19. júní


19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 23

19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 23
um, frá deiglunni og stálplötunni til vélar og vagns. Ég gat ekki varizt að spyrja sjálfan mig, hvort þessi vinnustaður gæti tal- izt mannlegt umhverfi, samboðið viti bornum verum. Heimspekingar, eins og ís- lenskir verkamenn, sem á slíkum vinnustöðum væru meira að segja sviptir möguleikanum á að taka í nefið samkvæmt íslenzkri hefð, hlytu að hafa hugleitt í alvöru, hvort ekki væri skynsamlegast að fara að dæmi Júdasar, varpa frá sér silfurpeningnum og hengja sig. Vinnuaðferð sem þessi er þó ekki án gildra forsenda. Þvert á móti er hún sprottin upp úr hinni almennu kröfu um ódýrar gnótt- ir iðnvarnings, mannsæmandi lífs kjör, sívaxandi þarfir, sem aug- lýsingasmiðjurnar ala á og síðast en ekki sízt kapphlaupinu við náungann, snobbinu. Allt þetta mun velferðarþjóðféiagið gefa þér, en því aðeins að þú fallir fram og tilbiðjir hin miklu iðju- ver þess, þar sem maður er að- eins maður við færibandið, sem dælir ódýrum iðnaðarvarningi út í neyzluþjóðfélagið. En einhverj- ir verða að standa við færiböndin í þessum risavöxnu mauraþúfum framtíðarinnar, vinnustöðum fyrir karla og konur. Eg er ekki viss um, að heimil- isstörfin verði í framtíðinni í vonlausri samkeppnisaðstöðu gagnvart annarri vinnu, ef þau njóta launalegs jafnréttis. 1 nútímaþjóðfélagi þarf starfs- skipting yfirleitt ekki að vera bundin við kyn, þar sem konur og karlar geta á flestum sviðum orðið jafnvíg til starfa. Þetta felur þó ekki í sér rök til að draga af því skilyrðislaust þá á- lyktun, að uppeldi karia og kvenna skuli vera að öllu leyti eins. Sýnist mér, að þar sé um lítið betur rökstutt sjónarmið að ræða heldur en það, sem nú er al- gengt, þ.e. að stúlkur skuli vera ,,kvenlegar“ og drengir „karl- mannlegir“. Uppeldi ætti að svara til hneigða hvers einstakl- ings. Ef slíkt væri framkvæman- legt, kæmi í ljós, hvort um væri að ræða einhvern eðlislægan mun milli karla og kvenna annan en hinn líffræðilega. Stjórnmálaleg- ur eða þjóðfélagslegur áhugi einn saman er hvorki fær um að sanna neitt eða afsanna í því efni. Öháð þessu er ástæða til að varast nýjar öfgar, sem leggja svo mikla áherzlu á jafnræði lcarla og kvenna, að reynt er að uppræta úr þjóðfélagsgerðinni þau störf, sem konur hafa hing- að til einkum gegnt, svo sem heimilisstörf, af því þau eru á- litin seinka fyrir þátttöku kvenna i annarri vinnu. Nær væri að meta gildi heimilisstarfa á hlut- lægan hátt, en leggja áherzlu á að karlar geti unnið þau eigi sið- ur en konur. Jafnrétti karla og kvenna í menntun hefur að rncstu verið viðurkennt, nema í þeim náms- greinum, sem snerta handíðir og heimilisstörf. 1 þessu efni erum við Islendingar á eftir flestum öðrum þjóðum, sem yfirleitt hafa samræmt þau verkefni, sem lögð eru fyrir pilta og stúlkur í þessum greinum, þannig að bæði kynin læra það sama. Ég tel, að ekki geti átt langt í land, að svo verði einnig hér á landi. Rétt er þó að vekja á því athygli, að ekki er þessi lausn með öllu annmarkalaus. Ef litið er á handavinnuna sérstaklega, er strax ljóst, að hver nemandi fær sem svarar kennslu í helm- ingi fleiri þáttum handavinnunn- ar en áður var, en helmingi skemmri tíma í hverjum þeirra. Alhæfing á kostnað sérhæfing- ar. Sama máli mun gegna um matreiðslu fyrir pilta og stúlkur, jafnframt fjölþættari kennslu í heimilisfræðum. Við þessu verð- ur ekki gert, þar sem ekki eru líkur á, að hægt sé að auka hlut- fall þessa námsefnis á kostnað annars eða fjölga vikustundum á námsskrá þess vegna. Kennslan í þessum greinum, eftir að þær hafa verið gerðar fjölþættari, mun því á skyldu- námsstigi aðeins geta gefið nem- endum ofurlitla nasasjón af því, hvað um er að ræða. En hver nemandi ætti síðar á námsferli sínum að eiga kost. á að velja sér að sérstöku viðfangsefni þá þætti námsins, sem hann einkum hneigist til. Frá þessu valfrelsi get ég þó hugsað mér eina undantekningu. Ég álít að tryggja þurfi, að allir, jafnt piltar sem stúlkur, hafi í skóla aflað sér það staðgóðrar þekkingar á heimilisstörfum að duga megi sem undirstaða til sjálfsbjargar í þeim efnum. Kristján J. Gunnarsson. 19. JÚNÍ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.