19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 6

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 6
Tveim árum síðar, 1873, samþykkti Alþingi frum- varp að stjórnarskrá. Samkvæmt henni skyldi Al- þingi fá löggjafarvald og fjárveitingavald, skipa skyldi jarl, er færi með vald konungs á Islandi. Hann bæri ábyrgð fyrir konungi og skipaði stjórnar- herra, sem ábyrgð fyrir konungi, jarli og Alþingi. Alþingi óskaði þess, að konungur staðfesti þetta frumvarp, en til vara, — vegna þess að menn voru vondaufir um að frumvarpið næði staðfestingu, — var beðið um, að konungur gæfi Islandi að ári kom- anda stjórnarskrá, er veitti Alþingi fullt löggjafar- vald og fjárforræði og að öðru levti væri löguð eft- ir stjórnarskrárfrumvarpi Alþinsis. Var sérstaklega til tekið, að sérstakur ráðgiafi skyldi skipaður fyrir Tslandsmál, sem hefði ábyrgð á stjómarstörfum sín- um fyrir Alþingi. En þetta var eitt af meginatriðum í sjálfstæðiskröfum tslendinga um þessar mundir. Stjórnarskráin, sem konungur gaf landinu, færði mönnum ýmsar réttarbætur. Hún veitti Alþingi lög- gjafarvald og fjárveitingavald. Hún fól í sér vernd mannréttinda, sem enn er i gildi. En stjórnarskráin var landsmönnum sár vonbrigði á marga lund. Kon- ungur hafði algjört synjunarvald um lög og var því óspart beitl á næstu áratugum gegn réttindamálum landsmanna. Stjórnarskráin fjallaði aðeins um hin svokölluðu sérmál Islands og var byggð á stöðulög- unum frá 1871, sem sett voru gegn eindregnum mótmælum Islendinga. Stiórnarskráin ákvað, að i þessum sérstaklegu málefnum landsins hefði það st.jórn og löggjöf út af fyrir sig, en um önnur mál, sammálin svokölluðu, réð rikisþing Dana áfram. Efni stjórnarKkráriiiiiar Efni stjórnarskrárinnar var í stórum dráttum þetta: I sérmálum var löggjafarvaldið hjá konungi og Alþingi í sameiningu, framkvæmdavaldið hjá kon- ungi og dómsvaldið hjá dómendum. Vald konungs skyldi framkvæmt af ráðgjafanum fyrir Island, sem var einn af dönsku ráðherrunum en æðsti maður innanlands var landshöfðinginn. Alþingi réði engu um val ráðgjafa né landshöfðingja. Á Alþingi áttu sæti 30 þjóðkjörnir þingmenn og sex konungskjöm- ir, samtals 36, í stað 21 áður, og voru þeir kosn- ir til sex ára. Þingið skyldi nú skiptast í tvær deildir. Áttu 24 þjóðkjörnir þingmenn sæti í neðri deild, en hinir sex og konungskjörnu þingmennirnir sex sátu í efri deild. Höfðu hinir konungskjörnu þannig stöðv- unarvald í efri deild. Kosningarréttur var mjög tak- markaður. Þessir menn einir skyldu hafa kosningar- rétt: 1. Bændur, sem hafa grasnyt og gjalda nokkuð til allra stétta. 2. Kaupstaðaborgarar, ef þeir greiddu a. m. k. 8 kr. á ári í útsvar . 3. Þurrabúðarmenn, sem greiddu 12 kr. í útsvar. 4. Embættismenn. 5. Þeir sem tekið höfðu háskólapróf, prestaskóla- próf eða annað þess háttar opinbert próf, ef þeir voru ekki öðrum háðir. Auk þess þurftu menn að vera 25 ára að aldri, hafa óflekkað mannorð, vera fjár sins ráðandi og standa ekki í skuld fyrir sveitastyrk. En kjörgengir til Alþingis voru þeir einir, sem náð höfðu 30 ára aldri. Konur höfðu ekki kosningarrétt, né heldur hjxi, sem voru í annarra þjónustu. Var það því að- eins lítill hluti landsmanna, sem kosningarrétt átti. Árið 1874 höfðu 6 þúsund manns kosningarrétt, eða 8,8 af hundraði. I stjórnarskránni vom reglur um starfshætti Al- þingis, meðferð fjárlaga og annarra lagafrumvarpa, að mestu samhljóða því, sem enn gildir. Alþingi átti að koma saman annað hvert ár, i júlímánuði. Þá voru ákvæði um dómstóla og réttindi og stöðu dóm- enda, um stuðning og vernd þióðkirkiunni til handa og í síðnsta kafla stjómarskrárinnar voru tryggð hin almennu mannréttindi, friðhelgi heimilis og eignar- réttar, atvinnufrelsi, prentfrelsi, funda- og félaga- frelsi og trúfrelsi. Meðan þjóðhátiðin stóð yfir og konungur steig í fyrsta sinn fæti sínum á Island, fannst mönnum sjálfsagt að fagna honum og hátíðinni og því sem gott væri í stiórnarskránni. .Tón Sigurðsson, sem var búsettur í Danmörku, kom ekki á þióðhátíðina. Hon- um var ekki boðið þangað. Hann ritaði í Andvara, tímarit Þjóðvinafélagsins, rækilega greinargerð um stjórnarskrána, þar sem hann taldi fram kosti henn- ar og galla. En hann vildi ekki draga úr gleði lands- manna og fögnuði á þjóðhátíðinni, né varpa skugga á heimsókn konungs, og lét því Andvara með þessari grein ekki koma fyrr en síðla sumars, að þjóðhátíð lokinni. Rrcytingar á stgórnarskráiini Gagnrýni landsmanna á ýmsum ákvæðum stjórn- arskrárinnar kom fram i því, að Albingi samþykkti á næstu áratugum hvað eftir annað breytingar á 4 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.