19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 13
lægsta leyfilegt meðlag með óskil-
getnum börnum sínum, það var í
apríl 1974 kr. 6.251. Með þess-
ari túlkun laganna verður lítið úr
því að foreldrar ókilgetins bams
beri jafnar skyldur, eða dettur
nokkrum manni í hug, að kr.
6.251 sé helmingur framfærslu-
kostnaðar barns. Ef móðirin er
heppin getur hún komið barninu
fyrir á dagheimili til 6 ára aldurs.
Á dagheimilum er dvalarkostnað-
ur á mánuði kr. 5.800. Fái móð-
irin ekki pláss á dagheimili fyr-
ir barnið og verði að koma því í
fóstur annars staðar, þá er það
almennt mun dýrara. Þar fyrir
utan skal móðirin sjá fyrir hús-
næði, mat, fötum og öðrum þörf-
um bamsins.
f lögum um afstöðu foreldra
til skilgetinna barna, en það em
lög nr. 57 frá 1921, er lögð sama
skylda á herðar beggja foreldra
og er þar enginn greinannunur
gerður á skyldum móður og skyld-
um föður.
Foreldrum báðum saman og
hvom um sig er skylt að fram-
færa börn sín þangað til þau eru
16 ára gömul. Jafnframt er þeim
báðum saman og hvoru um sig
skylt að uppala böm sín þangað
til þau eru 16 ára gömul.
í 19. gr. laganna er svohljóð-
andi ákvæði:
„Foreldrar skulu, svo sem þeir
eru færir um, ala önn fyrir börn-
um sínum 16 ára og eldri og mega
börnin ekki verða sveitarþurfar
meðan þau eiga foreldri á lifi,
sem er þess umkomið að annast
þau. Söm er skylda bams gagn-
vart foreldri.“
Mig langar til að vekja sérstaka
athygli á þessu síðast talda á-
kvæði, það virðist ekki vefjast
fyrir fólki af minni kynslóð og
yngra fólki, að foreldrar eigi
slcyldum að gegna gagnvart börn-
um sínum töluvert fram á full-
orðins ár, en þessu sama fólki
kann að gleymast, að það hefur
sjálft nákvæmlega sömu skyldur
gagnvart foreldrum sínum og for-
eldrar hafa gagnvart börnum, sem
orðin eru 16 ára eða eldri.
Framfærslulögin eru númer 80
frá 1947. Verða hér á eftir rakin
nokkur ákvæði þeirra laga:
2. gr. „Skylt er hjónum að
framfæra hvort annað, meðan
hjónabandi þeirra er eigi slitið að
lögum.“
3. gr. „Skylt er foreldrum í
félagi og hvoru fyrir sig að fram-
færa og ala upp börn sín þangað
til þau eru 16 ára.“
4. gr. „Nú gengur maður að
eiga konu þá, er átt hefur áður
með öðrum manni barn eða börn,
og er honum þá skylt að framfæra
og ala upp til 16 ára aldurs það
eða þau börn hennar, er ekki hafa
náð þeim aldri, enda hafi hún
foreldraráð yfir þeim, og helst sú
skylda hans, þótt konan deyi, en
hverfur ef hjónabandinu er slitið
að lögum af öðrum orsökum.
Framfærsluskylda föður slíkra
barna er eins fyrir það söm og
áður en konan giftist þessum
manni sínum.
Sömu skyldur að sínu leyti hef-
ur og kona við börn eiginmanns
síns, þau er hann hefur átt með
annarri konu, áður en hún giftist
honum. Framfærsluskylda móður
þeirra barna er einnig hin sama
og áður en maðurinn kvæntist
aftur.“
5. gr. „Skylt er kjörforeldri að
ala upp og framfæra kjörbarn
sitt sem eigið barn og verður eigi
krafist framfæris og uppeldis af
sönnum foreldrum barnsins.“
6. gr. „Börn skulu ala önn
fyrir foreldrum sínum, ef þau
eru til þess fær, að svo miklu leyti,
sem lífeyrir samkvæmt lögum um
almannatryggingar og aðrar tekj-
ur hrökkva ekki til. Á sama hátt
skulu foreldrar ala önn fyrir
börnum sínum 16 ára og eldri.
Sama skylda hvílir á kjörforeldr-
um og kjörbörnum.“
Eins og sjá má af þessum
ákvæðum, leggja framfærslulögin
jafnar skyldur á karla og konur.
Lög um réttindi og skyldur
hjóna eru númer 20 frá 1923. Áð-
ur en þau voru sett giltu hér á
landi lög nr. 3 frá 1900 mn fjár-
mál hjóna. Fyrir gildistöku lag-
anna nr. 3 frá 1900 var gift kona
ómyndug, eignir hjónanna urðu
að sameign þeirra, félagsbúi, sem
maðurinn stýrði á sitt eindæmi.
Eftir lögunum frá 1900 var gift
kona myndug og hafði forræði yf-
ir aflafé sinu af sjálfstæðri at-
vinnu. Maðurinn hafði áfram for-
ra'ði yfir félagsbúinu, en yfirráða-
rétti hans voru nokkur takmörk
sett.
Samkvæmt lögunum frá 1923
skal vera jafnrœSi mé8 hjónum.
Sú eign, sem hvort hjóna um
sig flytur í búið, verður áfram
eign þess og er hún nefnd hjúskap-
areign. Hið sama gildir um eignir,
sem maki flytur i bú eftir hjú-
skaparstofnun og allt til hjúskap-
arloka, þ. e. til skilnaðar að borði
og sæng, eða lögskilnaðar, ef þvi
er til að drevfa, annars dauða
annars hjón. Nema eign hafi ver-
ið gerð séreign, en það er hægt
með kaupmála og einnig í þeim
tilvikum, að annað hjóna hafi
hlotið arf og arfleifandi hafi gef-
ið þau fyrirmæli í erfðaskrá, að
arfur skvldi vera séreign erfingja.
Hvor maki um sig á forræði
á hjúskapareign sinni, hann og
hann einn getur afhent eignina
eða skuldfest hana.
Þrátt fyrir þetta einkaforræði
maka yfir hjúskapareign sinni,
þarf þó maki stundum að leita
19. JÚNÍ
11