19. júní


19. júní - 19.06.1963, Side 36

19. júní - 19.06.1963, Side 36
heppin að geta tekið fyrri hluta prófið hér heima, var sú fyrsta, sem naut þeirra hlunninda og þurfti svo ekki að vera nema eitt og hálft ár í Danmörku til að ljúka prófi þar. Nú tekur lyfja- fræðinám 5 ár, 3 ár hér heima og 2 erlendis eða 2 ár hér og 3 erlendis og geta menn valið um, hvort þeir kjósa heldur. Fyrsti íslenzki kvenlyfjafræð- ingurinn var Jóhanna Magnúsdóttir, sem stofn- aði lyfjabúðina Iðunni í Reykjavík 1929. 17 kven- lyfjafræðingar munu nú hafa lokið prófi og 15 hafa lokið fyrri hluta prófi. — Hvernig fellur yður þetta starf og munduð þér ráða ungum stúlkum til að stunda þetta nám? — Mér líkar síarfið ágætlega, og vil hiklaust ráða ungum stúlkum til að leggja það fyrir sig, enda þó nokkrar, sem gera það. En það lakasta er, að margar þeirra gifta sig og hætta námi, þótt þær eigi kannski ekki eftir nema eitt ár til að ljúka fyrri hluta prófi, sem gæti veitt þeim aðgang að ágætri stöðu í lyfjabúð, þegar þær væru búnar að koma börnunum á legg. — Eitt er það, sem almenningur heldur að valdi lyfsölum erfiðleikum, en það er að ráða fram úr ,,hyroglífum“ læknanna, þegar þeir skrifa lyf- seðla, hvað segið þér um það? — Okkur hafa ekki orðið nein vandræði úr því. Læknarnir á Akranesi skrifa svo vel, en fáum við lyfseðil úr Reykjavík, kemur það fyrir, að við þurf- um að hringja til viðkomandi læknis, og spyrja hann, hvað standi á lyfseðlinum. — Hér í Reykjavík er fólk mjög óánægt með að helgidags- og næturvarzla skuli aðeins vera í einni lyfjabúð. Hvernig er því varið á Akranesi? — Fyrstu 14 árin hafði ég engann lyf jafræðing og mátti ekki mikið skáka frá. Ef ég brá mér í bíó eða til kunningja, eftir lokunartíma, skrifaði ég á miða hvar ég væri og festi á hurðina. Oft kom það fyrir, að ég var sótt aftur og aftur til að af- greiða lyfseðla. Nú höfum við það sem kallað er kallvakt, þ.e.a.s. að læknarnir geta alltaf hringt til lyfja- fræðings eftir lokunartíma og fengið afgreiðslu. Einnig höfum við útbúið tvo kassa með nauðsyn- legustu lyfjum fyrir hvern lækni. Annar kassinn er geymdur í lyfjabúðinni en hinn hjá lækninum, og getur hann því afgreitt næturskammt ef á þarf að halda. Þurfi sjúkling- ur. t.d. að fá súlfatöflur, lætur læknirinn hann fá 4 töflur, en skrifar lyfseðil upp á 20 töflur, á seðlinum stendur, að 4 töflur hafi verið afgreidd- ar. Næsta dag kemur sjúklingurinn í lyfjabúðina fær 16 töflur og borgar 20, en 4 töflum er bætt í kassa viðkomandi læknis. Þetta sparar bæði sjúklingunum og lyfjabúð- inni ónæði og hlaup. Læknarnir á Akranesi skipta með sér nætur- vörzlu og hafa hana eina viku í senn. Þegar vakt- vika byrjar, kemur viðkomandi læknir í lyfjabúð- ina með kassa sinn og bætir í hann þeim lyfjum, sem eyðst hafa úr kassanum undanfarið, þannig hefur hann alltaf sama magn af lyfjum í byrjun hverrar viku. Mig langar til að geta þess að það hefur alltaf verið sérstakl'ega gott samkomulag á milli mín og læknanna þessi 28 ár, sem ég hef starfað á Akranesi. Eg byrjaði með eina stúlku til afgreiðslu, en hef nú fjórar stúlkur og lyfjafræðing, sem unn- ið hefur hjá mér í 14 ár. Ég hef alla tíð verið ákaflega heppin með starfs- fólk, því að enda þótt lyfjafræðingarnir afgreiði alla lyfseðla, er starf stúlknanna í lyfjabúðinni engu að síður ábyrgðarmikið. Sigríður J. Magnússon Dægurlaga- söngkona — Er ekki dægurlagasöngur tiltölulega ný at- vinnugrein í því formi sem nú tíðkast? spyr ég Elly Vilhjálms. — Það held ég að megi fullyrða. Að vísu eru mörg ár síðan fólk tók að syngja með danshl'jómsveit- um hér á landi, en þá var ekki eins mikið um veitingahús, þar sem gestum var gefinn kostur á músik og söng. Núna hefur hvert veitingahús sína fastráðnu hljómsveit og söngvara ásamt öðr- um innlendum og erlendum skemmtikröftum. — Hvernig er vinnunni varið? 34 19. Júní

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.