19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 38

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 38
Konur eftir Margaret Johanson I móttökuherberginu sátu konurnar hver fyi-ir aftan aðra, eins og nemendur í skóla. Þær vélrituðu. . . .“ jneð vísun til . . . yðar“. Klikk. örkin tekin úr vél- inni. Ný örk sett í vélina. Konum finnst þægilegt að sitja svona. Þær geta rabbað pínulítið saman, þegar þær halda að enginn taki eftir því, stolist í símann, strokið yfir varimar með lit, fengið sér reyk. Skrif- stofustjórinn taldi það nauðsynlegt að líta vel eftir konunum. Þessa stundina var hann að tala við nýráðinn mann, sem var að hefja störf í atvinnulífinu og fannst stundin hátíðleg. „Jú, jú,“ sagði skrifstofustjórinn, spennti greipar yfir magann og hallaði sér aftur á bak í skrifstofu- stólnum svo undirhökurnar komu í ljós. „Reynslu- tími yðar er þrír mánuðir. Þér fáið til afnota borð inni hjá Pálsen, bókara. Þar hafið þér vinnufrið. Konurnar sjá um að þér fáið te eða kaffi í hádegis- hléinu, sem er frá hálftólf til tólf. Og þurfið þér að kaupa eitthvað þá biðjið bara konumar að kaupa það fyrir yður. Þær fara alltaf, eða einhver þeirra fer út að versla, Þér vitið — konur. Sumar eru giftar, svo þær verða að versla í hádegishléinu. Sem sagt þær kaupa sjálfsagt um leið, ef yður vanhagar um eitthvað.11 Nýliðinn var með á nótunum og var þakklátur. Skrifstofustjórinn stóð á fætur og rétti nýliðanum hendina. „Til hamingju.“ Flestar konumar voru um þrítugt. Nema Alma Lund. Menn vissu aldrei nákvæmlega um aldur kvenna. Menn spyrja ekki um slíkt. Konurnar réðu konur. Það fór þannig fram, að umsækjendur urðu að fara í gegnum móttökuher- bergið og ef þær voru ósmekklega klæddar, breið- ar aftan fyrir eða lítt aðlaðandi var þeim sagt að búið væri að ráða til starfsins. Jafnvel þó svo væri ekki. Skrifstofustjórinn myndi örugglega vísa þeim á bug. Þær þekktu smekk hans. Sumar þekktu hann mjög vel. „Lítur hún vel út?“, var hin stuttorða spuming hans í símann. „Ekki það. Látið hana fara. Ég þoli ekki að hafa ósmekklegt fyrir augunum.“ Forstjórinn átti konu, sem leit mjög vel út. Þegar veltan náði þrem milljónum skipti hann um bíl, hús og konu. Hann losaði sig við allt, sem minnti á strit og léleg kjör. öllum var ljóst, að allt, sem honum viðkom varð að vera sérstakt. Viðskipti em við- skipti. Á hinn bóginn: Skrifstofustúlka var bara skrifstofustúlka, ekki venjuleg kona. Til dæmis Alma Lund. Hún hafði unnið hjá fyr- '*-+ækinu 15 ár og hafði ágæta menntun. Hón var alin upp á mennntaheimili, dóttir prófessors. Það var pískrað um að hún væri betur að sér en nokkur annar í fyrirtækinu, yfirmennirnir ekki undanskyiu ir. Samt sem áður hét hi'rn bara Lund. „Biðjið Lund um það“, sagði forstiórinn. — Ekki dama, nei. — Alma Lund hafði gefist upp fyrir löngu. Þegar hún sótti um starfið var ekki svo auðvelt að fá vinnu. Auk þess var hún vön því, að móðir hennar snerist kring- um föður hennar og bræður. Dag nokkurn opnuðust dyr móttökuherbergisins og rismikil friskleg stúlka snaraðist inn. Hún var rauðhærð með slétt hár og var vel tennt. Sterklegir fætur í sterklegum skóm. Ekkert sérstaklega smekk- lega klædd. Það var augljóst, og þó. Konurnar horfðu rannsakandi á hana. Hún horfði á þær á móti, þó ekki óvingjamlega. Og þegar hægri hönd skrifstofu- stjórans, ungfrú Hólm hringdi til hans og sagði að hún væri þar, heyrðu þær að hún svaraði dræmt ...Tú“. Þær þckktu spurninguna. Sú rauðhærða fór inn Þcgar hún kom til baka var hún ráðin, og stúlk- urnar horfðu hver á aðra. „Ja, nú er mér allri lokið“, sagði ungfrú Hólm, þegar hurðin féll að stöfum. Næsta morgun kom nýja stúlkan. Vinnuglöð og markviss. Skynsamlega klædd ekki samkeppnisfær. „Britt Prahle“, sagði hún og heilsaði með handa- bandi. „Ég á að sjá um erlendar bréfaskriftir.“ Sá sem gegndi þvi starfi þurfti að kunna til lilítar þýsku, frönslcu og ensku. Karlmaður hafði haft starf- ann áður og stúlkumar hreinskrifuðu fyrir hann. Áttu þær að hreinskrifa fyrir stúlku? Lfngfrú Hólm leiðbeindi þeirri nýju. „Við verðum að skiptast á að hita kaffi og ganga um beina“, sagði hún, „og skiptiborðið verðum við að sjá um til skiptis.“ 36 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.