19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 32
ið skyldunámi og kannski starfað í verksmiðju,
í búð, á skrifstofu eða við framreiðslustörf. Ekk-
ert þessara starfa hefur búið hana fremur undir
húsmóðurhlutverkið en bóknámið, nema síður sé.
Ég hef ful'la trú á, að stúdínan eigi auðveldara með
að tileinka sér ýmsar leiðbeiningar um hagnýtt
heimilishald og henni sé ljósara, hvar hún á að
leita sér að ýmsum fróðleik, t.d. varðandi barna-
uppeldi, auk þess sem hún ætti að vera eigin-
manni sínum betri viðræðufélagi um þau vanda-
mál, sem snerta hans verkahring, jafnt og það,
sem snýr að hag heimilisins.
En svo er annað atriði, sem ætti að hvetja all-
ar stúlkur til að afla sér sem mestrar og beztrar
hagnýtrar menntunar. Hjónaband er engin líf-
trygging. Því getur lokið vegna fráfalls eigin-
manns eða vegna skifnaðar. Atvinnuleysi og
heilsubrestur getur oft valdið því, að húsfreyjan
verði að gerast fyrirvinna heimilisins. Þegar
kona stendur andspænis því, að eiga að ala önn
fyrir fjölskyldu sinni af einhverjum ástæðum, þá
finnur hún fljótt hverju máli það skiptir, að hafa
notað æskuárin til einhvers konar menntunar,
sem veitir henni aðgang að sæmilega öruggu
starfi, og nú eru þeir hleypidómar að hverfa, sem
takmarka starfsval stúlkna. Þær geta numið fjöl-
margar iðngreinar, og háskólagreinar. Þegar þær
hafa fengið launajafnrétti, eða réttara sagt, þegar
farið er að meta kvennastörf til jafns við karlastörf,
þá fækkar þeim, sem vegna fjárskorts geta ekki
svalað menntalöngun sinni. Um hæfni kvenna
til starfa, þarf ekki lengur að fjölyrða og smám
saman hverfur sú tortryggni, sem ríkt hefur í
þeirra garð í vissum atvinnugreinum.
Já, það er stundum sagt, að það sé sóun að
láta stúlku stunda bóknám, til dæmis háskólanám,
ef hún starfi aldrei í þeirri grein, sem hún hef-
ur menntað sig til, en gerist í þess stað húsmóðir.
Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt það kallaða
sóun, þó að til dæmis guðfræðingur hafi gerst
bankamaður eða lögfræðingur verzlunarmaður.
Skyldi munurinn þá fyrst og fremst liggja í því, að
karlmaðurinn getur samt sem áður sýnt laun eða
gróðahlut í beinhörðum peningum, en konan tekur
sín laun í því, að nota hluta af tekjum bónda
síns af hagsýni?
Ekki hef ég með þessum orðum viljað halda því
fram, að æskilegast sé fyrir allar stúlkur að
ganga sömu menntabraut og karlar. Það væri
mjög heimskulegt. Viss störf henta að öllum jafn-
aði konum betur en körlum og öfugt. Það væri
enginn vinningur fyrir konur að keppast við að
taka að sér störf, sem körlum er eiginlegra að
vinna vegna meiri líkamsburða, fremur en nokk-
ur rök eru fyrir því, að heppilegra sé að fela karl-
mönnum að annast ungbörn. Þegar konur kvarta
yfir því, að kynferðið sé þeim fjötur um fót í
starfsvali, er eins og þær gleymi því, að það er
svo fjölmargt annað, sem til greina kemur. Halda
þær, að allir karlmenn sitji að nákvæmlega því
starfi, sem þeir hafa alla ævi þráð? Nei, lífið set-
ur þeim sannarlega líka skorður.
Nú er fyrirsjáanlegt, að í Reykjavík verða reist-
ir fleiri en einn menntaskóli. Hér er starfandi
kvennaskóli, sem tekur við telpunum að loknu
fullnaðarprófi í barnaskóla og þaðan geta þær
lokið landsprófi. Þessi skóli er vinsæl'l og nýtur
mikils álits. Mér hefur oft dottið í hug, hvort
ekki væri skynsamlegt að lengja hann og veita
honum rétt til að brautskrá stúdenta. Hvort á-
stæða væri til að hafa námsskrá hans eitthvað
frábrugðna námsskrá hinna menntaskólanna, læt
ég ósagt, en finnst það engin fjarstæða. En
kvennaskólinn er orðinn fastmótuð stofnun og
námsmeyjarnar myndu áreiðanlega margar kjósa
fremur að geta haldið áfram í sínum gamla skóla
til stúdentsprófs, heldur en að verða að skipta
um félaga og kennara á því stigi, sem þær nú
verða að gera.
Nýlega er hafin bygging Hallveigarstaða, er
verða skal eins konar félagsheimili eða miðstöð
fyrir kvennasamtökin í landinu.
Vissulega hafa þau félagssamtök fulla þörf á
hentugum samastað, en til þess að þarna þróist
lifandi starfsemi, sem kvennasamtökin geta beitt
til að vinna að heill' og hamingju heimilanna sam-
kvæmt starfsskrá sinni, þá þarf meira til. Ég
hef áður varpað því fram í blaðagrein og langar
nú á ný að vekja máls á því, að einmitt kvenna-
samtökin beiti sér fyrir því, að í Hallveigarstöðum
verði komið á fót fjölskylduráðleggingastöð,
hliðstæðri þeim stofnunum, sem nú starfa víða um
lönd. Þar starfa saman sérfræðingar eins og lækn-
ar, sálfræðingar, lögfræðingar og félagsráðu-
nautar og til þeirra getur fólk leitað með sam-
búðarvandamál sín, þegið ráð og margvíslega að-
stoð. Starfslið slíkra stofnana erlendis fullyrðir, að
oft megi koma í veg fyrir upplausn heimila, hjálpa
foreldrum og börnum til betra samstarfs og sam-
komulags og yfirleitt aðstoða fólk við að sjá vanda-
30
19. JÚNÍ