19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 24
Engin íslenzk kynslóð á sennilega eftir að upp-
lifa eins tímana tvenna og elzta kynslóðin í dag.
Kjör allra landsmanna hafa svo gjörbreytzt á
þessari mannsævi, að ævintýri er iíkast.
Engin kynslóð mun nokkru sinni eiga jafnmik-
ið inni hjá þeim sem yngri eru, og eizta kynslóðin
í dag — sem slitið hefur út starfskröftum sínum
við erfiðustu skilyrði í þágu allra hinna, sem yngri
eru. Þetta er nú öllum að verða ljóst, enda eru nú
velferðarmál aldraðra mjög ofarlega á baugi.
Meðalaldur landsmanna fer ört hækkandi. 1
Reykjavík voru árið 1910 5,2% íbúanna 65 ára
og eldri, en í árslok 1964 var sú tala komin upp í
8,4%. Var þá áætlað, að árið 1980 yrðu 10%
Reykvíkinga 65 ára og eldri, en þessi aukning hef-
ur orðið mun hraðari en búizt var við. 1 árslok
1970 reyndust 9,85% Reykvíkinga 65 ára og eldri,
svo að sennilega eru það rúm 10% í dag. Meðal-
aldur Islendinga er mjög hár, miðað við aðrar þjóð-
ir, t.d. er meðalaldur kvenna hvergi í heiminum
hærri en hér á landi.
Er margt, sem veldur þessari þróun, t.d. hinar
ótrúlegu framfarir á sviði læknavísinda, aukin
heilsugæzla og breytt og betri lífskjör þjóðfélags-
þegnanna almennt.
Hinar öru þjóðfélagslegu breytingar nútímans,
samfara iðnþróun og myndun þéttbýlis hafa rask-
að og valdið miklum breytingum á þeirri grund-
valiarstofnun, sem sérhvert þjóðfélag byggist
fyrst og fremst á, — það er á heimilinu og fjöl-
skyldunni. Heimilisháttur hefur breytzt mikið á
skömmum tíma, vegna vaxandi þéttbýlis. Stóru
sveitaheimilin hafa lagzt niður, og smærri heimiii
myndast í staðinn í þéttbýlinu. Þess vegna hefur
elzta kynslóðin oft og einatt siitnað að miklu leyti
úr þeim tengslum, sem hún áður hafði við yngri
kynslóðina. 1 kjölfar þessarar þróunar skapast
ýmis vandamál.
Margt hefur áunnizt í velferðarmálum aldraðra
undanfarin ár, þótt víða sé enn úrbóta þörf.
Geirþrúður Hildnr Bernhöft fæddist í Reykjavik 19.
júlí 1921, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja-
vik 1940 og lauk guðfræðiprófi við Háskóla lslands
1945, fyrst íslenzkra kvenna. Síðan 1943 hefur Geir-
þrúður Hildur verið húsmóðir í Reykjavík. Árið 1965
tók hún á ný að starfa ntan licimilis, er lienui var veitt
embætti ellimálafulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Vegna
þest starfs hefur hún farið til Noregs og Danmerkur
til <ið kynna sér málefni aldraðra. Einnig hefur Geir-
þrúðnr Ilildur sinnt margvislegum félagsstörfum, um
skeið var hún formaður Kvenstúdentafélags fslands og
Félags háskólakvenna. Nú er hún ritari sóknarnefndar
Dómkirkjunnar, varaformaður kvennadeildar Rauða-
krossins og formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna
i Revkjavik. Maður Geirþrúðar Hildar er Sverrir Bern-
höft. stórkaupmaður. Eitt barna þeirra hjóna er látið,
en Jirjú eru á lifi. Þau eru Hildur, stúdent, gift Þór-
arni Sveinssyni, lækni; Sverrir Vilhelm, búfræðingur,
sem starfar hjá IBM, kvæntur Áslu Denise, sem er
kennari að mennt, og Ingibjörg við hjúkrunarnám.
22
19. JÚNÍ