19. júní


19. júní - 19.06.1963, Side 33

19. júní - 19.06.1963, Side 33
mál sín í nýju ljósi, með samtölum og fleiri við- eigandi aðgerðum. Þau öfl, sem valda erfiðleikum í sambúð manna, sneiða sannarlega ekki fremur hjá garði hér en annars staðar og afleiðingarnar af upplausn heimil- islífsins eru víða svo alvarlegar, að full ástæða er til að notfæra sér þær aðferðir, sem menn þekkja beztar hverju sinni til að sporna við þeirri þróun. Unglingar eiga einnig að geta leitað ráða og upplýsinga á slíkum stað og vafalaust eru þeir margir þannig gerðir, að þeir treysta sér fremur til að bera fram viðkvæmar spurningar við ókunn- ugan sérfræðing en sína nánustu. Við getum ekki bent á heppilegri grundvallar- einingu þjóðfélags okkar en fjölskylduna. Því ættum við að reyna af alefli að vernda heimilið og fjölskyldulífið. í góðu fjölskyldulífi munu flestir finna varan- legasta ánægju og margir munu hafa sannreynt, að jafnvel, þótt sitthvað bjáti á, þá verði lífið þeim bærilegra, ef þeim tekst að viðhalda fjölskyldu- tengslunum heldur en ef þau rofna að fullu og öllu. Og þó að skáld og rithöfundar lýsi marg- brotnum skyndiástum sem því, er varpi ljóma á lífið, þá má mikið vera, ef ekki yljar lengur og betur sá kærleikur, sem þroskast í sambúð, þar sem gagnkvæmur trúnaður og tillitssemi tvinnast ástinni. Þá verður ekki askan ein eftir í sjóði minninganna, heldur geta menn tekið undir með Theodóru Thoroddsen og sagt: En fram ég töfra marga mynd úr minninganna sjóð, sem hrein er eins og himinlind og hlý sem munarglóð. Þá fýkur ellin út i vind og ung ég verð og rjóð, og klakklaust upp ég kemst pann tind, er kóngsrikið mitt stóð. Létt er að bera bleika kinn og bogið vera skar, pvi gefinn var mér sá gimsteinninn, sem gallaminnstur var. Lifið dýrasta drykkinn sinn i demantsskálum mér bar, og komið hef ég i himininn, hlegið og roðnað þar. Sigríður Thorlacius. Nýjar leiðir Allir kannast við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keltlum í Mosfellssveit, og trauðla mun á íslandi finnast sá bóndi, að hann eigi ekki velgengni sína í dag að einhverju leyti að þakka því margþætta vísindastarfi, sem þar er unnið. Þar er liáð ströng barátta við alls kyns dýrasjúkdóma, sem herja bústofn landsmanna, hverju nafni sem þeir nefnast og hvort um er að ræða bakteríu- eða veirusjúkdóma. En þar fara einnig frarn rnjög mikilsverðar rannsóknir ýmis konar veirusjúkdóma, er lirjá okkur mennina. Við veirurannsóknirnar á Keldum vinnur Margrét Guðna- dóttir, læknir, sem er nú sem stendur eini veirufræðingurinn hér á landi með læknismenntun. Margrét hefur með námi sínu og starfi sannað, svo eigi verður á móti mælt, réttmæti kvenréttindabaráttunnar og þá nauðsyn, er þjóðfélaginu er á því að skapa konum sömu aðstöðu til starfs og körlum. Því þótti „19. júní“ sem ekki mætti lengur dragast að kynna hana lesendum blaðsins. Brást hún vel við, er hún var beðin um viðtal fyrir blaðið og strax og verða mátti tók hún á móti mér i vistlegri íbúð sinni að Kelduni. Fyrsta spurningin er að sjálfsögðu hin sígilda íslenzka spuming: Hvaðan ert þú ættuð? „Ég er frá Landakoti á Vatnsleysuströnd. Stund- aði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk prófi árið 1949, innritaðist þá í læknadeild Háskól- ans og útskrifaðist þaðan árið 1956“. Ekki hefur þú getað sótt skólann heiman frá þér af Vatnsleysuströndinni? „Nei, samgöngur voru þá ekki eins góðar og nú. Bjó ég í Reykjavík á meðan skólinn starfaði, 19. Jtjní 31

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.