19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 30
INORRÆNI
FUNDURINN
1972
Samband norrænna kvenréttindafélaga (Nordisk Kvinne-
saksforeningens Samorganisation) hélt ráðstefnu á Voksen-
ásen við Osló, dagana 7.—12. maí 1972. Til hennar hafði verið
boðað vegna tilmæla Norðurlandaráðs að rætt yrði um:
Fyrirvinnuhugtakið í norrænni löggjöf og réttarvenjum, svo
og framtíðarbreytingar. Norræni menningarsjóðurinn (Nor-
disk Kulturfond) veitti styrk til ráðstefnunnar.
Fulltrúar frá öllum aðildarfélögunum, 28 að tölu, sóttu
fundinn, þar af einn karlmaður Jon Bonnerie Höyer, Osló,
annars konur frá Danmörku 7, fulltrúar frá Finnlandi 3, frá
Færeyjum 6, frá Noregi 5, frá Svíþjóð 5 og frá Islandi þær
Anna Sigurðardóttir og Lára Sigurbjörnsdóttir.
Fundurinn samþykkti að beina tilmælum til Norður-
landaráðs um að vinna áfram að samræmingu norrænnar
löggjafar á þeim sviðum, sem framfærslu- og fyrirvinnu-
hugtakið fyrirfinnst. (Samband norrænu kvenréttindafélag-
anna sendi Norðurlandaráði frá fundi, sem haldinn var 1968
á Þingvöllum. tiimæli varðandi fyrirvinnuliugtakið, sjá 19.
júní 1969).
Fundurinn telur sérstaklega mikilvægt að þessi atriði
komist í framkvæmd á Norðurlöndum:
Að sett verði í stjórnarskrár allra landanna ákvæði um
jafnstöðu milli karls og konu,
að tekið verði til athugunar að setja á stofn jafnstöðuráð
með svipuðu sniði og komið var á í Noregi á þessu ári, 1972,
að meginreglan um jöfn laun verði lögfest,
að tekið verði til athugunar að setja i lög ákvæð: um, að
foreldrar eigi kost á styttum vinnutíma, eins og er í lögum
um ríkisstarfsmenn i Sviþjóð og á Islandi,
að tekið verði til athugunar að setja í lög ákvæði um
leyfi til að vera frá vinnu í samtals 12 einstaka daga á ári
vegna sjúkra barna eða ættingja, eins og reglur eru um í
Svíþjóð fyrir ríkisstarfsmenn. Þetta fyrirkomulag ætti ef til
vill að framkvæma í gegnum tryggingakerfið, og verði heim-
ilishjálp jafnframt aukin.
að tekið verði meira tillit til þess í framtíðinni en hingað
til við skipulagningu — þjóðfélagsskipulagningu og bygg-
ingaskipulagningu — að vinnumöguleikar fólks sóu innan
vissrar fjarlægðar frá heimili.
að löggjöf verði sett, sem tryggi að öllum börnum gefist
kostur á vist á dagheimiii, rétt eins og í skóla.
Fundurinn benti á, að í allri löggjöf, sem snertir réttar-
stöðu einstaklinga fjölskyldunnar, þ.e.a.s. hjúskaparlöggjöf,
tryggingarlöggjöf, skattalögum, atvinnulöggjöf o.fl., ættu að
gilda sömu grundvallarreglur. 1 samræmi við þær grund-
vallarreglur yrðu bætur frá tryggingum til gifts fólks að
greiðast þeirn makanum, sem bæturnar væru ætlaðar. Maka-
lífeyrir — eftirlaun til maka — vill fundurinn að verði af-
numinn, þó svo fremi að efld verði lífeyrisréttindi fyrir
hvern og einn, og sömuleiðis að algjörlega einstaklingsbund-
inni skattlagningu verði komið á. Að visu verði slíkt að ger-
ast með ýmsum bráðabirgðareglum eða með ákvæðum í
tryggingalöggjöfinni.
Þá lét fundurinn í ljós andúð sína á því, að komið verði
á 4 daga vinnuviku, taldi, að réttara væri að stefna að 5
daga vinnuviku með styttri vinnudegi og möguleikum á
sveigjanlegri vinnutíma, einkum með tilliti til fólks, sem
hefur börnum að sinna.
Allar þessar ábendingar eru byggðar á þeirri ósk, að
körlum og konum verði tryggðir möguleikar á því að leggja
krafta sína fram í þágu heimilisins, atvinnulífsins og þjóð-
féiagsmála. Það er þó ekki nægilegt að breyta aðeins lögum,
sem beinlínis mismuna konum og körlum, heldur verður að
sjá svo um, að tiltækir séu í reynd sömu möguleikar á heim-
ili, við nám og á vinnustöðum. Skilyrði þess er m.a. að
starfsmenntun fyrir fullorðnar konur sé fyrir hendi.
Ennfremur samþykkti fundurinn að beina tilmælum til
Norðurlandaráðs um að láta fara fram ýmis konar rann-
sóknir þessum málum viðvíkjandi.
Að lokum var svo samþykkt, að endurskoða lög Sam-
bands norrænna kvenréttindafélaga og að skrifstofa þess
hafi bækistöð sína í skrifstofu Fredrika-Bremer-Forbundet,
Stokkhólmi, ennfremur að næsti fundur verði haldinn eftir
2 ár en ekki 4, svo sem venja hefur verið og þá í Helsing-
fors.
Kápiimynd
„19. júní“ er að þessu sinni teiknuð á Auglýs-
ingastofu Kristínar Þorkelsdóttur. Lesendur blaðs-
ins munu eflaust kannast við Kristínu, því að hún
hefur margoft unnið til verðlauna með teikningum
sínum. —
Kristín stundaði nám í Myndlista- og handíða-
skólanum í Reykjavík, og að námi loknu setti hún
á stofn auglýsingastofu í Kópavogi, sem hún rek-
ur með miklum myndarbrag. Hún hefur við ýmis
tækifæri tekið þátt í samkeppni um teikningar, þar
sem hún hefur unnið fyrstu verðlaun. Hún vann í
samkeppni um merki Iðnsýningarinnar 1966, einn-
ig um merki Náttúruverndarráðs, og svo nú síðast
í sarnkeppni um Þjóðhátíðarmerkið.
Auglýsingastofa Kristínar Þorkelsdóttur fékk
einnig viðurkenningu fyrir bezt gerðu sjónvarps-
auglýsingu fyrir árið 1970.
28
19. JÚNÍ