19. júní - 19.06.1972, Blaðsíða 32
Hvað vilt þú segja okkur um hjónin í leikritinu?
— Lárus er pabbinn í verkinu og fær ekki svigrúm til neins meira. Hann er barn-
góður sjómaður og því mjög eðlilegt að hann gefi sér góðan tíma með börnunum.
— Við þurfum ekki annað en fara í tuttugu ára gamalt hús til að finna svipaða
konu og mömmuna, Elinu. Hún sker sig þó úr sem sjómannskona, þar sem hún er
aldrei ánægð með að hafa mann sinn á sjónum. Hún er, og sú eina í f jölskyldunni,
sem er á móti barninu, en telur alla þurfa að standa ábyrga gerða sinna.
— Úti á við eru þau ósköp typisk hjón.
Finnst þér æskilegt hlutverk Elínar á heimilinu?
Ég held, að við þurfum gæta okkar mjög í uppeldinu, þegar konan er heima og
maðurinn úti að vinna. Uppeldið ýtir mikið undir kynjamismuninn og hlægilega
mikið í sambandi við barneignir þessara barna síðar meir. Konan hefur og „ten-
dens“ til að halda barninu svolítið „privat" fyrir sig, en föðurhlutverkið er ekki
síður mikilvægt.
Er það eitthvað sérstakt, sem þú vilt koma á framfæri um leikritið?
Nei, ég tel, ef leikritið hefur náð settu marki, ekki þörf á að skýra neitt sérstakt
atriði úr því.
Lárus: Svona þú ert kominn heim. Þú hefðir átt að skrifa
okkur.
Maria: Það virtist svo tilgangslaust að skrifa. Þegar þau höfðu
sýnt mér vanþóknun sína í nokkrar vikur, fannst mér nœst-
um því þeir hafa á réttu að standa.
Elín: Þetta hlýtur að vera áfall fyrir alla. Ég veit ekki, hvað
ég á að segja.
Birna: Þegiðu þá.
30
19. JÚNÍ