19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 15

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 15
móðurlausum börnum til 17 ára aldurs í stað 16 ára aldurs, skuld- binda feður sig til að greiða með- lag til 17 ára aldurs, en ekki leng- ur. Það virðist undarlegt, að menn, sem hafa sæmilegar tekjur og eru ef til vill sjálfir langskólagengnir, skuli við hjónaskilnað, almennt semja um lægsta leyfilegt meðlag og það skuklbinda þeir sig til að greiða jafnlengi og Trygginga- stofnun ríkisins greiðir meðlag með föður- eða móðurlausum börnum, en ekki lengur. Með þessu móti verður fjárhagsleg að- staða slíkra barna ekki betri en föðurlausra barna. Á þessari reglu eru undantekningar, en mjög fáar. Núgildandi lög um almanna- tryggingar eru nr. 67 frá 1971, eins og þau lög eru eftir breyting- ar, sem á þeim hafa verið gerðar í desember 1971 og svo aftur á árinu 1972. í þessum lögum er kveðið á um ])að, að barnalífeyrir skuli greiddur með börnum yngri en 17 ára, ef annað hvort foreldra er látið eða er örorkulifeyrisþegi, enda eigi barnið lögheimili hér á landi og annað hvort foreldra þess eða barnið sjálft hafi átt hér lögheimili a. m. k. þrjú síðustu árin, áður en umsókn er lögð fram. Séu báðir foreldrar látnir eða örorkulífeyrisþegar, skal greiddur tvöfaldur barnalífeyrir. Þetta er meginbreyting frá þeim lögum, sem giltu fyrir 1971, en samkvæmt þeim skyldi greiða barnalífeyri með börnum látinni feðra. Svo var til stórkostlegt á- kvæði, sem heimilaði að greiða ekkli, allt að fullum barnalífeyri, ef fráfall eiginkonu hafði valdið tilfinnanlegri röskun á afkomu hans. 1 þessum tilvikum átti tryggingaráð að úrskurða um það hvort barnalífeyrir skyldi greiddur eða ekki. Mér skilst, að t.il þess að fá barnalífeyri, hafi ekkill þurft að hafa á framfæri sinu a. m. k. þrjú börn á ómaga- aldri og búa við erfiðan fjárhag. I núgildandi lögum er svofellt ákvæði: „Hver, sem á lögheimili hér á landi og verður ekkja eða ekkill innan 67 ára aldurs, á rétt á bót- um i sex mánuði eftir lát maka, kr. 15.306 á mánuði. Hafi bótaþegi bam yngra en 17 ára á framfæri sinu, á hann rétt á bótum í 12 mánuði til við- bótar, kr. 11.478, á mánuði." Samkvæmt lögunum eins og þau voru fyrir 1971, fengu ein- ungis konur, sem urðu ekkjur, of- antaldar bætur en ekki karlar, sem misstu konur sínar. Samkvæmt núgildandi lögum skulu einstæðum mæðrum greidd mæðralaun, þau em á mánuði kr. 1.072 með einu barni; kr. 5.817 með tveimur börnum; kr. 11.633 með þremur bömum og fleiri. Tryggingaráði er heimilt að greiða einstæðum feðrum, sem halda heimili fyrir börn sín, sam- bærileg laun svo og einstæðu fósturforeldri. Þessi heimild kom i lögin á árinu 1972. Af þessum ákvæðum má sjá, að löggjafinn reiknar nú orðið með þvi, að almennt hafi frá- fall konu eða móður einhver áhrif á fjárhagslega afkomu fjölskyldu. og virðist þetta stórkostlega hug- myndaflug hafa verið fyllilega tímabært. Um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins gilda lög nr. 38 frá 1954. I þessum lögum er tekið fram, að konur og karlar hafi jafnan rétt til opinberra starfa og til sömu launa fyrir sömu störf. t lögunum er ákvæði um það, að konur er veita heimili forstöðu, eigi rétt til þess að vinna tvo þriðju hluta ákveðins vinnutíma gegn samsvarandi frádrætti í launum, enda megi slíkt verða að skaðlausu. Samsvarandi íviln- un má og öðrum veita, er sér- staklega er farið, svo sem vegna heilsuveilu. Með lögum nr. 28 frá 1966 var kveðið á um sömu atvinnuleysis- bætur til karla og kvenna. Með lögum nr. 60 frá 1961 var ákveðið, að á árunum 1962-1967 skyldu laun kvenna hækka til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verkakvenna- vinnu, verksmiðjuvinnu og versl- unnar- og skrifstofuvinnu. Samkvæmt lögum skal þannig vera launajafnrétti með körlum og konum. En karlar og konur skulu hafa sömu laun fyrir sömu störf. Þetta býður heim ýmsum möguleikum, sem karlmanna- þjóðfélagið notar sér að sjálfsögðu og gerir það þannig, að þau störf, sem ahnennt eru unnin af konum. eru illa launuð, aftur á móti eru þau störf, sem almennt eru unnin af körlum, mun hetur launuð. Launalega séð er bezt fyrir konur að vinna starf, sem karlmenn hafa almennt unnið. Ef ungar stúlkur hættu að undirbúa sig fyrir og sækja um vélritunarstörf, þannig að það yrði að fara að nota karl- menn til þessara starfa, þá myndu launakjör örugglega breytast og mun það sama eiga við á ótal starfssviðum öðrum. t apríl 1973 voru sett lög um jafnlaunaráð. 1 1. grein þeirra laga segir, að konum og körlum skulu greidd jöfn laun fyrir jafn- verðmæt og að öðru leyti sam- bærileg störf. Á árinu 1921 voru sett lög um lifeyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra. í þessum lögum segir svo í 3. gr.: „Hver embættismaður, karl eða 13 19. .JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.