19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1963, Qupperneq 37

19. júní - 19.06.1963, Qupperneq 37
I ■*. — Þar sem ég vinn, að Hótel Borg, er dansmús- ik 4 daga vikunnar, frá fimmtudegi til sunnudags. En á veturna er oft mikið um einkasamkvæmi ýmissa samtaka og félaga og eru þau stundum haldin á einhverjum hinna daganna þriggja en stundum líka á hinum venjulegu opnu kvöldum. Eg byrja að syngja laust fyrir hálf tíu og tvo daga vikunnar er dansað til hálf tólf og tvo til eitt. En þegar um er að ræða einkasamkvæmi getur jafn- vel verið dansað til klukkan þrjú og t. d. á Gaml- árskvöld er dansað til 4. Að jafnaði syng ég eitt af hverjum þrem lögum, sem leikin eru, en stund- um fleiri. Auk þess reyni ég að verða að liði, þeg- ar leikin er suður-amerísk músik, en þá eru notuð ýmis konar áhöld til að framkalla hinn rétta blæ í músikina. Svo eru æfingar hjá hljóm- sveitinni einu sinni í viku hverri eða oftar. Það getur oft verið töluverð vinna fólgin í að lœra alla þá texta, sem nauðsynlegir eru, ég tala nú ekki um, ef þeir eru á tungumáli, sem viðkomandi þekkir ekki nógu vel. Ég hef til dæmis miklar mætur á ítölskum og spænskum lögum, og ég sá mér ekki annað fært en að taka mér tíma í spænsku, en í ítölsku lærði ég aðeins undirstöðu- atriðin í framburði. — Heimtar fólk aðal'lega jazz? — Nei, síður en svo. Það eru aðeins örfáar per- sónur, sem biðja um jazz. Unga fólkið vill gjarnan twista dálítið og kýs lög, sem eiga við þann dans og yfirleytt aðra þá dansa, af slíku tagi. Eldra fólk vill frekar gamla og góða tangóa og valsa, sem minnir það jafnvel á gamla daga. — Það er almennt álitið að dægurlagasöngvar- ar hafi rosatekjur? — Ég býst við að mörgum finnist það ágæt laun, en þeir, sem hvað mest óskapast yfir hinum háu tekjum dægurlagasöngvara gera sér ekki grein fyrir því, hvað það útheimtir mikinn kostnað, að minnsta kosti fyrir dægurlagasöngkonur. Þær þurfa að eiga mikið af fallegum kjólum, ef vel á að vera, og flestar konur vita, að það kostar sína peninga. Og það versta við þessa kjólaeign er það, að mjög erfiðlega gengur að fá þá hreinsaða svo vel fari.Ég hef allt of oft fengið mjög dýra kjóla algjörlega ónothæfa úr hreinsun, og þá er það að sjálfsögðu glatað fé. Miklir peningar fara í snyrtingu, því snyrtivörur eru dýrar, og svo er leigubílakostnaður mjög stór liður. Strætisvagn- ar ganga ekki á nóttunni, og ef eitthvað er að veðri, verð ég að taka bíl á vinnustað. 19. JÚNÍ — Getur hljómsveitarstjórinn ekki ráðið, hvaða músik er leikin? — Yfirleitt er það þannig. En fólk kemur alltaf á hverju kvöldi og biður um ákveðin lög og stund- um þarf ég jafnvel' að lesa kveðjur til hinna og þssara, sem eiga að fylgja laginu og getur það stundum verið all spaugilegt. — Er þetta skemmtileg atvinna? — Það er dálítið erfitt að segja um það. Vinna er alltaf vinna. Stundum er bara reglulega gaman og svo koma fyrir kvöld og kvöld, þegar ég er fegin að allt er búið. En þetta er tilbreytingar- ríkt starf, við sjáum auðvitað mikið af fólki og tíminn líður oft fljótt. Annars er þetta ákaflega þreytandi til lengdar finnst mér. — Hvernig samrýmist þesi atvinna húsmóður- störfunum? — Þar stendur nú hnífurinn í kúnni. Og ég verð að segja mjög illa. Ég á til dæmis ársgamla dótt- ur, sem byrjar að gala á mig úr því klukkan er sjö á morgnana, og þá er oft dálítið erfitt að fara fram í eldhús og elda hafragraut, hafi ég verið að vinna til 3 eða jafnvel 4. Og ég verð að segja, að ég myndi ekki treysta mér til að stunda þessa atvinnu, ætti ég fleiri en eitt ungt barn. — Hvað vildir þú svo að lokum segja um fólk- ið sem hlustar? — Um það get ég verið fáorð. Ég hef haft mikla ánægju af að syngja fyrir mína tilheyrendur og þar af leiðandi er ég yfirleitt mjög ánægð með þá og vil jafnframt nota tækifærið til að þakka áheyr- endum mínum fyrir góðar undirtektir. Sigríður J. Magnússon. HÁSKÓLAPRÓF kvenna Síðan blaðið kom út í fyrra hafa 10 konur lokið prófi við Háskóla íslands, en þær eru þessar: Arnheiður Sigurðardóttir, meistaraprófi í ísl. fræðum. Björg Gunnlaugsdóttir og Nína Sveinsdóttir í viðskiptafræði. Kristín Gísladóttir embættisprófi í læknisfræði. B. A.-prófi luku: Auður Gestsdóttir Ásdís Kristjánsdóttir Dóra Hafsteinsdóttir Gyða Helgadóttir Kristín Kaaber Sigríður Sveinsdóttir. 35 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.