19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 8

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 8
að Hæstiréttur sé æðsti dómstóll i íslensk- um málum og hve margir séu dómarar þar. Grundvallarskipun dómsvaldsins verði ákveð- in i stjórnarskránni og reynt að tryggja eft- ir föngum, að dómarar séu öllum óháðir og sjálfstæðir í starfi. 9. f stjórnarskránni verði ákveðið, að dómstól- ar skeri úr ágreiningi um það, hvort lög séu samrýmanleg stjórnarskránni. 10. Hæstiréttur en ekki Alþingi skeri úr um lög- mæti alþingiskosninga og kjörgengi þing- manna. 11. Ákveðið verði í stjórnarskránni, að óháður embættismaður, saksóknari ríkisins, fari með ákæruvaldið. 12. Skýr ákvæði verði sett um stöðu sveitarfélag- anna í því skyni að tryggja sjálfsforræði þeirra. Athugaðar séu hugmyndir og tillögur um nýja umdæmisskipun eftir landshlutum, fjórðungum, kjördæmum eða öðrum mörkum. Sveitarfélögum og samtökum þeirra veitt auk- in verkefni og nýir tekjustofnar, í því skyni að dreifa valdi og verkefnum hins opinbera. 13. Réttur manna til vinnu og ákvæði um vinnu- vernd. 14. Réttur manna til menntunar, opinber aðstoð í því skyni og jöfn menntunaraðstaða. 15. Réttur til trygginga vegna sjúkdóma, slysa, örorku, aldurs, missis fyrirvinnu og réttur til læknishjálpar og sjúkrahúsvistar. 16. Friðhelgi heimilis og einkalifs. 1 7. Eignarrétturinn og vernd hans. 18. Ákvæðin um prentfrelsið þarf að endurskoða með hliðsjón af þróun fjölmiðla. 19. öll mannréttindaákvæði þarf að endurskoða með tilliti til mannréttindavfirlýsingar Sam- einuðu þjóðanna og Sáttmála Evrópuráðsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis. 20. .Tafnrétti borgaranna. Ákveðin sé i stjórnar- skránni sú meginregla, að allir skuli jafnir fyr- ir lögunum. Taka þarf í stjórnaskrána ákvæði um jafnstöðu milli karls og konu, eins og Kvenréttindafélag fslands og Samband nor- rænna kvenréttindafélaga hafa samþykkt á ráðstefnum sinum. Gunnar Thoroddsen 6 Ragnhildur Ingólfsdóttir sótti um Grænlandsstyrk Menntamálaráðuneytisins 1971, að loknu námi í Kvennaskólanum. Synjun ráðuneytisins dró síður en svo úr áhuga hennar á grannlandi okkar í vestri. Leitaði hún þá fyrir sér um starf sem nemi í hús- gagnasmíði. Undirtektir voru hinsvegar dræmar hjá meisturum, þótt ekki væri beinlínis tekið fram, að orsökin væri sú að hún væri kvenmaður. Starfaði Ragnhildur síðan á húsgagnaverkstæði í Reykjavík í hálft ár, en þá barst henni tilkynning um að hún hefði hlotið styrk til náms á Grænlandi yfir vetur- inn. Styrk þennan veitir Alþingi fólki, sem vill kynn- ast líferni, háttum og tungu Grænlendinga. Ragn- hildur var fyrsti styrkþeginn, sem notaði styrkinn til Grænlandsfarar. Aðrir höfðu notað hann til rann- sóknarstarfa hér og í Danmörku. Frá miðjum september og fram i miðjan maí er ekki beint flug frá fslandi til Grænlands. Ferð Ragn- hildar hófst i nóvember 1972 frá Kaupmannahöfn. Eftir u. þ. b. fjögurra stunda flug var lent í Syðri- Straumsfirði, sem er norðantil á vesturströnd Græn- lands. Það voru að sönnu mikil viðbrigði að standa skyndilega við ísilagðan fjörðinn i 33° frosti, en Ragnhildur beið í góðu yfirlæti á hótelinu i 3 daga eftir flugi til Narsarsuak. Ekki er flogið ef frostið fer yfir 35°. Við komum til Narsarsuak var þar ekki nema 10-15° frost, og þaðan sveif hún með þyrlu til Julianeháb, en skammt norðan þess bæjar er svæðið sem Eirikur rauði nam 986. Henrik I.und tók á móti henni og ávarpaði hana á íslensku, en hann hefur stundað háskólanám á fslandi. 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.