19. júní


19. júní - 19.06.1974, Síða 25

19. júní - 19.06.1974, Síða 25
BIiiul stúlka að lesa slærðfræði. sjáandi börnum og tengjast þeim félagslega, um leið og þau læra sömu námsgreinarnar, má þar t. d. nefna söngtím. Sú reynsla sem fengist hefur með því að hafa sameiginlega kennslu fyrir blind börn og sjáandi, hefur reynst þýðingarmikil í sambandi við félagslega aðlögun þessara barna. Því fyrr sem þessi aðlögun getur hafist, þvi betri árangurs er að vænta. Þetta sið- ast nefnda á þó ekki aðeins við um blindu börnin, það á ekki siður við þau heilbrigðu og sjáandi. Því fyrr sem þau læra að umgangast þessa fötluðu jafn- aldra sína, þvi meiri líkur eru á, að samskipti þeirra verði eðlileg og byggist ekki á of mikilli vorkunnsemi og hlifð. Þeir aðilar sem lengi hafa starfað að þessum mál- um telja, að áfram beri að stefna i átt til sameining- ar kennslu og uppeldi blindra bama í sem nánust- um tengslum við hinn almenna skóla eftir þvi sem tök eru á. Hins vegar hljóta blind börn ætíð að þarfnast meiri einstaklingskennslu og annars konar tækni við t. d. lestrarkennslu heldur en venjuleg heilbrigð böm. Kennsla blindra barna Blindraskólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1933 af Blindravinafélagi Islands. Kennsla blindra mun þó hafa verið byrjuð áður, en sú kennsla var látin í té af einkaaðilum og var aðallega fyrir fullorðna. Blindraskólinn hefur tekið við bömum frá 7 ára aldri, enda fylgir skólinn hinum almennu fræðslu- lögum og samkvæmt þeim eru blind böm ekki skólaskyld fyrr en almenn fræðsluskylda hefst við 7 ára aldur. Skólinn hefur frá upphafi verið starfræktur af Blindravinafélagi íslands, lengst af til húsa að Bjarkargötu 8 í Reykjavik, þar sem böm utan af landi gátu dvalið í heimavist. Frá því árið 1971 hefur Blindraskólinn verið til húsa i Laugarnesskól- anum í Reykjavik, en án heimavistar. Síðastliðinn vetur voru i skólanum 4 nemendur, allir úr Reykjavík nema einn, og hefur svipaður fjöldi verið ár hvert, síðustu áratugina. Fæðingartala blindra barna er mjög lág. Börnin eru i skólanum 4-5 kennslustundir daglega. Þau njóta að sjálfsögðu sérkennslu hjá blindrakennara, sem miðast við þeirra fötlun, hins vegar fá þau að sækja tíma í almennum bekkjum skólans eftir þvi sem þau hafa getu til, og þannig er reynt að gefa þeim tækifæri til að venjast Vangefin börn Sú venja hefur lengi tiðkast að skipta vangefnum í þrjá flokka eftir vitsmunalegum þroska. Eftirfar- andi hugtök eru oftast notuð i alþjóðlegum fræðirit- um yfir þessa skiptingu, þ. e. a. s. Idiotia, Imbecilitas og Debilitas. Þeir sem falla undir fyrstu tvo flokk- ana hafa greindarvdsitölu frá 0-50, þeir sem mælast með greindarvisitölu á bilinu milli 50-70 flokkast undir Debil-stigið. Sameiginlegt með öllum þessum hópum, sem mælast með greindarvísitölu lægri en 70 stig, er samkvæmt ofannefndri skilgreiningu, að þeir eru vangefnir. Greindarvisitala hjá meðal- greindu barni er um 100 stig. Hér á landi er af löggjafans hálfu greint á milli þeirra, sem flokkast á Imbecilstig eða lægra og þeirra sem eru á Debilstigi. Börn, sem hafa greindarvísitölu 50-70 (debil) skulu ekki vistuð á stofnunum fyrir vangefna, þau eiga að geta tekið bóklegri kennslu og starfsþjálfun og samkvæmt lög- um eiga þau skýlausan rétt til kennslu við sitt hæfi, eins og heilbrigð böm. Hér verður ekki fjallað nán- ar um sérkennslu vangefinna bama utan stofnana, þar sem sérstakur kafli í þessum greinaflokki verður um Höfðaskólnnn í Reykjavik, sem er eini sérskól- inn á landinu fyrir vangefin börn. 19. JÚNÍ 23

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.