19. júní


19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 24

19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 24
Engin íslenzk kynslóð á sennilega eftir að upp- lifa eins tímana tvenna og elzta kynslóðin í dag. Kjör allra landsmanna hafa svo gjörbreytzt á þessari mannsævi, að ævintýri er iíkast. Engin kynslóð mun nokkru sinni eiga jafnmik- ið inni hjá þeim sem yngri eru, og eizta kynslóðin í dag — sem slitið hefur út starfskröftum sínum við erfiðustu skilyrði í þágu allra hinna, sem yngri eru. Þetta er nú öllum að verða ljóst, enda eru nú velferðarmál aldraðra mjög ofarlega á baugi. Meðalaldur landsmanna fer ört hækkandi. 1 Reykjavík voru árið 1910 5,2% íbúanna 65 ára og eldri, en í árslok 1964 var sú tala komin upp í 8,4%. Var þá áætlað, að árið 1980 yrðu 10% Reykvíkinga 65 ára og eldri, en þessi aukning hef- ur orðið mun hraðari en búizt var við. 1 árslok 1970 reyndust 9,85% Reykvíkinga 65 ára og eldri, svo að sennilega eru það rúm 10% í dag. Meðal- aldur Islendinga er mjög hár, miðað við aðrar þjóð- ir, t.d. er meðalaldur kvenna hvergi í heiminum hærri en hér á landi. Er margt, sem veldur þessari þróun, t.d. hinar ótrúlegu framfarir á sviði læknavísinda, aukin heilsugæzla og breytt og betri lífskjör þjóðfélags- þegnanna almennt. Hinar öru þjóðfélagslegu breytingar nútímans, samfara iðnþróun og myndun þéttbýlis hafa rask- að og valdið miklum breytingum á þeirri grund- valiarstofnun, sem sérhvert þjóðfélag byggist fyrst og fremst á, — það er á heimilinu og fjöl- skyldunni. Heimilisháttur hefur breytzt mikið á skömmum tíma, vegna vaxandi þéttbýlis. Stóru sveitaheimilin hafa lagzt niður, og smærri heimiii myndast í staðinn í þéttbýlinu. Þess vegna hefur elzta kynslóðin oft og einatt siitnað að miklu leyti úr þeim tengslum, sem hún áður hafði við yngri kynslóðina. 1 kjölfar þessarar þróunar skapast ýmis vandamál. Margt hefur áunnizt í velferðarmálum aldraðra undanfarin ár, þótt víða sé enn úrbóta þörf. Geirþrúður Hildnr Bernhöft fæddist í Reykjavik 19. júlí 1921, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vik 1940 og lauk guðfræðiprófi við Háskóla lslands 1945, fyrst íslenzkra kvenna. Síðan 1943 hefur Geir- þrúður Hildur verið húsmóðir í Reykjavík. Árið 1965 tók hún á ný að starfa ntan licimilis, er lienui var veitt embætti ellimálafulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Vegna þest starfs hefur hún farið til Noregs og Danmerkur til <ið kynna sér málefni aldraðra. Einnig hefur Geir- þrúðnr Ilildur sinnt margvislegum félagsstörfum, um skeið var hún formaður Kvenstúdentafélags fslands og Félags háskólakvenna. Nú er hún ritari sóknarnefndar Dómkirkjunnar, varaformaður kvennadeildar Rauða- krossins og formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna i Revkjavik. Maður Geirþrúðar Hildar er Sverrir Bern- höft. stórkaupmaður. Eitt barna þeirra hjóna er látið, en Jirjú eru á lifi. Þau eru Hildur, stúdent, gift Þór- arni Sveinssyni, lækni; Sverrir Vilhelm, búfræðingur, sem starfar hjá IBM, kvæntur Áslu Denise, sem er kennari að mennt, og Ingibjörg við hjúkrunarnám. 22 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.