19. júní - 19.06.1972, Síða 39
Síðastliðin tvö ár hefi ég staðið andspænis á-
fengisneyzlu nemenda minna sem vandamáli, og
hefur það verið mjög áberandi í vetur.
Telur þú vínneyzlu vera mjög almenna með-
al ungs fólks í dag?
Samkvæmt viðtölum, sem ég hefi átt við nokkur
ungmenni, hefur komið i ljós, að viðhorf til vín-
neyzlu hafa breytzt ört meðal æskufólks, og sá
hópur ungs fólks fer ört vaxandi, sem ekki getur
skemmt sér án víns. Virðist vínneyzla nú vera al-
menn tízka meðal æskufólks.
Hvernig finnst þér, að eigi að bregðast við þess-
um vanda?
Aðalatriðið er að breyta almenningsálitinu. Ö-
hugsandi er að líta svo á, að vinneyzla sé ekki
samfélagsvandamál, sem snerti hvern einstakan
þjóðfélagsþegn, beint og óbeint, bæði á heimilum
og á vinnustöðum, þar sem margar vinnustundir
tapast.
Með hvaða ráðum finnst þér, að reyna eigi að
breyta almenningsálitinu?
Með fræðslu og fyrirbyggjandi starfi. Auka þarf
verulega áfengisfræðslu í skólum. I fræðslunni
finnst mér, að ekkert ofstæki megi komast að.
Fyrirlestrar eiga að vera fluttir af kunnáttumönn-
um. Ég er ekki hlvnnt bönnum nema í nauðvöi'n.
Hvernig myndir þú vilja haga fræðslunni i hin-
um almennu fjölmiðlum?
Ég vildi gjarnan, að komið yrði á umræðuþátt-
um í fjölmiðlum á borð við umræðuþætíi Ólafs
Ragnars Grímssonar. Meðal þátttakenda mundi ég
viija hafa biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson,
öddu Báru Sigfúsdóttur, aðstoðarheilbrigðismála-
ráðhcrra, síra Árelíus Níelsson, Guðmund Viggós-
son, stud. med., einnig mundi ég vilja hafa ein-
liverja frá löggæzlunni og AA-samtökunum. 1
sjónvarpsþætti þessum mætti sýna heimili, þar
sem áfengissjúkiingur er, og áhrif þau, sem hann
hefur á aðra fjölskyldumeðlimi.
Eru einhverjar fyrirbyggjandi ráðstafanir, sem
þú vildir láta gera í fjölmiðlum?
Mér finnst, að varla sé farið i kvikmyndahús og
horft á myndir úr mannlífinu, án þess að þar sé
haft vín um hönd. Einnig á þetta við um sjónvarps-
leikrit, bíómyndir og myndaflokka, sem sýnd eru
liér í sjónvarpinu, og lit ég það alvarlegri augum,
þar sem mjög ung börn horfa oft á sjónvarp.
Reyna mætti að hafa áhrif á sjónvarpsleikrit og
kvikmyndir, sem gerð eru hér á landi, og banna
i þeim víndrykkju.
Að fjölmiðlunum slepptum, á hvern hátt heldur
þú, að unnt sé að hafa áhrif á almenning í land-
inu, þannig að hann hafi síður áfengi um hönd?
„Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér
leyfist það.“ Ef ríkisstjórn, hver sem hún er, veit-
ir vín í opinberum veizlum, tekur hún ekki nógu
hart á málunum, því að það hlýtur að hafa áhrif
á almenningsálitið, hvað hún aðhefst.
Einnig tel ég mjög æskilegt, að kennarar barna
og unglinga séu bindindissamir, þar sem vitað er,
bversu sterkt fordæmi uppalenda er.
Hvað viltu segja um eftirlitið í þessum málum?
Frá mínum bæjardyrum séð, þarf að fylgja
betur eftir áfengislögunum, og herða eftirlit. Séu
ákvæði í áfengislögunum, sem erfitt er að fram-
fylgja, tel ég, að eigi að fella þau ákvæði niður.
Hvert er álit þitt á hinni nýframkomnu tillögu
í þinginu um að lækka aldur þeirra, sem mega
neyta vins á vínveitingahúsum niður í 18 ára, til
þess að samræmi sé á aldri þeirra, sem hleypa
má inn í þau hús og veita má vín í þeim?
Að mínu áliti þarf að samræma aidurinn, en
mér finnst, að aldurslágmarkið eigi að vera 20
ára. Samt kann það ekki að vera framkvæman-
legt, eins og málum er háttað i þjóðfélaginu í dag.
Heldur þú, að gerlegt yrði að koma á „drykkju-
menningu“ hér á landi?
19. Júní
37