19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1963, Qupperneq 45

19. júní - 19.06.1963, Qupperneq 45
Ragnheiður E. Möller svarar: 1. Ég kenndi stundum unglingum dönsku. Á heim- ili mínu var í fjölda ára, gömul kona, Margrét Hjálmsdóttir, sem sinnti heimilisverkum, greind og barngóð. Þannig varð það, að ég fór að starfa að félagsmálum meira, en ég annars hefði líklega gert, því áhuginn var nógur. í níu ár, sem Kven- réttindafélagið hafði kvennatíma Utvarpsins á höndum, starfaði ég ásamt Sigríði J. Magnússon og útvarpsnefndinni, að kvenna-tímanum, öflun efnis og skipulagningu. Störf mín í Menningar og minningarsjóði kvenna urðu til þess, að ég kynntist konum við nám í ýmsum greinum, ung- um og gömlum. Kynni mín af hinni merkilegu bók Margrétar Bonnevie um úrlausnir í ýmsum vandasömum þjóðfélagsmálum, urðu til þess að opna augu mín enn frekar fyrir nauðsyn þess, að fulltrúar í félagsmálastarfseminni ykju mennt- un sína og skilning sinn eins og kostur væri á, því annars yrði ógerlegt að koma málum fram á sómasamlegan hátt. En félagsmálastörf eru sem kunnugt er ótrúlega tímafrek. Þegar svo kunn- ingjakona mín settist í Kennaraskólann með sama próf að baki sér og ég, lagði ég, án þess að hugsa frekar út í aðrar ástæður mínar, út á sömu braut. Þetta hefur sannast að segja verið nokkur þrekraun, þótt ég sjái ekki eftir því að hafa spreytt mig. Stundum í vetur fannst mér, að ég væri líkt og útgengin klukka, sem væri alveg komin að því að stanza. Ferðin, sem ég tókst á hendur með fjögurra vetra skólagöngu minni í Kennaraskólann, og all- an þann tíma hef ég aldrei komið of seint, varð 19. JÚNÍ þó ekki erindisleysa. Ég geymi í hjarta mínu, allt það góða, fagra og göfuga, sem skólavistin veitti mér. Eftir því sem ég eldist, finnst mér lífið vera mest komið undir því, að menn vilji hver öðr- um vel, bæði einstaklingar sín á millum og í þjóð- félagssamskiptum yfirleitt. Það var mér til dæmis mikils virði sú hlýja og velvild, sem Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri og Þorbjörg kona hans sýndu mér á meðan á þessari skólagöngu stóð og ég þakka allan skiln- ing og velvild, sem mér féll í skaut. Þetta þótti skrítið uppátæki og ekki alveg vist að öllum hafði verið Ijóst, hvað fyrir mér vakti. 2. Ég vona að fá starf við kennslu, því að auðvit- að var það markmiðið með náminu. Átti 25 ára hjúskaparafmæli 1. maí s.l. og undr- aðist með sjálfri mér, er ég andaði að mér angan rósanna þennan dag, hve tíminn er fljótur að líða. Það er margt gott í vændum og því fagna ég sannarlega. Ragnheiður E. Möller. ÞULA Þula þessi er til á Landsbókas. i hayid- riti, Lsb. 167 — Svo. Farin er fold að grána fölið birgir skjána klaki kemur i ána kólnar fyrir tána leggur is yfir lána líða tekur á mána. Hvencer skyldi liann skána skipta um og hlána? Kólna kœrleiks bólin kveinar margur dólinn fýkur i flest öll skjólin frjósa á mönnum tólin. Týnd eru trúi ég jólin tekur af mestu rólin sést ei heldur sólin. Sár er reynslu skólinn. Sigríður Hallgrímsdóttir- 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.