19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 32
Konan í íslenskri myndlist
Rætt við Björn Th. Björnsson um hlutverk
konunnar í íslenskri listasögu
Hvenær er fyrst minnst á listsköpun kvenna?
íslensk listosaga byrjar nieð konum. Þetta rná til sanns vegar færa,
því áð í Eddukvœðum, seni eru elstu rit okkar, er sagt frá konum,
sem „byrða“ myndir á borða. í Oddrúnargráti er talað um Bryn-
hildi, sern vefur eða saumar afrek Sigurðar Fáfnisbana. Eins og
í Guðrúnarkviðu hinni fornu. Þar er lögð í munn Guðrúnar Gjúka-
dóttur frásögn af því, er hún dvaldist í Danmörku hjá Þóru Hákon-
ardóttur og þœr saumuðu langa refla með rómantískum myndum,
— „sali suðræna og svani danska“, en aðallega þó orustumyndir
og bardaga.
En eftir að íslensk listasaga er kominn fram í Ijós skrifáðra
heimilda, má segja, að ein lista- og hagleikskonan taki við af ann-
arri.
Við eigum nokkuð af gömlum refilsaumuðum altarisklæðum,
og eru þau öll ættuð frá Norðurlandi. Þess vegna verður mönnum
all starsýnt á heimild í sögu Jóns Ögmundssonar biskups, sem er
skrifuð rétt eftir dauða lians, árið 1121, og er því mjög góð heimild.
Þegar sagan segir frá skóla Jón ögmundssonar biskups, kemur fram
lýsing á stúlku, sem hét Ingunn: „Þar var og í frœðinámi hrein-
ferðug júngfrú, er Ingunn hét. Öngum var hún lægri í sögðum
bóklistum, kenndi hún mörgum grammaticam og frœddi hvern,
sem nema vildi. JJrðu því margir vel menntir undir hennar hendi.
Hún rétti mjög latínubœkur, svo áð hún lét lesa fyrir sér, en hún
sjálf saumaði, tefldi (þ. e. óf spjaldvefnað) eða vann aðrar hcinn-
yrðir með heilagra manna sögum, kynnandi mönnum guðs dýrð
eigi aðeins með orðum munnsins, heldur og méð verkum hand-
anna.“ Sérstaklega er það merkilegt að til skuli vera latínulœrð
kona hér á þessum tíma. Konur voru jafnréttháar karlmönnum
30
19. JÚNÍ