19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 37
Urdráttur úr skýrslu
stjórnar K.R.F.Í. á aðal-
fundi 1972
Á þessu starfstímabili, frá því á aðalfundi í febrúar 1971,
hafa verið haldnir 13 stjórnarfundir, en 7 venjulegir félags-
fundir. Auk þess var að venju haldinn fundur í september
með konum úr Reykjavik og nágrenni til undirbúnings
merkjasölu Menningar- og minningarsjóðs kvenna.
Aðalefni á félagsfundum var:
Á marzfundi, sem var haldinn sameiginlega með félagi
einslœðra foreldra, flutti Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri
erindi um lögin um Almannatryggingar og lýsti breytingum,
sem nefnd, skipuð af ríkisstjórninni, lagði til að gerðar yrðu
á lögunum. Þessar breytingatillögur voru siðan samþykktar
á Alþingi. Nefnd, sem skipuð hafði verið af stjórn K.R.F.I.,
sendi endurskoðunarnefndinni all ítarlegar tillögur, og er
gleðilcgt að geta sagt það hér, að þær voru að mestu eða
öllu leyti teknar til greina. Á þessum fundi sagði einnig
Magnús Guðjónsson, formaður Sambands íslenzkra sveitar-
félaga, frá frumvarpi, sem lagt hafði verið fram á Alþingi,
um Innheimtustofnun sveitarfélaga. Alþingi samþykkli
seinna það frumvarp og afgreiddi sem lög.
Á aprílfundi flutti Sigríður J. Magnússon, fyrrum for-
maður K.R.F.Í., erindi sem nefndist: Kvenréttindafélag Is-
lands, starf þess og stefna.
Á maífundi flutti Sigurbjörn Þorbjörnsson erindi um
skattamál.
Á oktcberfundi flutti Auður Eir Vilhjálmsdóttir, guðfræð-
ingur, erindi, sem nefndist: Viðhorf kirkjunnnr til prests-
vigslu kvenna.
Nóvemberfundinn önnuðust að venju ungar fólagskonur
(Our). Þær sögðu frá könnun, scm þær væru aö gera á les-
efni barna í sambandi við útgáfu barnabóka hér á landi.
Desemlterfundurinn var, eins og mörg undanfarin ár,
bókmenntakynning. Ragnhildur Jónsdóttir las úr verkum
Elínborgar Lárusdóttur, en hún hafði þá nýverið átt átt-
ræðisafmæli. Valborg Bentsdóttir las úr nýútkominni bók
Drifu Viðar. Ung menntaskólastúlka, Unnur Guðjónsdóttir,
las frumort ljóð, og Guðrún Guðjónsdóttir las eftir sig ljóða-
þýðingar. — Sigurveig Guðmundsdóttir, kennari, flutti jóla-
hugleiðingu.
Á janúarfundi var sagt frá frumvörpum, sem send voru
K.R.F.Í. til umsagnar frá Alþingi. Þetta voru: Frumvarp til
laga um stofnun og slit hjúskapar, sem Auður Auðuns lagði
fram á þingi í fyrra, og núverandi dómsmálaráðherra flytur
nú aftur óbreytt. Hitt er frumvarp til laga um jafnlaunadóm,
flutt af Svövu Jakobsdóttur. Hafa Alþingi verið send álit
um bæði þessi frumvörp. Einnig hafa Ournar sent álit um
Frumvarp til laga um mannanöfn. Þessi fundur lét frá sér
fara ályktun um fiknilyfjavandamálið og var hún send
Landlæknisembættinu og einnig fjölmiðlum.
Á s.l. sumri skipaði stjórn K.R.F.l. tvær nefndir. Það er
nefnd til að fylgjast með því sem gerist varðandi lög um
réttindi og skyldur rikisstarfsmanna og skattamálanefnd, og
hefur hún sent Alþingi álitsgerð.
