19. júní


19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 44

19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 44
komið að lokum fundar, og fékk ég ekkert tæki- færi til að standa upp. Fór ég þá af fundi full heift- ar. Eftir þennan fund hófst í fyrsta skipti hin raunverulega barátta mín af einlægu hjarta, sem sagt, ég fór að hugsa. Síðan hefur eftirleikurinn verið mér léttur. Háði ég mjög harða baráttu innra með mér. Það, sem raunverulega gerðist hjá mér, var algjör bylting, — hugarfarsbreyting. Ég fór að rannsaka sjálfa mig og minn eigin huga. Lagði ég fyrir sjálfa mig alls konar spurningar og komst að þeirri niðurstöðu, að ég væri nauðaómerkileg og full sjálfsvorkunnar. Fannst mér barátta mín mik- ið erfiðari og einstæðari en allra annarra. Þegar ég spurði sjálfa mig, hvort ég hefði fært mér í nyt það, sem samtökin bjóða upp á til bata, komst ég að þeirri niðurstöðu, að það hefði ég ekki gert. Þetta var uppgjör, ég gerði upp við Guð og sam- vizku mína. Þegar því var lokið, fann ég, að ég var reiðubúinn að berjast. Það þarf enginn að halda, að baráttunni sé lokið, þótt uppgjör hafi farið fram. Sjálf skynjaði ég, að drykkjuskapurinn var mér stærra vandamál en ég hafði haldið í upphafi. Eftir að uppgjörið hafði farið fram, og ég hafði ákveðið að segja sannieikann, sneri ég mér til Heilsuverndarstöðvarinnar, en þar er höfð mót- taka fyrir áfengissjúklinga á vegum áfengisvarn- arráðs og veitt iæknisaðstoð og sálfræðiþjónusta, þar sem þarna starfa geðlæknar, sálfræðingar og félagsráðgjafi. Daglega mætti ég þarna í þrjá mán- uði, og fannst mér það vera mér til mikillar hjálp- ar. — Þegar líf manns er orðið eðlilegt á ný, fara að læðast að manni lymskulegar hugsanir: ,,Var þetta svona slæmt?“ „Þetta hljóta að vera öfgar hjá þér. Þú hlýtur að geta haldið á glasi eins og annað fólk“. Það eru viðbrögð okkar á slíkum stundum, sem skipta mestu máli. Staðreyndin er sú, að ástand okkar við drykkju var langtum verra held- ur en við gerðum okkur grein fyrir. Það eru þeir, sem voru neyddir til að umgangast okkur í þessu ástandi, sem vita bezt um það. I dag er ég ósköp sátt við lífið. Meðan ég var í þessum ósköpum, langaði mig til að hverfa. Ég hef lært margt, og eitt af því er, að ég er ekki ein í heiminum. Tel ég mjög mikilvægt fyrir alla að skilja það. Um almennt starf AA-samtakanna langar mig að taka fram, að innan samtakanna er lítill hópur fólks, sem reynir að sinna kalli, sé þess óskað af fólki, sem hefur verið við langvarandi drykkju og vill hætta. Sinnum við því fólki, sem við finnum, að af alvöru vill hætta. Er þá stundum skipzt á að vaka yfir því fólki. Allir meðlimir AA-samtakanna eru vinnandi fólk, og þess vegna ýmsum erfiðleik- um bundið að veita þessa aðstoð. AA-samtökin taka ekki þátt í neinu út á við, en samt er það draumur margra einstaklinga innan samtakanna, að upp rísi afvötnunarstöð, þar sem fólk geti dvalizt um skemmri tíma. Mjög er ég hrif- in af Flókadeildinni sem slíkri, en þar fer fram endurhæfing áfengissjúklinga. Jafnframt finnst mér, að reisa þyrfti heimili fyrir fólk, sem vill að- hæfast lífinu á ný, þar sem fólk er oft mjög ein- mana, þegar það vill hætta að drekka. I raun og veru tel ég, að AA-samtökin hafi bjargað lífi mínu. Nú hef ég ekki neytt áfengis í rúmt ár. Þar sem ég hef náð þessum árangri, tel ég, að það sé öllum öðrum kleift, en menn verða að vilja ... IKrcMinivín «» síi'iTl rni vcrsáu óvinir maiiiik.yiisiiis Einn morguninn nú í apríl ók ég suður í Hafnar- fjörð til að hafa tal af .Takobínu Mathiesen,semum áraraðir hefur verið fulltrúi K.R.F.l. hjá Lands- sambandinu gegn áfengisbölinu, einnig hefur hún verið fulltrúi Sjálfstæðiskvennafélagsins Vorboð- ans í Hafnarfirði i Áfengisvarnarnefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði. Yfir rjúkandi kaffi og pönnukökum á hinu fagra heimili hennar í litlu hvítu timburhúsi með rauðu þaki við Lækinn í Hafnarfirði leyfði hún mér að leggja fyrir sig nckkrar spurningar um helztu viðfangsefni Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu og Áfengisvarnar- nefndar kvenna, jafnframt því sem hún sagði mér frá sínum persónulegu viðhorfum. Hvað er Landssambandið gegn áfengisböl- inu? 42 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.