19. júní


19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 39

19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 39
Síðastliðin tvö ár hefi ég staðið andspænis á- fengisneyzlu nemenda minna sem vandamáli, og hefur það verið mjög áberandi í vetur. Telur þú vínneyzlu vera mjög almenna með- al ungs fólks í dag? Samkvæmt viðtölum, sem ég hefi átt við nokkur ungmenni, hefur komið i ljós, að viðhorf til vín- neyzlu hafa breytzt ört meðal æskufólks, og sá hópur ungs fólks fer ört vaxandi, sem ekki getur skemmt sér án víns. Virðist vínneyzla nú vera al- menn tízka meðal æskufólks. Hvernig finnst þér, að eigi að bregðast við þess- um vanda? Aðalatriðið er að breyta almenningsálitinu. Ö- hugsandi er að líta svo á, að vinneyzla sé ekki samfélagsvandamál, sem snerti hvern einstakan þjóðfélagsþegn, beint og óbeint, bæði á heimilum og á vinnustöðum, þar sem margar vinnustundir tapast. Með hvaða ráðum finnst þér, að reyna eigi að breyta almenningsálitinu? Með fræðslu og fyrirbyggjandi starfi. Auka þarf verulega áfengisfræðslu í skólum. I fræðslunni finnst mér, að ekkert ofstæki megi komast að. Fyrirlestrar eiga að vera fluttir af kunnáttumönn- um. Ég er ekki hlvnnt bönnum nema í nauðvöi'n. Hvernig myndir þú vilja haga fræðslunni i hin- um almennu fjölmiðlum? Ég vildi gjarnan, að komið yrði á umræðuþátt- um í fjölmiðlum á borð við umræðuþætíi Ólafs Ragnars Grímssonar. Meðal þátttakenda mundi ég viija hafa biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, öddu Báru Sigfúsdóttur, aðstoðarheilbrigðismála- ráðhcrra, síra Árelíus Níelsson, Guðmund Viggós- son, stud. med., einnig mundi ég vilja hafa ein- liverja frá löggæzlunni og AA-samtökunum. 1 sjónvarpsþætti þessum mætti sýna heimili, þar sem áfengissjúkiingur er, og áhrif þau, sem hann hefur á aðra fjölskyldumeðlimi. Eru einhverjar fyrirbyggjandi ráðstafanir, sem þú vildir láta gera í fjölmiðlum? Mér finnst, að varla sé farið i kvikmyndahús og horft á myndir úr mannlífinu, án þess að þar sé haft vín um hönd. Einnig á þetta við um sjónvarps- leikrit, bíómyndir og myndaflokka, sem sýnd eru liér í sjónvarpinu, og lit ég það alvarlegri augum, þar sem mjög ung börn horfa oft á sjónvarp. Reyna mætti að hafa áhrif á sjónvarpsleikrit og kvikmyndir, sem gerð eru hér á landi, og banna i þeim víndrykkju. Að fjölmiðlunum slepptum, á hvern hátt heldur þú, að unnt sé að hafa áhrif á almenning í land- inu, þannig að hann hafi síður áfengi um hönd? „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það.“ Ef ríkisstjórn, hver sem hún er, veit- ir vín í opinberum veizlum, tekur hún ekki nógu hart á málunum, því að það hlýtur að hafa áhrif á almenningsálitið, hvað hún aðhefst. Einnig tel ég mjög æskilegt, að kennarar barna og unglinga séu bindindissamir, þar sem vitað er, bversu sterkt fordæmi uppalenda er. Hvað viltu segja um eftirlitið í þessum málum? Frá mínum bæjardyrum séð, þarf að fylgja betur eftir áfengislögunum, og herða eftirlit. Séu ákvæði í áfengislögunum, sem erfitt er að fram- fylgja, tel ég, að eigi að fella þau ákvæði niður. Hvert er álit þitt á hinni nýframkomnu tillögu í þinginu um að lækka aldur þeirra, sem mega neyta vins á vínveitingahúsum niður í 18 ára, til þess að samræmi sé á aldri þeirra, sem hleypa má inn í þau hús og veita má vín í þeim? Að mínu áliti þarf að samræma aidurinn, en mér finnst, að aldurslágmarkið eigi að vera 20 ára. Samt kann það ekki að vera framkvæman- legt, eins og málum er háttað i þjóðfélaginu í dag. Heldur þú, að gerlegt yrði að koma á „drykkju- menningu“ hér á landi? 19. Júní 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.