Samþykkt var á Alþingi í fyrra, að rikisstjórnin láti fara
fram könnun á jafnrétti þegnanna á íslandi. Af því tilefni
skrifaði stjórn K.R.F.Í. ríkisstjórninni og lét í ljós þá skoð-
un, að væntanleg nefnd, sem fengi þetta mál til meðferðar,
ætti að vera skipuð konum jafnt sem körlum. Svar barst síð-
an frá Félagsmálaráðuneytinu, þar sem þess var óskað, að
K.R.F.Í. tilnefndi tvær konur i slíka nefnd. Var svo gert, og
tilnefndar þær Lára Sigurbjörnsdóttir og Katrín Smári.
I fyrravor buðu færeysku kvennasamtökin K.R.F.l. að
senda konur á fund, sem haldinn var i Þórshöfn í byrjun
júni. Þvi miður gat engin kona farið héðan, svo við úrðum
að láta nægja að senda þeim hlýjar kveðjur, og fengum aft-
ur frá þeim elskulegt bréf.
öðru hvoru berast bréf frá Alþjóðafélaginu, þar sem
óskað er eftir upplýsingum um ýmis atriði Þetta er einkum í
sambandi við nefndir, sem starfa milli alþjóðlegu fundanna.
Þessum spurningum er leitazt við að svara eftir því sem við
á og tilefni er til. 1 alþjóða kvennablaðinu frá marz í fyrra
kom dálítil fréttaklausa frá íslandi, sem fréttaritari okkar,
Anna Sigurðardóttir, sendi, og í janúarblaðinu síðasta er
skemmtileg frásögn af heimsókn Margarete Ingledeuw og
systur hennar hingað til lands s.l. sumar. Margarete getur
þess, að Sigríður J. Magnússon hafi sýnt þeim Hallveigar-
staði og þar hafi þær séð Æviminningabókina og blað K.R.F.
I. „19. júni“.
Nú stendur til að halda fund í Noregi 7.—12. mai n.k., þar
sem fjallað verður um framfærsluhugtakið. Við eigum kost
á að senda á hann að minnsta kosti 2 fulltrúa (gætum sent
fleiri). Samnorræni menningarsjóðurinn hefur veitt nokk-
urn styrk til þessa fundarhalds. Það hefur verið ákveðið að
halda 13. Landsfund K.R.F.Í. dagana 19.—22. júní í sumar.
Aðalefni fundarins verður: Hlutverk konunnar i mótun
þjóðfélags framtíðarinnar.
Stjórn K.R.F.Í. er óbreytt frá því á aðalfundi 1971, en
hana skipa:
Guðný Helgadóttir, formaður.
Ásta Björnsdóttir, varaformaður.
Brynhildur Kjartansdóttir.
Edda Svavarsdóttir.
Sigurveig Guðmundsdóttir.
Fanney Long Einarsdóttir.
Lóa Kristjánsdóttir.
Valborg Bentsdóttir.
Valgerður Gísladóttir.
Blvgging Fæftiiigardeildar
Landsspítalans
Nú í maí 1972 er unnið við pípulagnir og hleðslu
milliveggja í nýbyggingu fæðingardeildarinnar. —
Húsið verður væntanlega tilbúið undir tréverk síð-
sumars, og ekkert á að vera því til fyrirstöðu
að taka þá strax til við iokaáfangann og ljúka
verkinu öllu á næsta ári.
Konur þekkja forsögu þessa máls og verður hún
ekki rifjuð upp hér, en framkvæmdir við grunn
byggingarinnar hófust 1970 og vinna við sjálft
húsið í vetrarlok 1971. Húsið er 15 þús. rúmmetr-
ar að stærð og ætlað fyrir 25 sængurkonur á kven-
sjúkdómadeild.
Kostnaðaráætlun, sem gerð var 1970 nam 160
milljónum króna og kostnaður er nú orðinn rösk-
ar 46 milljónir króna. Á síðastliðnu sumri var gerð
athugun á því, hvort hægt væri að flýta bygging-
unni með því að auka f járveitingar, og taldi bygg-
inganefnd svo vera, og á þessu ári eru veittar 60
milljónir á f járlögum til hússins. Árið 1973 er gert
ráð fyrir 28 millj. til þess að ljúka byggingunni
sjálfri og ráðgert er, að 36 millj. þurfi til kaupa á
búnaði og tækjum.
19. JÚNÍ
35