19. júní


19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 41

19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 41
Hverjar cru ástæður þess, að plássin hafa ekki verið fullnýtt? Það er vegna fjárhagsörðugleika nefndar- innar. En nú á seinni árum hefur verið farin sú leið, aö þær konur, sem læknar eða sjúkrahús biðja fyrir, fá eins og aðrir sjúklingar fyrirgreiðslu sjúkrasamlaga, og hefur það greitt mjög fyrir störfum nefndarinnar. Samkvæmt hinum nýju tryggingalögum, á hver sjúklingur rétt á vistun á erlendu hæli eða sjúkrahúsi, ef ekki er unnt að veita honum viðeigandi meðferð hérlendis. Sjúkra- samlögin hafa greitt daggjöld og einstaka sinn- um ferðakostnað, en nefndin hefur að öllu leyti séð um annan kostnað, svo sem kostnað við fylgd, vasapeninga, fatnað og fleira. Hver er gangur mála, þegar stúlka er send utan? Fyrst fær nefndin beiðni um aðstoð og snýr sér þá til læknis viðkomandi konu. I flestum til- vikum eiga þessar konur kost á dvöl á sjúkrahús- inu Kleppi og geðdeild Borgarspítalans, þar sem sérfróðir læknar gefa skýi’slu um ástand þeirra. Einnig tekur félagsráðgjafi persónuskýrslu. Síðan eru þessar skýrslur sendar yfirlækni áfengismála í Noregi, Thorbjörn Kjölstad, sem ásamt hlutaðeig- andi aðilum í Noregi ákveður, á hvaða heimili við- komandi kona skuli vistuð. Jafnframt verður kon- an að undirrita, að hún fari af fúsum og frjálsum vilja. Um samskipti nefndarinnar og hlutaðeigandi heimilis í Noregi er haldin nákvæm skýrsla. Að dvöl lokinni er okkur í nefndinni send skýrsla um árangur. Rétt er að geta þess hér, að fylgzt er með stúlkunum mislangan tíma, eftir að dvöl á heimilum lýkur, hafi þær ráðið sig í vinnu í Noregi. Hver er árangurinn af dvöl kvennanna í Nor- egi? Erfitt er að svara þessari spurningu. „Stat- istik“ hefur verið haldin í Noregi yfir árangur af vistun á drykkjuhælum, og telur Thorbjörn Kjölstad, yfirlæknir, árangur af dvöl íslenzku stúlknanna í Noregi mjög jákvæðan. Auðvitað tök- um við á okkur áhættu í hvert skipti, sem stúlka er send utan. Eftir minni reynslu tel ég, að um það bil helmingur þeirra, sem ég hefi haft afskipti af, hafi hlotið bata. Á hvern hátt og í hvaða mynd eru hæli fyrir drykkjukonur rekin í Noregi? Ekkert heimili er til fyrir drykkjukonur á vegum ríkisins, heldur eru það einakaaðilar, sem reka þau með styrk og undir ströngu eftirliti opin- berra aðila. Hvað innri gerð hælanna snertir, þá eru mörg þeirra jafnframt skólar, þar sem hver kona hlýtur menntun í samræmi við hæfileika og getu. Einnig geta konur fengið endurþjálfun í starfi á hælunum. Hjálparnefnd stúlkna sér konum fyrir kennara í norsku við upphaf dvalar þeirra í Noregi, sé þess þörf. Eru einhverjar breytingar, sem þér finnast eigi að eiga sér stað, í sambandi við Hjálparnefnd stúlkna? Eins og þú sérð af því, sem ég hefi sagt hér á undan, þá hefur verksvið nefndarinnar færzt mjög út, þar sem að mestu leyti er um áfengissjúklinga að ræða, en tilgangur nefndarinnar í upphafi var að koma til móts við stúlkur, sem áttu við um- hverfisvandamál að stríða. Vegna þess að verk- svið nefndarinnar hefur breytzt, finnst mér þetta starf heyra tvímælalaust undir Heilbrigðismála- ráðuneytið, þar sem það er á sviði heilsugæzlu. Nú er í ráði að byggja hæli fyrir drykkju- sjúklinga hér á landi. Telur þú, að við munum þurfa á fyrirgreiðslu og hjálpsemi Norðmanna að halda, hvað snertir drykkjukonur, eftir að það hæli verður tekið í notkun ? Þrátt fyrir hina fyrirhuguðu byggingu við Vífilsstaðahælið, þar sem bæði verður læknamið- stöð og endurhæfingarheimili fyrir karla og konur, 19. Júní 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.