19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 40

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 40
Konurnar eiga enga sögu, segja sumir, en aðrir að saga kvenna hafi bara gleymst. En sú er oft sök til bess, að settur liefir verið punktur á skökkum stað, það er að segja of fljótt í frásögn í sagnfræðiritum og sögukennslubókum, og mörgu er þar af leiðandi logið með þögninni. Á síðustu tveim áratugum, eða frá því að þær Helga Stene, lektor í Noregi, og Karin Westman Berg, dósent í Svíþjóð, vöktu athygli norrænna kvenna á því hvernig kennslubækur sniðganga konur á margvíslegan og lævíslegan hátt, hefir tals- vert venð gert til þess að fá úr þessu bætt. bað er ekki aðeins í sögukennslubókum, að hlutur kvonna er sniðgenginn, heldur einnig i kennslubók- um í lestri og reikningi, og ennfremur i tungumála- kennslubókum. f 19. júní 1972 er greint frá því, að ungar félags- konur í Kvenréttindafélagi Islands, Úur, athuguðu lestrarbækur og reikningsbækur, cg sömuleiðis rann- sökuðu þær allar barnabækur, sem komu út fyrir jólasölu 1971. I íslendingasögunum er þáttur kvenna miklu stærri en fram kemur í þeirri kennslubók í Islands- sögu, sem mest er notuð i bamaskólum. í kennslu- bókinni eru fyrst og fremst sagt frá skapofsakonum, en þeirra er að engu getið, sem voru friðelskandi drengskaparmenn eða læknar góðir. Það er heldur ekki sagt frá því menningarstarfi, sem fram fór í nunnuklaustrunum, og ótal margt annað er látið liggja i þagnargildi, en munkunum eru gerð allgóð skil. Kennslubækur í mannkynssögu eru svo snauðar að kvennasögu, að kvenréttindabaráttan kemur ungl- ineum næstum á óvart, og auk bess hefir hún, eftii frásögninni að dæma, einvörðungu verið háð vegna þess, að konur höfðu ekki kosningarrétt. Annarra baráttumála er ekki getið, ekki einu sinni að konur hafi orðið að berjast harðri baráttu til þess að mega fara i skóla til þess að öðlast menntun til jatns við karlmenn. Heldur ekki er á það minnst, að jafnréttis- baráttan eigi langt í land. Ekki víkja sögukennslubækur að skoðunum spek- inga fornaldarinnar, gamla testamentisins eða kirkjufeðra og heilagra munka, sem varpað gætu ljósi á það, hvar réttindaleysi kvenna á að verulegu leyti upptök sín og hvemig skoðanir og rit hinna „vísu“ manna hafa mengað andrúmsloftið í hinum vestræna heimi að minnsta kosti, og það svo mjög, að enn hefir ekki tekist að hreinsa það, þrátt fyrir meira og minna skipulagða réttindabaráttu kvenna í meira en heila öld, en upphaf hennar er talið vera um 1850. Hér koma nokkur dæmi um skoðanir spekinga fornaldarinnar: Leikritahöfundurinn Aiscylos (f. 525 f. Kr.) læt- ur guðinn Appollo segja á einum stað: „Hlustið vel á orð mín og viðurkennið sannleika þeirra. Móðirin er ekki upphaf og lífgjafi þess, sem kallað er bam hennar. Hún bara fóstrar og nærir sæðið, sem hún hefir fengið. Það er faðirinn, sem getur bamið, en konan tekur aðeins við fræinu og varðveitir það.“ Konurnar eiga þannig aðeins að vera tæki fyrir karl- Margt smátt gerir Samtíningur og sitt hvað til sögu íslenskra kvenna mennina til þess að fjölga mannkyninu. Ennþá eimir eftir af þessari skoðun og sést það best á þvi, hversu margir nútímamenn, konur og karlar, telja, að kona eigi ekki að fá að ráða því sjálf, hvort hún varðveitir og nærir fræ, sem fyrir mistök eða annað hefir verið sáð í líkama hennar. Aristoteles (f. 384 f. Kr.) var á sömu skoðun og Aiscylos, að faðirinn einn ætti bamið, og konur væru aðeins mannfjölgunaráhald. Hann þessi frægi spekingur og margir aðrir höfðu svo megna andúð á konum, að þeir litu á ,,drengjaást“ sem sjálfsagð- an hlut, enda var þá mjög í tísku, að fyrirmenn héldu unga ástsveina. Plato lærisveinn Sókratesar kvað hafa verið hlynntur því, að einstaka konur ættu aðgang að andlegum lærdómssviðum, en þó aðeins með þeim afarkostum, að þær slepptu öllu tilkalli til þess að verða mæður. Þessi skoðun Platons á enn marga áhangendur, þótt fáir játi það með vörunum. 38 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.