.1963, Qupperneq 30
yit / œ r ci °9 lifci Erindi úr útvarpsþættinum: „Við sem heima sitjum": Um það leyti, sem vetrardagskráin var að hefj- ast, spurði virðulegur borgari mig með ljúfmann- legu lítillæti, hvort þættir þessir ættu að vera unj nokkuð annað en matargerð, saumaskap og bús- umstang, fyrst þeir væru fyrst og fremst ætlaðir konum. Eg svaraði því til, að ég hefði ekki orðið annars vör en að áhugamál kvenna væru mann- leg vandamál og mannlífið yfirleitt, ekki þröng- ur sérhópur kvenlegra hugðarefna, sem væru ó- skild hugðarefnum karla. Ut frá þeim skilningi hefur verið reynt að velja efni þáttanna, hvernig svo sem það hefur tekizt. Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöðum hefur kveð- ið þetta litla Ijóð: Eg cetlaði að skrafa við skylduna orð það skeður þd loksins nú. „Ég saka þig um minnar sdlar morð. Hverju svarar þú?“ „Er grauturinn soðinn, er bótin bœtt, eru burstaðir allir skór? Eru bónuð gólfin, er brauðið œtt, og fest þessi tala sem fór?“ — Minnar sálar morð, — var ei svara vert. Og svo hef ég ekkert gert. Æði margir sakast við skylduna um sitt sál- armorð í einum eða öðrum skilningi og vissu- lega fóru konur ekki varhluta af því hlutskipti meðan þeim voru lokaðar fl'estar mennta- og starfsleiðir og allt athafnafrelsi þeirra miklu tak- markaðra en karlmanna. Og enn kveður við þenn- an tón og mun lengi gera, því fæstum er líf- Ýmsar broslegar hliðar voru á þessari kosn- ingu. Gömul kona hafði dregið með sér tuttugu dæt- ur og tengdadætur á kjörstað karlmanna. Henni var leiðbeint á réttan kjörstað, en þá kom í ljós, að flest börnin voru undir kosningaaldri. Onnur kona spurði mig, hvort hún mætti ekki kjósa fyrir allar dæturnar sínar, sem ekki voru í borginni. Eg varð að segja henni, að persónuleg návist kjósandans væri óhjákvæmileg. Ein mjög tilfinningarík kona skar sig í fingur- inn, og setti merkið með blóði sínu. Við vorum mjög ánægðar með hvað kvenfélög- in höfðu skipulagt kosninguna fljótt og vel, og fannst það bera vott um að iranskar konur hefðu öðlast félagslegan þroska. Árangurinn varð sem hér segir: Alls kusu 271.179 konur. í Teheran 22.014; í Farshéraði 55.768. Ég sagði frá árangrinum í Fars-héraði vegna þess að þar var kosningaþátttakan mest. Og ég er hreykin af því vegna þess, að fjölskyylda mín er frá Fars, eða eins og Grikkir kölluðu það, Parsa, sem seinna breyttist í Persíu. Fars var aðseturstaður Achaemenid-konung- anna. Cyrus var sá fyrsti, hann stofnaði hið mikla persneska keisaradæmi fyrir 2.500 árum. (Lauslega þýtt úr International Woman’s News.) Safiyeh Firouz, sem skrifaði þessa grein mun vera afkom- andi þessara gömlu konungaætta, að minnsta kosti er hún alltaf kölluð prinsessa. Ég hefi oft hitt hana á alþjóðafundum, og ef við ættum eftir að sjást mundi ég hafa gaman af að segja henni, að um síðustu aldamót mundu flest börn á íslandi hafa kunnað þessa vísu um forföður hennar: Cyrus nefna milding má margra er gætti láða, Persíu allri og Asíá átti yfir að ráða. Sigr. J. Magnússon. 28 19. JÚNÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.