19. júní


19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 9

19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 9
um að samþykkja ekki Kvennaskólafrumvarpið. Ætlunin var að fá stuðning um 100 kvenna úr sem flestum stéttum, en þegar undirskriftasöfn- un var hafin s.l. sunnudag, reyndist áhugi á mál- inu svo almennur, að ekki var unnt að halda söfnuninni innan áætlaðra takmarka. Félag stúd- enta í I-Icimspekideild hafði tekið Kvennaskóla- frumvarpið til umræðu í blaði sínu ,,Garmi“ og veitti málinu stuðning með söfnun undirskrifta. 1 gær var söfnun hætt, þar sem undirbúningur leyfði ekki að hún yrði víðtækari en orðið var, þó að óskum linnti ekki um að fá að styðja áskorunina.“ illiwrétirfi kjuja í wkólaiiiáliini Undirskriftir þessar urðu um 800 og hefðu eins og að framan greinir sjálfsagt getað orðið mun fleiri. Öllum mun í fersku minni hver úr- slit þessa máls urðu á Alþingi, og tel ég ekki þurfi að ræða það frekar. Meðal þess sem bar á góma hjá Úum, sem margar eru barnakennarar, voru skólabækur og „jafnrétti kynjanna“ í þeim. Tóku þær hluta af lestrar- og reikningsbókum, sem kenndar eru í skólum landsins og gerðu könnun á þeim hvað varðar þetta atriði. Fyrir hönd Úa skrifaði Ragna Ólafsdóttir grein um máiið í Samvinnuna og einnig í Morgunblaðið. Skal hér lítillega drepið á nokkur atriði sem fram komu við könnun þessa. Mun oftar er rætt um drengi en stúlkur í gm- ræddum bókum. Þar sem rætt er um stúlkur kemur mjög fram hin hefðbundna verkaskipting kynjanna. Þær leika sér með brúður, tína blóm og þvi um líkt, en þeir gera allt sem er skemmti- legt og eitthvað vit þarf til að gera. Þar sem rætt er um fullorðna er sama upp á teningnum. Ef á annað borð eitthvað er talað um föðurinn þá er hann auðvitað ekki heima heldur úti að vinna eins og lög gera ráð fyrir, eða þá ef hann er heima þá situr hann inni í stofu og lætur fara vel um sig. En mamma, hún er alltaf heima, sí iðin við að sauma, þrífa, baka og því um líkt . . Ekki vinnur mamma heldur úti, en ef minnst er á útivinnandi konur þá eru það helzt afgreiðslu- stúlkur. Dæmigerðar fyrir stóran hlut bókanna eru setningar sem þessar: „Fín og góð frú það vil ég vera.“ eða „Hann Bjössi er mesta gáfna- ljósið í okkar bekk.“ Handavinnukennsla í skólum hefur fi’am til þessa verið mjög hefðbundin og mjög glögg skil verið gerð á handavinnu drengja og stúlkna. Starfshópur innan Úanna gerði könnun á þessum málum og skrifaði Ásdís Skúladóttir grein um málið sem birtist í Menntamálum og hún hefur einnig skrifað grein um handavinnkennsluna sem birtist í Tímanum. Ég ætla mér að vitna að eins í grein Ásdísar sem birtist í Menntamálum. Þar segir m.a.: „Drengir eiga að læra, samkvæmt námsskrá, meðferð 53 verkfæra og sjö véla. Stúlkur eiga að læra meðferð 4 verkfæra, (prjónar (2-5) nál, heklunál, straujárn (strauborð) og einnar vél- ar (saumavélar). Markmið og verkefnaval handavinnunnar bygg- ist greinilega á hefðbundinni verkaskiptingu kvenna og karla, verkaskiptingu sem óðum er áð hverfa, enda á hún ekki rétt á sér sem regla né markmið í nútímasamfélagi. Hér fer fram mismunandi kennsla með mis- munandi markmiðum og verkefnum eftir kynj- um og annað kynið hefur fleiri skyldunáms- kennslustundir á grundvelli kynferðis síns, í skól- um þar sem matreiðsla og hússtjórn er kennd. Auk þess er stúlkum gegnum allt skyldunámið ætluð meiri og minni heimavinna í handavinnu.“ Köiiiiiiii á hurualiók'iim 1 vetur sem leið gerðu Úur könnun á barnabók- um sem út komu fyrir jólin. Samdi Lilja Aðal- steinsdóttir greinargerð um málið og var hún send ásamt bókalista til allra fréttastofnana. Hér fer á eftir nokkur atriði úr greinargerðinni og sýnishorn af bókalistanum. „Yfirleitt hefur ekki verið nægjanlega til barna- bóka vandað hérlendis, og fólk hefur látið efni þeirra og gerð sig skipta of litlu máli, þegar þær eru valdar til kaups. Til þess að barnabók geti tal- izt góð þarf hún að hafa sömu kosti til að bera og þær bækur fyrir fullorðna sem flokkast undir bókmenntir; lifandi huga, frjótt og auðugt ímynd- unarafl, sem tjáir sig i skýru og litríku máli. Við athugun þeirra bóka er Úur tóku fyrir 19. JÚNÍ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.