19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 12

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 12
FYRIRVINNUHUGTAKIÐ Grein þessi var upphaflega samin sem erindi, en það var flutt á almennum fundi sem Rauðsokkar hoðuðu til í Norræna húsinu, 27. októher 1973. Orðið fyrii'vinna skil ég þannig, að þar sé átt við persónu, sem vinnur fyrir fjárhagslegum þörf- um annarar persónu, annað hvort að hluta eða í heild. Framfærandi getur haft sömu merkingu og fyrirvinna, en get- ur lika átt við riki, sveitarfélag eða stofnanir. Maður getur t. d. verið á framfæri sveitarfélags, en varla átt sveitarfélagið að fyrir- vinnu. Þegar farið er að virða fyrir sér fyrirvinnuhugtakið, þá rekst mað- ur á tvær myndir, aðra óskil- greinda, en þó yfirþyrmandi og allsráðandi. Sú mynd markast af daglegri, innrættri og oftast óhugsaðri hegðun okkar. Leyfi ég mér að fullyrða, að hún hafi áhrif á líf hvers einasta manns hér á landi hver svo sem hugsuð afstaða hvers einstaklings er til þessarar fyrirvinnuhugmyndar. En þessi hugmynd veldur því m. a., að efnahagsleg afkoma og karlmenn virðast vera órjúfanleg heild i hugum fólks. Það liggur við, að sæmileg fjárhagsleg af- koma án tilvistar karlmanns sé óviðeigandi. T. d. þykir eðlilegt líf, að hjón milli þrítugs og fertugs með tvö börn búi í 3-4 herbergja eigin íbúð og eigi þokkalegan bíl. Það þykir líka eðlilegt, að íbúðin og bíllinn séu keypt fyrir aflafé mannsins, en konan ali upp börnin og „skapi manni sinum fagurt heimili“. Fari svo, að maðurinn deyi, þá þykir öllum sjálfsagt, að konan slaki eitthvað á bamauppeldinu og fari að vinna fyrir framfærslu- kostnaði sínum og bamanna. En takist konunni að búa áfram með börnunum í íbúðinni, sem hún áð- ur bjó í með börnum og manni sírium, hvað þá haldi hún bílnum, þá er það líf, sem var eðlilegt svo lengi, sem maðurinn lifði, orðið lúxuslíf við fráfall hans. Ég held ekki, að það þyki sjálf- sagt, að maður, sem missir konu sína, þurfi þess vegna endilega að selja bíl sinn eða minnka við sig húsnæði, aftur á móti þætti víst flestum sjálfsagt, að hann fengi húshjálp. Það er athyglisvert, að ef ein- stæðar mæður lifa eins og annað fólk, búa i sæmilegu húsnæði og hiálpa börnum sínum til mennta, þá er það „lúxuslif“. Hin myndin af fyrirvinnuhug- takinu er sú, sem þau lagaákvæði, er fjalla um réttindi og skyldur þeirra, sem teljast fyrirvinna, gefa. Þessi mynd er allt önnur en sú, sem að framan er minnst á, og virðist síðast talda myndin oft hverfa í skuggann af þeirri óskilgreindu. Hér á eftir ætla ég að fjalla um hlutskipti einstaklinga sem fyrir- vinnu eins og það birtist í íslenskri löggjöf. í lögum um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna, en þau lög eru númer 87 frá 1947, segir svo í 5. gr.: „Móðir er skyld að framfæra og ala upp óskilgetið barn sitt sem skilgetið væri, enda er afstaða óskilgetins barns gagnvart móður þess söm sem afstaða skilgetins barns gagnvart foreldri." f 6. gr. sömu laga segir svo: „Nú hefur karlmaður gengist við faðerni óskilgetins barns, verið dæmdur faðir þess, honum orðið eiðfall eða eiður fallið á hann og er honum þá jafnt móður þess skylt að kosta framfærslu barnsins og uppeldi.11 T lögum þessum er ákvæði um það, að hvorki sé heimilt að semja um lægra meðlag né úrskurða lægra meðlag en barnalífeyri, eins og hann er á hverjum tima samkvæmt lögum um almanna- tryggingar og jafnframt, að við ákvörðun meðlagsupphæðar skuli hafa hliðsjón af högum beggja foreldra og miða meðlagsgreiðsl- una við hag þes foreldris, sem betur er stætt. Ennfremur er móð- ur veitt heimild til þess að krefj- ast þess, ef barn á ómagaaldri veikist eða andast, að föður eða þeim, sem dæmdur hefur verið meðlagsskyldur, verði úrskurðað skylt að leggja fram fé til hjúkr- unar, lækningar og ef til kemur greftrunar barnsins. Þama leggja lögin nokkuð jafn- ar skyldur á báða foreldra. Bann- að er með lögunum að ákveða eða semja um lægra meðlag en barna- lífeyri. En í raun, þá er það þann- ig, að feðmm er gert að greiða 10 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.