19. júní


19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 28
Adda Bára Sigfúsdóttir tók við starfi sem aðstoðarmaður ti’ygg- ingaráðherra 15. okt. 1971. Hún segir: Ég á ekki von á stórvægilegri breytingu alveg á næstunni, en það yrðu mér mikil vonbrigði, ef ekki verða orðin gagnger um- skipti að 10—15 árum liðnum. Þessa hugmynd byggi ég fyrst og fremst á viðhorfi unglinga innan við tvítugt. Þau eru svo afdráttarlaust jafnréttisfólk, og ég geri mér vonir um, að þau haldi áfram að vera það og móti þjóðfélagið eftir því. Við eigum að vísu myndarlegan hóp kvenna sem kominn er yfir unglingsárin og nokkra karlmenn, sem vinna að því að ryðja hindrunum venjubundinna viðhorfa úr vegi, en þar er ennþá aðeins um fram- varðarsveitir að ræða. Áður en við komumst það iangt, að ábyrgðarstöður skiptist nokkurn veginn jafnt milli kvenna og karla þarf að móta heimilishætti og ytri aðstæður, sem gera konum almennt kleift að stunda störf sem krefjast full- Síðan „19, júní“ kom út í fyrra hef- ur það gerzt, að fjórar konur hafa ver- ið kvaddar til starfa, sem að virðingu, ábyrgð og verðmæti töldust þau, að hingað til hefði verið venjulegra að kartar gegndu þeim. Talan fjórir verður til þess, að hug- urinn staldrar við atburð, sem gerðist fyrir meira en sex tugum ára eða árið 1908.Þá var það, að tæpum mánuði eftir að konur höfðu hlotið full rétt- indi til kosninga og kjörgengis í bæj- arstjórn Reykjavíkur, að þær fengu fjóra bæjarfulltrúa kosna, allar kon- urnar sem buðu sig fram. Ekki fylgdu konur þessar sigri fastar eftir en það, að síðan hafa aldrei fjórar konur sam- tímis verið kosnar borgar- eða bæjar- fulltrúar í Reykjavík. Sú spurning verður því áleitin nú, hvort að viðhorf til verðleika kvenna, á sviði ábyrgðar og hæfni til starfa sé að breytast og þess verði ekki langt að bíða að það teljist ekki til tíðinda að konum sé falin embætti og ábyrgðar- störf til jafns við karla, eða er hér um tilviljun að ræða, og erum við enn í sama farinu og 1908 að fylgja engum sigri eftir. En hvað segja þessar um- ræddu konur sjálfar. Eru þær bjart- sýnar? V. B. komins vinnudags án þess að um gersamlega óhæfilegt vinnuálag verði að ræða. 1 þessu efni hefur þróunin ver- ið hæg undanfarna áratugi, en sú mikla umræða um stöðu kvenna, sem nú fer fram, hlýtur að leiða til raunverulegra umskipta. Ég er mjög bjartsýn. Adda Bára Sigfúsdóttir. Ingibjörg Magnúsdóttir tók við starfi deildarstjóra í heii- brigðisráðuneytinu í nóvember 1971. Hún segir: Já, ég er bjartsýn á það. Sér- staklega vegna þess, að fleiri konur hlutfallslega hljóta aðra menntun nú en fyrr á árum. Það er að hverfa sá hugsunarháttur, að öllum konum dugi skyldunám og húsmæðraskóli til að búa sig undir framtíðarstörf. I vor mun um þriðjungur þeirra stúdenta er brautskráðir verða vera kon- ur, en fyrir um 30 árum voru 1—3 konur af hverjum 45 stúd- entum. Án efa fara margar þess- ara kvenna í framhaldsnám. Mér finnst konum nú mestur vandi á höndum að sameina vel störf utan heimilis, er krefjast ábyrgðar og átaka, þeim störf- um, er þær sinna í heimili, sem eru ekki síður ábyrgðarmikii, sérstaklega uppeldi barna. Hvað varðar mitt starf hér og ráðningu í það, er það ekki mæli- kvarði á verðleika kvenna til jafns við karla. Til grundvallar 26 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.