19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 26
Áður en lengra er haldið skal hér drepið á nokkrar helstu orsakir, sem valda vangefni eða fávitahætti, eins og það er stundum nefnt. Mongolismus dregur nafn sitt af hinu sérkenni- lega útliti sem mongólítar hafa, skásett augu, oft opinmynntir, vöðvar slappir. Mongolismus stafar af litningatruflunum, sem eiga sér stað við upphaf fósturmyndunar. Hjá heilbrigðu fólki raðast litn- ingar saman í pör, alls 46. Erfðafræðingar hafa uppgötvað að hjá mongólítum eru fleiri eða færri litningar í einu parinu, þannig að annað hvort eru þeir 47 í stað 46 eða færri. Vísindunum hefur ekki tekist að uppgötva hvers vegna litningatruflanir koma fyrir. Ekki hefur heldur verið sannað að hér sé um urfgengi að ræða, hinsvegar hafa rannsókn- ir bent til þess að mæður mongólíta séu að meðal- tali eldri, um og yfir fertugt, þegar þær eignast þessi börn. PKUsjúkdómur (phenylketonuria) stafar af galla í liffærakerfinu, er stjórnar efnaskiptum líkamans. Ýmsar algengar fæðutegundir innihalda amínósýru sem nefnist phenylanin. Hjá flestum mönnum er hvati (enzym), sem breytir þessari sýru í skaðlaust efni. Sum börn eru fædd með þeim galla að þau vantar genið, sem framleiðir hvatann og stýrir þess- um efnaskiptum. Afleiðingin verður sú að phenyla- nin hleðst upp í líkamanum og breytist síðan í phenylpyrovicsýru, sem hefur skaðleg áhrif á mið- taugakerfið og heilann og veldur vitsmunalegum vanþroska, ef ekkert er að gert. Nú orðið er hægt að greina sjúkdóminn hjá nýfæddum börnum og með sérstöku matarræði er unnt að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar PKUsjúkdóms. Hjá vissum hópi vangefinna er orsökin dvergheili eða vatnshöfuð. f báðum tilvikum er höfuðlagið óeðlilegt. Vatnshöfuð stafar af því að vökvi, sem er á milli heilahimnanna og höfuðkúpu, fær ekki eðli- lega framrás. Þegar vökvamagnið eykst þrýstir það á heilann og höfuðkúpuna. Afleiðingin getur orðið röskun á starfsemi heilans, mismunandi mikil eftir því á hve háu stigi sjúkdómurinn er. Með sérstakri aðgerð er nú hægt að ráða nokkra bót á þesum ágalla. Averkar í fæðingu, t. d. súrefnisskortur, getur og verið orsök vanþroska ef vissar stöðvar í heilanum skaddast, einnig getur slík heilasköddun valdið lömun. Sjúkdómar og áverkar eftir fæðingu geta einnig verið orsakir. Áður fyrr var heilahimnuhólga al- geng hjá bömum þegar penicilínið var ekki komið til sögunnar. Heilahimnubólga getur valdið því að Sjúkrapjálfi að störfum. taugafrumur heilans skaddist það mikið að eðlileg starfsemi þeirra lamast. Að síðustu í þessari upptalningu má nefna fóst- ureitranir á meðgöngutima, svo og áhrif vissra sjúk- dóma eins og t. d. rauðra hunda á fyrstu mánuðum meðgöngutímans. Hér hefur aðeins verið drepið á örfá atriði sem valdið geta vanþroska hjá börnum. Ennþá er margt á huldu í sambandi við orsakir fávitaháttar. Sér- fræðingar telja að um geti verið að ræða fleiri tugi ef ekki um hundrað ástæður. Það er augljóst mál, að mikið vangefin hörn. og fullorðnir að sjálfsögðu líka, eru haldin fötlun af þvi tagi sem gerir þeim ókleift að hjarga sér í lifinu á eigin spýtur. Þau verða því ávallt háð þeim heil- brigðu með umönnun og aðstæður, bæði uppeld- islega og félagslega. Þetta á undantekningalaust við um alla vangefna einstaklinga, sem eru með greind- arvísitölu um 50 eða lægri, en auk þess nokkurn hóp þeirra sem hafa greindarvísitölu milli 50-70. Hin félagslega þróun í sambandi við málefni van- gefinna hér á landi hefur að nokkru leyti verið hlið- stæð þeirri, sem gerst hefur hjá nágrannaþjóðum 24 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.