19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 6
manns, heldur fyrst og fremst hennar eigin verð-
leika. Hún fór snemma að sinna margháttuðum fé-
lagsmálum, svo sem Lestrarfélagi kvenna, Hjúkr-
unarfélagi Líknar og Mæðrastyrksnefnd. Þekkt-
ust ef til vill er frú S. fyrir störf sín í K.R.F.I., þar
sem hún var formaður frá 1947—1964.
1 áður áminnztu viðtali er þess vegna mest f jall-
að um mikilvæg störf frú S. á opinberum vettvangi,
en aðeins iítillega minnzt þeirra ára, sem hún var
húsmóðir á Vífilsstöðum, eiginkona Sigurðar
Magnússonar yfirlæknis og seinna prófessors. En
niðurlagsorð viðtalsins gefa í skyn, hve þau ár
voru frú S. mikill hamingjutími. Hún segir svo:
,,Ég hef alltaf kunnað vel við mig hér í Reykja-
vik, en þó eru það tveir aðrir staðir, sem togast á í
huga mínum, hraunið, vatnið og hlíðin á Vífils-
stöðum og fjöllin í Arnarfirði. Þótt ég hafi víða
farið um ævina, hef ég hvergi séð þeirra líka“.
Höfundur þessarar greinar dvaldist sem barn
hluta úr sumri á heimili frú S. Þetta var árið 1920.
Læknisbústaðurinn var þá svo til nýreistur, stór-
glæsilegt hús á þeirra tíma mælikvarða, og jafnvel
enn í dag. Mér er í barnsminni, þegar við móðir
mín komum fyrst inn í anddyrið. Þar voru veggir
hvítir, en breiður eikarstigi lá upp á loftið.
Skrifstofa prófessorsins var á hægri hönd, þá
inn var gengið, og prýddu bækur þar alla veggi.
Við dymar að skrifstofunni hékk á veggnum stórt
isaumað teppi, gert af frú S. eftir fyrirmynd frá
Þjóðminjasafninu, svokallað Riddarateppi, mjög
mikið verk. Þegar komið var inn í stássstofuna,
blöstu við meiri og bjartari gluggar en ég hafði áð-
ur augum iitið. Þarna inni voru dökkrauðar pluss-
mublur af ríkmannlegustu gerð, og allt annað í
stofunni eftir því.
Þá var frú Sigríður ung og í blóma lifsins. Hún
var há og grönn, ákaflega reisuleg, dökkbrýnd, og
með litaraft, sem gerir útslagið um fegurð kvenna.
Hún bar tiginmannlegt fas og glæsileiki hennar
varð mönnum minnisstæður. Þó man ég bezt eftir
þeirri móðuriegu hlýju, sem einkenndi hana öllu
öðnj fremur.
Sjaldan hafði ég séð þvílikt heimili, þar sem allt
bar að því eina, að mynda heild hamingju allra,
sem þar voru, hvort heldur áttu í hlut húsbændur,
börn, hjú eða gestir.
Þetta sumar man ég eftir móður frú Sigríðar,
sem mun hafa dvalið þar um sinn. Frú Jóhanna
var stórhöfðingJeg kona og elskuieg í viðmóti. Þeg-
ar hún sat við hlið dætra sinna þriggja, þeirra Sig-
ríðar, Ragnheiðar og Svanhildar, þá voru þar sam-
ankomnar einhverjar þær fegurstu mæðgur, sem
ég minnist að hafa séð.
Mér var sagt seinna, að séra Jón, faðir Sigríðar,
hafi verið fagur maður, og að Sigríður hafi líkzt
honum í ásýnd. Hann hafði verið einstakt góð-
menni, og í eftirmælum um hann var vitnað í hið
forna latneska ljóði: Integer vitae scelerisque pu-
rus —. Hinn vammlausi —.
Þannig virtist frú S. á þessum árum einhver sú
farsælasta manneskja, sem hugsazt gat. Góðleiki
og virðuleiki foreldranna, gáfur og mikilleiki eig-
inmannsins — elskulegu og failegu litlu börnin —.
öll þessi gæfi féll frú S. í skaut og hún umvafði
þetta allt með elskusemi og tign, eins og drottning
í sínu farsæla ríki.
Mér er hún enn i minni, vorkvöldin löng, þar sem
hún sat í einföldum hvítum kjól við gluggann í
stofunni sinni, fögur sem álfkona.
Stundum var hún að sauma, eða þá að lesa í bók.
Hún var líka að tala um bækur, annað hvort við
manninn sinn eða hinar ma^gurnar — og jafnvel
við ellefu ára telpuna úr Hafnarfirði. Enn man ég,
þegar frú Sigríður lánaði mér þriðja bindið af Þús-
und og einni nótt, en það hafði ég ekki séð áður. Þá
fékk frú Sigríður mér enn bók, Fornar ástir. Það
nafn fyllti hugann undarlegum trega. Sannleikur-
inn var sá, að þau prófessorshjónin keyptu víst all-
ar þær bækur, sem þá komu út á íslenzku, og
hvöttu sína heimamenn til lestrar. Þessi ólýsanlega
rómantík, sem fylgdi Fornum ástum, settist að í
huganum og festist í því landslagi, sem umkringdi
þessa bókarkynningu.
Þar skeðu allir hlutir í austri, átt morgunroðans.
Einhvern veginn rann þetta allt saman, og það
varð kvöldskinið að vori Vífilsstaða, sem minn-
ingin geymir.
Hlíðin og vatnið, rjóð í aftanskini og svanasöng,
þar sem ung og sæl kona situr við gluggann og
horfir í ró og kyrrð fagurrar sálar yfir úfið hraun
til bjartrar stjörnu á austurleiðum.
Þannig man ég þig bezt, Sigríður J. Magnússon.
Margir munu minnast þín með þökk og virðingu á
þessum tímamótum ævi þinnar.
Sigurveig GuSmundsdóitir,
Hafnarfirði.
4
19. JÚNÍ