19. júní


19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 7

19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 7
íFARARBRODDI Viðtal við Jóhönnu Egilsdóttur níræða Frú Jóhanna Egilsdóttir, fyrrverandi formaður verkakvennafélagsins „Framsókn“ varð níutíu ára gömul hinn 25. nóvember s. 1. En hún ber þennan óvenjulega háa aldur svo vel, að til slíks munu fá dæmi og fylgdist af áhuga með atburðum líðandi stundar. Jóhanna hefur árum saman verið einkar ötull og góður félagi í Kvenréttindafélagi Islands. Hún var um tíma í stjórn þess, en nú mörg undan- farin ár heiðursfélagi. Það var því eigi að tilefnis- lausu að ritnefnd „19. júní“ bað mig að hafa við- tal við hana fyrir blaðið. Ég gat ekki neitað þess- ari málaleitan, þótt svo hittist á, að ég væri sæmi- lega störfum hlaðin fyrir og hafi að vísu rætt við hana áður fyrir okkar ágæta blað. Ég vísa því til þessa fyrra viðtals okkar Jóhönnu, sem er að finna í „19. júní“ árið 1959. — En alltaf finnst mér skemmtilegt og lærdómsríkt að ræða við Jóhönnu, því að margs er að minnast frá hennar löngu og starfsömu ævi. Einn eftirmiðdag í apríl fer ég að hitta Jóhönnu á hinu vistlega heimili hennar að Lynghaga 10. Við röbbuðum fyrst dálítið svona á við og dreif yfir kaffibolli, en síðan fer ég að leiða hugann að er- indi minu. — Þú hefur áður sagt mér, Jóhanna, að þú hafir gengið í Kvenréttindafélagið árið 1909, en það væri gaman að heyra nánar um tildrögin til þess. — Já, byrjunin var eiginlega, þegar reykvísk- ar konur báru fram kvennalistann við bæjarstjórn- arkosningarnar 1908, en Kvenréttindafélagið beitti sér mjög fyrir því. Ég vann þá fyrir kvenna- listann af beztu getu. Ég bjó um þessar mundir á Lindargötunni, leigði hjá hjónunum Magneu Berg- mann og Ara Antonssyni, verkstjóra. Magnea fékk okkur þrjár konur, sem leigðum hjá henni, til að ganga í Kvenréttindafélagið. Við sóttum fundi fé- lagsins mjög vel og ég hlakkaði ævinlega til þeirra. Fundirnir voru þá oft haldnir heima hjá Bríetu Bjarnhéðinsdóttur að Þingholtsstræti 18, og veitti hún þá jafnan fundarkonum kaffi. — Þú hefur þá þekkt Bríetu vel? — Já, það tókst strax með okkur góður kunn- ingsskapur, sem hélzt meðan hún lifði, enda átt- um við eftir að starfa saman að mörgum sameigin- legum áhugamálum. Við höfðum til dæmis báðar mjög mikinn áhuga fyrir að Hallveigarstaðir kæm- ust upp. — En Jóhanna vann árum saman í fjár- öflunarnefnd Hallveigarstaða og var einnig um skeið i framkvæmdanefndinni. — Ég þekkti sömuleiðis Laufeyju Valdimars- dóttur mjög vel, heldur Jóhanna áfram. Hún var vissulega góð manneskja. Um hana má með sanni segja, aö hún mátti ekkert aumt sjá, án þess að langa þar úr að bæta. 19. JÚNÍ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.