19. júní


19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 45

19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 45
Innan vébanda þess eru um þrjátíu félög og félagasambönd, og meðal þeirra eru sum stærstu félög og félagasambönd landsins, svo sem Slysa- varnafélag Islands, Alþýðusamband Islands, íþróttasamband Islands og Bandalag íslenzkra skáta. I-Ivert er markmið Landssambandsins? Eins og nafnið bendir til, var Landssamband- ið stofnað til að sameina sem flesta aðila til að vinna gegn áfengisbölinu. Aðalmarkmiðið er á- róður gegn áfengisneyzlu og að reyna að hamla á móti vínveitingum frá hendi valdhafa. Meðal ann- ars hefur Landssambandið beitt sér gegn bjór- frumvarpinu ásamt bindindissamtökunum. Á hvern hátt starfar Landssambandið? Landssambandið hefur beitt sér fyrir því, að haldnar væru ráðstefnur, sem fjölluðu um bind- indismál. Einnig hefur að undirlagi þess verið haldinn Bindindisdagur einu sinni á ári víða um land. Margt fleira en hér kemur fram aðhefst Landssambandið i þágu bindindismála, og er það of iangt mál til að telja upp i stuttu viðtali. Þar sem þú ert einnig fulltrúi í Áfengisvarn- arnefnd kvenna, hvað viltu segja um starfsemi þeirrar nefndar? Upphaflega var nefndin stofnuð til hjálpar ungum stúlkum, sem höfðu lent í erfiðleikum vegna óreglu. Var ætlunin að reyna að koma á fót heimili til hjálpar þessum stúlkum. Og hvað hefur ykkur orðið ágengt í þeim efn- um? Þótt heimili þetta hafi aldrei risið upp í þeirri mynd, sem því var ætlað, höfum við þó getað veitt stúlkum samastað tima og tíma, og alla vega höf- um við rcynt að aðstoða konur, sem hafa átt í erf- iðleikum vegna óreglu. Er eitthvað sérstakt, sem þú vildir taka fram um Áfengisvarnarnefnd kvenna? Á margvíslegan hátt hefur Áfengisvarnar- nefnd kvenna reynt að aðstoða heimiii, sem eiga við erfiðleika að etja vegna óreglu. Og enn þann dag í dag geta allir leitað til Áfengisvarnarnefndar kvenna, sem hefur viðtalstíma á þi’iðjudögum og föstudögum á milli klukkan þrjú og fimm. Finnst þér starfsemi þeirra aðila, sem vinna gegn áfengisbölinu, nógu áhrifarík? Það er fjöldi fólks hér á iandi, sem hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu bindindismála, bæði í Góðtemplarareglunni og utan hennar. En hvað finnst þér um árangurinn? Árangurinn er því miður ekki nógu góður, því að alltaf eykst áfengisbölið. Sem dæmi má taka öll þau slys, sem orsakast af áfengisneyzlu og við lesum daglega um i blöðum landsins. Einnig má vitna í yfirlýsingar presta, sem telja flesta hjóna- skilnaði og heimiliserfiðleika eiga rót sína að rekja til áfengisneyzlu. Hvað telur þú, að helzt megi gera til úrbóta? Meiri hjálp þarf til handa fólki, sem verður víninu að bráð. Af sjálfsögðu þarf þetta fólk að komast undir iæknishendur nógu snemma, og til þess þarf hjálp hins opinbera með hælisvist og annað. Aðalatriðið tel ég samt, að þeir, sem í alvöru vilja ekki áfengisböl í landi okkar, og þar á ég við allan almenning, stuðli sjálfir, hver og einn, á sín- um heimilum að bættu ástandi í þessum efnum með því að hafa ekki vín um hönd. Er nokkuð, sem þú vildir segja að lokum? Einnig vil ég bæta því við, að lítil von er um, að áfengisbölið minnki, á meðan hið opinbera selur þegnum sínum vín og valdhafarnir veita vín í opinberum veizlum. Vafasamt er, hvort rík- issjóður hefur hagnað af vínsölu, vegna þess hve ríkið þarf að leggja mikið af mörkum, bæði í lög- gæzlu og til endurhæfingar þessu fólki. Að endingu þetta, að mínum dómi eru brenni- vín og stríð verstu óvinir mannkynsins. 19. JÚNX 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.