19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 33
viÖ upphaf íslandsbyggöar og allt þar til kirkjuveldiS náði yfir-
höndinni. Kristin kirkja hefur œvinlega kúgað konur.
Rón/önsku altarisklæöin, sern til eru frá Noröurlandi, geta veriö
sprottin undan áhrifum Ingunnar, því áö þau eru allmiklu yngri.
— Reykjáhlíöarklœöiö í Kaupmannahöfn er frá 13. öld, og gæti
Ingunn í skemmsta lagi veriö „formóöir“ þess í þriÖja liÖ. Sama má
segja um Marteinsklœöiö, sem er í Cluny-safninu í París. Þáö mun
vera ættáö frá Grenjaöarstaö í SuSur-Þingeyjarsýslu og var um
skeiö í einkaeigu Frakklandskonungs. Ilins vegar hafa vafalausl
veriö uppi fleiri mennláÖar hannyröakonur um þetta leyti og jafn-
vel hreinar hannyröamiöstöövar, t. d. í sambandi viö nunnu-
klaustrin, stólana og hina ríkari kirkjustaÖi.
Danir sýndu okkur nú í sumar sem og oftar mikinn vinarhug.
Þeir léöu okkur á listahátíöinni Postulaklæöiö frá Hrafnagili, sem
er frá 13. eÖa byrjun 14. aldar, og lengsta íslenska refilinn, sem
til er. Hann er frá Hofi i Vopnafiröi og eru um 10 metrar á lengd.
Á Listahátiöinni var Riddaraklœöiö svonefnda í Þjóöminjasafninu
haft til einkunnar á aöalskrá hátiöarinnar. en þáö er sjálfsagt
einnig verk konu.
Er eingöngu minnst á konur í sambandi við útsaum?
Hagleikur kvenna var ekki eingöngu bundinn nál og vef. Þaö eru
líka til heimildir um skuröhagar eöa oddhagar konur, og í því
efni geturn viö vikiÖ okkur til hins biskupsstólsins, Skálholts. Góö
heimild um slíka konu er í sögu Páls biskups. Þar segir frá Margréti
hinni högu, sem var prestskona í Skálholti og var eins konar hirÖ-
smiöur biskups. Páll biskup sendi einhverju sirini Þóri erkibiskupi
i Rjörgvin aÖ gjöf „biskupsstaf af tönn gjörvan á íslandi, er smíöaö
haföi Margrét hin haga kona Þóris prests, er þá var oddhögust
allra manna á tslandi“. Þaö má telja liklegt, aÖ bagall sá sem fannst
í gröf Páls sé skorinn af Margréti, og mér þykir þáö og stoltlegt
og skemmtilegt samhengi sögunnar, aö nú skuli tvœr konur skreyta
Skálholtskirkju meÖ verkum sínum, Nína Tryggvadóttir gaflvegg-
inn meö mósaík og Geröur Helgadóttir gluggana meö steingleri.
Þá hefur komiö fram sú tilgáta, aö kona sé höfundur útskuröar-
ins á ValþjófsstaöahurÖinni, sem talin er einn mesti listgripur
okkar frá fyrri öldum. RarÖi Guö/nundsson fyrrum þjóöskjalavörö-
19. JÚNÍ